Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

CSKA mun leita réttar síns

Rússneska knattspyrnufélagið CSKA Moskva ætlar að leita réttar síns gagnvart ákvörðun FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, er varðar samningsstöðu erlendra leikmanna í Rússlandi. Arnór Sigurðsson er meðal þeirra sem hafa nýtt sér téð ákvæði.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur mættur til Leuven

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er genginn í raðir belgíska félagsins Leuven. Jón Dagur kemur á frjálsri sölu eftir að hafa spilað með AGF í Danmörku undanfarin ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Full­komnar upp­­­risuna í Leik­húsi draumanna

Christian Eriksen hefur samþykkt þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Hann á eftir að setja blek á blað og gangast undir læknisskoðun áður en félagið getur tilkynnt Eriksen sem nýjasta liðsmann Rauðu djöflanna. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Man Utd segir Ron­aldo ekki til sölu

Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026

Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026.

Fótbolti
Fréttamynd

Þessar gætu sprungið út á EM í Englandi

Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem hefst þann 6. júlí í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir efnilegustu og mest spennandi leikmennina sem mæta til leiks á EM í Englandi. Aðeins er um að ræða leikmenn annarra þjóða en Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron hafði betur gegn Ara Frey

Aron Bjarnason og félagar í Sirius unnu 1-0 útisigur á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði rúmlega stundarfjórðung í 1-1 jafntefli Häcken og Elfsborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Goðsögn snýr aftur til Barcelona

Rafael Marquez, sem af mörgum er talinn einn af betri knattspyrnumönnum Mexíkó fyrr og síðar, er á leiðinni aftur til Barcelona. Þar var hann mjög sigursæll sem leikmaður en nú er komið að því að máta þjálfaraskó hjá Katalóníu félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur á leið til Belgíu

Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, er laus allra mála frá AGF í Danmörku. Greint var frá því í gær að hann hafi farið út til Belgíu og fari að draga til tíðinda innan skamms.

Fótbolti