Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Stelpurnar okkar mættar til Manchester

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti síðdegis í dag í Manchester en þaðan heldur liðið til Crewe þar sem liðið mun dvelja og æfa á milli leikja á Evrópumótinu sem hefst í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Wils­here ekki á­fram hjá AGF

Danska úrvalsdeildarfélagið AGF hefur staðfest að enski miðjumaðurinn Jack Wilshere verði ekki áfram á mála hjá félaginu. Hann samdi við AGF í febrúar á þessu ári en samningur hans verður ekki endurnýjaður.

Fótbolti
Fréttamynd

Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópu­draumnum á lífi

Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Sú besta með slitið krossband og missir af EM

Alexia Putellas, handhafi Gullknattarins og miðjumaður Spánarmeistara Barcelona sem og spænska landsliðsins, sleit krossband á landsliðsæfingu og verður frá næstu mánuði. Hún missir því af Evrópumótinu í Englandi sem og stórum hluta næstu leiktíðar. 

Fótbolti
Fréttamynd

Lamptey velur Gana fram yfir England

Knattspyrnumaðurinn Tariq Lamptey, leikmaður Brighton í ensku úrvalsdeildinni, hefur tekið þá ákvörðun að hann ætli sér að spila fyrir landslið Gana frekar en Englands.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir að Kristall kunni ekki reglurnar

Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grótta tyllti sér á topp deildarinnar

Grótta situr á toppi Lengjudeildar karla í fótbolta eftir leiki kvöldsins í 10. umferð deildarinnar. Heil umferð var spiluð í kvöld en fjögur rauð spjöld litu dagsins ljós í leikjunum sex. 

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Milos hafa kennt sér að sussa í Rimaskóla

Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er ein þeirra sem leggur orð í belg vegna ákvörðunar moldóvsks dómara leiks Malmö og Víkings um að áminna bróður hennar, Kristal Mána Ingason í annað skipti í leiknum fyrir að sussa á stuðningsmenn sænska liðsins eftir að hann skoraði jöfnunarmark Fossvogsliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu

Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 

Fótbolti