Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Mergsaug félagið en keyrir nú rútuna

Fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍR var í október á síðasta ári ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Hann var samt sem áður liðsstjóri liðsins um helgina og keyrði rútu liðsins til og frá leikstað.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH styrkir stöðu sína á topp Lengju­deildar

FH-ingar unnu sigur á sameinuðu liði austurlands, Fjarðab/Höttur/Leiknir, í lokaleik kvöldsins í Lengjudeild kvenna, 2-1. Fyrr í kvöld vann Augnablik 3-0 sigur á Fjölni á meðan Fylkir og Haukar gerðu 2-2 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Popp skaut Þjóðverjum í úrslit Evrópumótsins

Þjóðverjar munu leika til úrslita á EM þetta árið eftir 2-1 sigur á Frökkum í undanúrslitum í kvöld. Alexandra Popp skoraði bæði mörk Þýskalands í leiknum en Þýskaland mun mæta gestgjöfum Englands í úrslitaleiknum næsta sunnudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool tapaði lokaleiknum í Austurríki

Þrátt fyrir mikla yfirburði tókst Liverpool ekki að leggja austuríska liðið RB Salzburg af velli í síðasta vináttuleik liðsins fyrir næsta leiktímabil. Lokatölur voru 1-0 fyrir Salzburg.

Fótbolti
Fréttamynd

Malmö úr leik í Meistaradeildinni eftir tap á heimavelli

Lærisveinar Milos Milojevic í sænska stórliðinu Malmö leika ekki meira í Meistaradeild Evrópu þetta árið eftir tap gegn litháíska liðinu Zalgriris á heimavelli, 0-2. Zalgiris vann fyrri leikinn á sínum heimavellill 1-0 og fer því áfram með samanlögðum 3-0 sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney sækir Guðlaug Victor til DC United

DC United staðfesti rétt í þessu komu Guðlaugs Victors Pálssonar til félagsins. Guðlaugur Victor kemur til DC United frá þýska félaginu Schalke 04 og skrifar undir tveggja ára samning við DC United með möguleika á eins árs framlengingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Allt í blóma í Mosfellsbænum

Afturelding gerði góða ferð austur fyrir fjall og vann 1-4 sigur á Selfossi í 14. umferð Lengjudeildar karla í gær. Þetta var þriðji sigur Mosfellinga í röð en þeir eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn