Mergsaug félagið en keyrir nú rútuna Fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍR var í október á síðasta ári ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Hann var samt sem áður liðsstjóri liðsins um helgina og keyrði rútu liðsins til og frá leikstað. Íslenski boltinn 28. júlí 2022 14:01
Gerrard tók fyrirliðabandið af landsliðsmiðverðinum sínum Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, ákvað að gera breytingu á fyrirliða liðsins fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 28. júlí 2022 13:01
Reyndi nýliðinn að gera gæfumuninn fyrir þýsku stelpurnar á þessu EM Alexandra Popp missti af tveimur síðustu Evrópumótum vegna meiðsla og er því að taka þátt í sínu fyrsta EM í sumar þrátt fyrir að spila fyrir Þýskaland og hafa verið í hópi öflugustu framherja álfunnar í langan tíma. Það er óhætt að segja að frumraunin langþráða gangi vel. Fótbolti 28. júlí 2022 12:31
Unga stuðstelpan í stúkunni fékk gefins miða á úrslitaleikinn Ensku ljónynjurnar eru komnar alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu þar sem þær mæta Þýskalandi á Wembley á sunnudaginn. Fótbolti 28. júlí 2022 11:31
„Skilst að þetta sé helvíti þægilegt brot“ Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, tábrotnaði í 3-3 jafnteflinu gegn Val í Bestu deildinni. Þrátt fyrir það vonast hann til að ná næsta leik liðsins. Íslenski boltinn 28. júlí 2022 10:56
Frá EM í Englandi og út í Eyjar Einn af landsliðsmarkvörðum Íslands á Evrópumótinu er komin í nýtt félag fyrir lokasprettinn í Bestu deildinni því hún mun klára tímabilið í Vestmannaeyjum. Íslenski boltinn 28. júlí 2022 10:31
Freyr réttir Leiknismönnum hjálparhönd Leiknir R. hefur fengið danska framherjann Zean Dalügge á láni frá Lyngby. Lánssamningurinn gildir út tímabilið. Íslenski boltinn 28. júlí 2022 10:19
Sonur gamla körfuboltamannsins í Val og Breiðabliki í ensku úrvalsdeildina Bandaríski landsliðsmaðurinn Chris Richards hefur fært sig úr þýsku bundesligunni yfir í ensku úrvalsdeildina. Enski boltinn 28. júlí 2022 10:00
Hver er „slátrarinn frá Amsterdam“ sem Man. United borgaði níu milljarða fyrir? Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, náði loksins í sinn mann í gær þegar United gekk frá kaupunum á Lisandro Martinez frá hollenska félaginu Ajax. Enski boltinn 28. júlí 2022 09:31
Sögðu Val, FH og KR hafa gert verstu kaupin Að mati Kristjáns Óla Sigurðssonar gerði Valur verstu kaupin í Bestu deild karla fyrir tímabilið. Mikael Nikúlásson sagði hins vegar að FH og KR hefðu keypt köttinn í sekknum. Íslenski boltinn 28. júlí 2022 09:01
Stuðningsmannaklúbbur Atletico Madrid vildi alls ekki fá Cristiano Ronaldo Framtíð Cristiano Ronaldo hefur verið upp í lofti síðustu vikur eftir að það lak út að hann vildi spila með liði sem væri með í Meistaradeildinni. Þar verður lið Manchester United ekki á komandi leiktíð. Enski boltinn 28. júlí 2022 08:01
Gamlir leikmenn á háum launum voru að drepa Arsenal Edu Gaspar, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, segir að eldri leikmenn félagsins á himinháum launum voru á góðri leið með að gera útum Arsenal. Enski boltinn 28. júlí 2022 07:01
Fór út í atvinnumennsku en fékk aldrei leikheimild | Komin aftur heim í Keflavík Marín Rún Guðmundsdóttir hefur samið við Keflavík á nýjan leik eftir stutt stopp hjá Hellas Verona á Ítalíu. Fótbolti 27. júlí 2022 23:01
HK aftur á topp Lengjudeildar | Vestri með stórsigur HK endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar með 2-1 sigri á Gróttu í kvöld. Vestri vann öruggan 4-0 sigur á Þrótti Vogum á meðan Þór vann annan leikinn í röð, 1-2 útisigur gegn Grindavík. Fótbolti 27. júlí 2022 22:31
Gary Neville er saklaus | Hlær að stuðningsmönnum Barcelona Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, skrifaði á Twitter um daginn að Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, ætti að kæra liðið fyrir að borga honum ekki þau laun sem hann ætti inni hjá félaginu. Fótbolti 27. júlí 2022 22:00
FH styrkir stöðu sína á topp Lengjudeildar FH-ingar unnu sigur á sameinuðu liði austurlands, Fjarðab/Höttur/Leiknir, í lokaleik kvöldsins í Lengjudeild kvenna, 2-1. Fyrr í kvöld vann Augnablik 3-0 sigur á Fjölni á meðan Fylkir og Haukar gerðu 2-2 jafntefli. Fótbolti 27. júlí 2022 21:30
Popp skaut Þjóðverjum í úrslit Evrópumótsins Þjóðverjar munu leika til úrslita á EM þetta árið eftir 2-1 sigur á Frökkum í undanúrslitum í kvöld. Alexandra Popp skoraði bæði mörk Þýskalands í leiknum en Þýskaland mun mæta gestgjöfum Englands í úrslitaleiknum næsta sunnudag. Fótbolti 27. júlí 2022 21:00
Liverpool tapaði lokaleiknum í Austurríki Þrátt fyrir mikla yfirburði tókst Liverpool ekki að leggja austuríska liðið RB Salzburg af velli í síðasta vináttuleik liðsins fyrir næsta leiktímabil. Lokatölur voru 1-0 fyrir Salzburg. Fótbolti 27. júlí 2022 20:30
Stuðningsmenn Malmö krefjast þess að Milos segi af sér Malmö datt afar óvænt úr leik í Meistaradeild Evrópu gegn litháíska liðinu Zalgiris, eftir 0-2 tap á heimavelli. Er þetta fyrsta tap Malmö á Eleda vellinum í forkeppni í Evrópu en völlurinn var vígður árið 2009. Fótbolti 27. júlí 2022 20:00
Malmö úr leik í Meistaradeildinni eftir tap á heimavelli Lærisveinar Milos Milojevic í sænska stórliðinu Malmö leika ekki meira í Meistaradeild Evrópu þetta árið eftir tap gegn litháíska liðinu Zalgriris á heimavelli, 0-2. Zalgiris vann fyrri leikinn á sínum heimavellill 1-0 og fer því áfram með samanlögðum 3-0 sigri. Fótbolti 27. júlí 2022 19:30
Rooney sækir Guðlaug Victor til DC United DC United staðfesti rétt í þessu komu Guðlaugs Victors Pálssonar til félagsins. Guðlaugur Victor kemur til DC United frá þýska félaginu Schalke 04 og skrifar undir tveggja ára samning við DC United með möguleika á eins árs framlengingu. Fótbolti 27. júlí 2022 18:55
Alfons skoraði og lagði upp í stórsigri Bodø/Glimt Bodø/Glimt lék síðari leik sinn við Linfield frá Norður-Írlandi í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Bodø/Glimt átti ekki í miklum vandræðum með Linfield og vann leikinn með átta mörkum gegn engu. Fótbolti 27. júlí 2022 18:00
United staðfestir komu Martínez Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United staðfesti í dag komu argentínska varnarmannsins Lisandro Martínez fá Ajax. Enski boltinn 27. júlí 2022 15:45
Vill ekki vera borinn saman við Guardiola og Cruyff Xavi Hernández fetar nú í fótspor þeirra Pep Guardiola og Johan Cruyff hjá Barcelona. Allir voru þeir frábærir leikmenn hjá félaginu sem seinna urðu síðan þjálfarar. Þjálfari Barcelona vill þó engan samanburð. Fótbolti 27. júlí 2022 15:00
Allt í blóma í Mosfellsbænum Afturelding gerði góða ferð austur fyrir fjall og vann 1-4 sigur á Selfossi í 14. umferð Lengjudeildar karla í gær. Þetta var þriðji sigur Mosfellinga í röð en þeir eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 27. júlí 2022 14:31
Fastamaður í Atalanta liðinu féll á lyfjaprófi Ítalska knattspyrnuliðið Atlanta verður án reynslubolta síns á næstunni eftir að argentínski miðvörðurinn Jose Luis Palomino féll á lyfjaprófi. Fótbolti 27. júlí 2022 14:00
Smitaðist og missir af undanúrslitaleik EM 21 árs gömul þýsk landsliðskona fékk mjög leiðinlegar fréttir í gær þegar í ljós kom að hún má ekki taka þátt í undanúrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta í kvöld. Fótbolti 27. júlí 2022 12:00
Daninn sem Óli Jóh elskar: Búinn að ná í Lasse tvisvar á þremur mánuðum Lasse Petry er orðinn leikmaður Vals á ný eftir tæpa þriggja mánaða dvöl hjá FH. Það þarf ekki að koma mikið á óvart því Ólafur Jóhannesson er tekinn við Valsliðinu á ný. Íslenski boltinn 27. júlí 2022 11:01
Sjáðu magnaðar móttökur Dybala í Róm sem meira en tólf milljónir hafa horft á Ítalska félagið Roma fékk góðan liðstyrk á dögunum þegar argentínski framherjinn Paulo Dybala samdi við félagið. Það er óhætt að segja að það sé spenna meðal stuðningsmanna félagsins yfir nýja leikmanninum. Fótbolti 27. júlí 2022 10:30
Pólski landsliðsmaðurinn yfirgefur Leikni Maciej Makuszewski, sem á að baki fimm leiki fyrir pólska landsliðið í fótbolta, hefur yfirgefið Leikni og heldur heim á leið. Íslenski boltinn 27. júlí 2022 10:01