Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. Fótbolti 5. ágúst 2022 07:31
Nígerískar landsliðskonur bíða enn eftir greiðslum Nígeríska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki enn fengið greitt frá knattspyrnusambandi Nígeríu, NFF, og íþróttamálaráðuneyti landsins fyrir þátttöku sína í Afríkumóti kvenna sem lauk fyrir tæpum tveimur vikum. Fótbolti 5. ágúst 2022 07:00
Kom inn af bekknum ári eftir að hún tilkynnti að skórnir væru farnir á hilluna Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir var óvænt í liði Selfyssinga í Bestu-deild kvenna í kvöld. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn ÍBV, en Hólmfríður lagði skóna á hilluna fyrir tæpu ári síðan. Íslenski boltinn 4. ágúst 2022 23:00
„Þetta voru bestu 90 mínútur sem við höfum átt í sumar“ „Ég er mjög ánægður. Við vorum betra liðið í leiknum. Við gerðum réttu hlutina, héldum boltanum á hreyfingu, fundum góðar lausnir og náðum loksins að brjóta þær niður,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar R., eftir 2-0 sigur á Aftureldingu í kvöld. Fótbolti 4. ágúst 2022 22:53
Umfjöllun og viðtöl: KR-Stjarnan 1-2 | Stjarnan stal sigrinum með seinustu spyrnu leiksins Stjarnan vann í kvöld 1-2 sigur á KR með flautumarki á Meistaravöllum í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Bæði mörk Stjörnunnar skoraði Málfríður Erna Sigurðardóttir. Íslenski boltinn 4. ágúst 2022 22:50
Chelsea kaupir Chukwuemeka frá Aston Villa Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur fest kaup á hinum 18 ára miðjumanni Carney Chukwuemeka frá Aston Villa. Enski boltinn 4. ágúst 2022 22:31
„Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. Fótbolti 4. ágúst 2022 21:42
Óskar Hrafn: „Féllum á eigið sverð í þessum leik" Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, var stoltur af frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir 3-1 tap liðsins gegn Istanbul Basaksehir í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeilar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. Fótbolti 4. ágúst 2022 21:30
Umfjöllun: Víkingur - Lech Poznan 1-0 | Dýrt kveðin vísa Ara kom Víkingum í bílstjórasætið Víkingur vann 1-0 sigur á Lech Poznan í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Liðin mætast öðru sinni í Póllandi eftir viku. Fótbolti 4. ágúst 2022 21:25
Umfjöllun: Breiðablik-Istanbul Basaksehir 1-3 | Flott frammistaða Blika dugði ekki til Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Istanbul Basaksehir með þremur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. Fótbolti 4. ágúst 2022 20:38
Umfjöllun og Viðtöl: Valur-Þór/KA 3-0 | Valskonur kláruðu leikinn snemma Topplið Vals vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í kvöld. Valskonur skoruðu tvö á fyrstu tíu mínútum leiksins. Íslenski boltinn 4. ágúst 2022 20:33
Anna Rakel Pétursdóttir: Þetta gleymist allt þegar maður kemur inn á völlinn Valur vann góðan 3-0 sigur á Þór/KA á heimavelli í Bestu deild kvenna í kvöld. Anna Rakel Pétursdóttir tók þar á móti uppeldisfélagi sínu. Hún var að vonum ánægð með leikinn. Sport 4. ágúst 2022 19:56
Umfjöllun: Selfoss-ÍBV 0-0 | Markalaust í suðurlandsslagnum Selfoss tók á móti ÍBV í sannkölluðum suðurlandsslag í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur þar sem að Selfyssingar voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik en ÍBV í þeim síðari. Bæði lið björguðu á línu í markalausu jafntefli í kvöld þar sem að mörg færi litu dagsins ljós. Íslenski boltinn 4. ágúst 2022 19:43
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-Þróttur R. 0-2| Þróttur sigraði í Mosfellsbæ Afturelding tók á móti Þrótti í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Afturelding er neðst í deildinni og þurfi á sigri að halda, ekki kom hann í dag þar sem Þróttur vann með tveimur mörkum. Lokatölur 0-2. Íslenski boltinn 4. ágúst 2022 19:15
Samúel Kári skoraði og lagði upp í stórsigri | Hólmbert og Hörður í brekku Samúel Kári Friðjónsson skoraði annað mark norska liðsins Viking er liðið vann 5-1 stórsigur gegn írska liðinu Sligo Rovers í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Íslendingaliðin Lilleström og Panathinaikos eiga hins vegar erfið verkefni fyrir höndum í seinni leiknum eftir að hafa bæði tapað í kvöld. Fótbolti 4. ágúst 2022 19:02
Óskar „heyrði einu sinni í“ Norrköping en tekur ekki við liðinu Nú virðist útséð um að Óskar Hrafn Þorvaldsson verði næsti þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Norrköping. Hann gaf enda lítið fyrir orðróminn, aðspurður um hann í gær. Fótbolti 4. ágúst 2022 15:30
Meiðsli Martials auka á hausverk nýja stjórans fyrir fyrsta leik Erik ten Hag þarf að finna út úr því hver á að leiða sóknarlínu Manchester United á sunnudag, í fyrsta leik tímabilsins, og nú er ljóst að það verður ekki Frakkinn Anthony Martial. Enski boltinn 4. ágúst 2022 14:31
„Þá rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu“ „Það getur enginn beðið eftir þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í aðdraganda stórleiksins við Istanbúl Basaksehir í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 4. ágúst 2022 14:00
Furðuðu sig á valdapýramídanum hjá FH: „Þetta er rosalega íslenskt“ Í Stúkunni í gær furðaði Guðmundur Benediktsson sig á valdapýramídanum hjá FH sem hefur átt afar erfitt sumar. Íslenski boltinn 4. ágúst 2022 12:30
Upphitun fyrir elleftu umferð: „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan“ Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta með EM-förunum Söndru Sigurðardóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. Íslenski boltinn 4. ágúst 2022 12:01
„Höfum ekkert öryggisnet lengur“ Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, segir að Íslands- og bikarmeistararnir mæti brattir til leiks gegn Lech Poznan. Fótbolti 4. ágúst 2022 11:01
„Líst eiginlega alltof vel á þetta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga. Fótbolti 4. ágúst 2022 10:00
Spáir því að Man. United endi ofar í töflunni en Liverpool Enska úrvalsdeildin hefst á ný á morgun þegar Crystal Palace fær Arsenal í heimsókn en hin liðin í deildinni hefja síðan leik á laugardag og sunnudag. Enski boltinn 4. ágúst 2022 09:31
Frábær Gandri, FH í klandri og Þórarinn á óþarfa flandri Portúgalinn Tiago Fernandes og Guðmundur Andri Tryggvason skoruðu tvennu hvor um sig í gærkvöld þegar tveir leikir fóru fram í Bestu deildinni í fótbolta. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Íslenski boltinn 4. ágúst 2022 08:31
Öllum leikmönnum skylt að læra um samþykki fyrir kynlífi Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa kynnt nýjar reglur til að sporna gegn því að leikmenn og þjálfarar liðanna í deildinni brjóti af sér kynferðislega. Enski boltinn 4. ágúst 2022 07:33
Ensku þjóðhetjurnar skora á stjórnvöld Leikmenn nýkrýndra Evrópumeistara, Englands, hafa skrifað undir opið bréf til verðandi forsætisráðherra Bretlands þar sem skorað er á hann að veita öllum stúlkum í landinu tækifæri til þess að æfa og spila fótbolta í skólum sínum. Fótbolti 4. ágúst 2022 07:01
Umfjöllun og viðtal: Valur-FH 2-0 | Óli Jó lagði fyrrverandi lærisveina sína að velli Valur bar sigur úr býtum þegar liðið fékk FH í heimsókn á Origo-völlinn að Hlíðarenda Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði bæði mörk Vals í 2-0 sigri liðsins. Íslenski boltinn 3. ágúst 2022 22:47
Himinn og haf á milli mats félaganna á virði Seskos Forráðamenn Manchester United eru í viðræðum við kollega sína RB Salzburg um kaup á hinum afar spennandi framherja Benjamin Sesko. Fótbolti 3. ágúst 2022 22:28
Helgi Sigurðsson: Við getum farið allt sem við viljum Valsmenn unnu góðan 2-0 sigur á FH í Bestu deild karla í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hafnaði því að mæta í viðtöl eftir leik af virðingu við leikmenn FH sem hann þjálfaði aðeins fyrir nokkrum vikum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari, var gríðarlega sáttur í leikslok. Sport 3. ágúst 2022 22:09
Chelsea bauð betur en Man.City í Cucurella Chelsea hefur komist að samkomulagi við Brighton um kaupverð á Marc Cucurella. Enskir fjölmiðlar segja að Chelsea muni greiða rúmlega 52 milljónir punda fyrir spænska vinstri bakvörðinn. Fótbolti 3. ágúst 2022 22:03