Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Við erum öflugir í lok leikja“

„Mér líður rosa vel. Þetta eru bestu sigrarnir, að vinna með einu marki í restina. Ég held að þetta sé níunda markið sem við skorum í sumar á síðasta korterinu þannig við erum öflugir í lok leikja,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, sáttur eftir 2-1 sigur á Leikni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristian Nökkvi lék lungann úr leiknum

Kristian Nökkvi Hlynsson lék í 85 mínútur sem sóknartengiliður fyrir Ajax II þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Telstar í hollensku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

RB Leipzig að landa Werner

Timo Werner mun ganga til liðs við RB Leipzig frá Chelsea í vikunni en þýska félagið mun greiða um það bil 30 milljónir evra fyrir hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán Teitur lagði upp í sigri

Stefán Teitur Þórðarson átti stoðsendinguna eitt marka Silkeborgar þegar liðið bar 3-1 sigur úr býtum í leik sínum við AaB í fjórðu umferð dönsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í dag. 

Sport
Fréttamynd

Albert byrjar nýtt tímabil afar vel

Albert Guðmundsson, landsliðsamaður í fótbolta, skoraði tvö marka Genoa þegar liðið lagði Benevento að velli, 3-2, í 64 liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona segir nú­verandi samning Frenki­e de Jong ó­lög­legan

Stjórn Barcelona vill ógilda núverandi samning Frenkie de Jong þar sem hún telur að samningurinn sé ekki löglegur. Forverar núverandi stjórnar voru við stjórnvölin er skrifað var undir og segja allt hafa verið gert eftir lögum og reglum. Núverandi stjórn er tilbúin að fara með málið fyrir dómstóla.

Fótbolti
Fréttamynd

Everton vill Púllara til að stoppa í götin

Everton leitar lifandi ljósi að miðverði eftir að tveir slíkir fóru meiddir af velli í fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni við Chelsea um helgina. Leikmaður sem er uppalinn hjá Liverpool þykir tilvalinn.

Enski boltinn