Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Miloš tekur við Rauðu stjörnunni eftir að Stan­ko­vić sagði upp

Miloš Milojević er tekinn við Rauðu Stjörnunni. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins frá 2019 til 2021 en þjálfaraferill hans hófst hér á landi er hann þjálfaði yngri flokka Víkings og svo meistaraflokk félagsins í kjölfarið. Hann færði sig yfir til Breiðabliks áður en leið hans lá til Svíþjóðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán Teitur mætir West Ham | Vaduz á mögu­leika

Dregið var í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta nú rétt eftir hádegi. Stefán Teitur Þórðarson og félagar í danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg fara til Lundúna og mæta enska úrvalsdeildarliðinu West Ham United. Þá fer Björn Bergmann Sigurðarson til Írlands.

Fótbolti
Fréttamynd

„Held að pressan sé á­líka mikil á báðum liðum“

„Leggst vel í mig, það er alltaf tilhlökkun fyrir þennan leik. Þetta er leikurinn sem allir vilja komast í, stærsti leikur ársins hverju sinni og eðlilega tilhlökkun fyrir slíkum leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari bikarmeistara Breiðabliks. Lið hans getur varið titilinn er það mætir Íslandsmeisturum Vals á Laugardalsvelli á laugardag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnari frjálst að velja Aron Einar

Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð.

Fótbolti
Fréttamynd

Með varnar­leik skal landið byggja

Þau voru ekki ýkja mörg, mörkin í ítölsku A deildinnu um liðna helgi. Eftir fjöruga upphafsumferð þar sem 34 mörk litu dagsins ljós var önnur umferðin afturhvarf til níunda áratugarins hvað varðar markaskorun. 13 urðu mörkin alls. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Nú er komið að okkur“

Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fögnuðu innilega þegar þeir drógust í dauðariðilinn

Leikmenn tékkneska meistaraliðsins Viktoria Plzen fylgdust spenntir með þegar dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í gær. Liðið lenti í dauðariðlinum, en í stað þess að óttast verðandi andstæðinga sína fögnuðu leikmenn liðsins drættinum innilega.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þegar þú tapar 7-1 þá ferðu ekki fyrst í að kenna dómaranum um“

„Við getum ekki farið frá þessum leik nema ræða aðeins Aftureldingu,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, í seinasta þætti eftir að Afturelding steinlá gegn Stjörnunni, 7-1. Afturelding situr í næst neðsta sæti deildarinnar og er á barmi falls og sérfræðingar þáttarins hafa áhyggjur af liðinu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Íslendingalið Viking úr leik eftir grátlegt tap

Íslendingalið Viking frá Noregi missti af sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu er liðið tapaði 1-3 á heimavelli gegn rúmenska liðinu FCSB í kvöld. Viking vann fyrri leik liðanna 2-1, en gestirnir frá Rúmeníu tryggðu sér samanlagðan 4-3 sigur með marki í uppbótartíma í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Agla María frá út tímabilið?

Agla María Albertsdóttir varð fyrir meiðslum í 3-0 sigri liðsins á tékkneska liðinu Slovacko í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á sunnudag. Vel má vera að tímabili hennar sé lokið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hjartað stöðvar norsku stjörnuna

Norska knattspyrnukonan Caroline Graham Hansen, leikmaður Barcelona, hefur ákveðið að taka sér hlé frá norska landsliðinu og segir ástæðuna hjartavandamál.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vel upp­aldir drengir“

Skemmtileg mynd var birt á samfélagsmiðlum FC Kaupmannahafnar eftir að liðið tryggði sér sæti í riðakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sjá má myndina hér að ofan en þar sjást íslensku landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hjálpa til við að þrífa klefann að loknum fagnaðarlátunum eftir leik.

Fótbolti