Tap fyrir meisturunum í fyrsta byrjunarliðsleik Barbáru Íslenska landsliðskonan Barbára Sól Gísladóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Bröndby í Danmörku er liðið tapaði 2-0 fyrir ríkjandi meisturum HB Köge á útivelli í 2. umferð dönsku deildarinnar í kvöld. Fótbolti 11. ágúst 2021 18:00
Fleiri lið en Barcelona í vandræðum vegna nýju reglanna Nýtt tímabil í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst eftir tvo daga með leik Valencia og Getafe á föstudagskvöld. Valencia er ásamt stórliðinu Barcelona á meðal nokkurra liða í deildinni sem ekki geta skráð nýja leikmenn sína til leiks vegna nýrra fjárhagsreglna í deildinni. Fótbolti 11. ágúst 2021 17:46
Missti af mikilvægum botnslag því hann var í brúðkaupi Guðmundur Steinn Hafsteinsson var hvergi sjáanlegur er Fylkir heimsótti Keflavík í botnbaráttuslag í Pepsi Max deild karla. Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í fjarveru sóknarmannsins og sagði það vera „vegna persónulegra ástæðna.“ Íslenski boltinn 11. ágúst 2021 16:46
Aðgerðin heppnast vel og Rashford ætti því að snúa aftur í október Enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford lét loksins verða af því að fara í aðgerð á öxl en leikmaðurinn hefur spilað sárþjáður undanfarna mánuði. Eftir að Evrópumótinu lauk á eins svekkjandi hátt og mögulegt er ákvað Rashford að fara undir hnífinn. Enski boltinn 11. ágúst 2021 16:01
FH-ingar geta í kvöld komist í átta liða úrslit bikarsins sjöunda árið í röð Fimm lið munu tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í kvöld og bætast í hóp með Vestra og ÍR sem tryggði sig áfram í gærkvöldi. Íslenski boltinn 11. ágúst 2021 15:30
Harðstjórinn hættur eftir aðeins sjö vikur hjá Íslendingaliði Esbjerg Hinn þýski Peter Hyballa hefur látið af störfum sem þjálfari danska knattspyrnuliðsins Esbjerg. Hann tók við eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara en entist aðeins sjö vikur. Fótbolti 11. ágúst 2021 15:01
Bjarni Guðjóns nýr framkvæmdastjóri KR Bjarni Guðjónsson er kominn aftur í KR þar sem hann hefur verið sem leikmaður, þjálfari og aðstoðarþjálfari á síðustu árum. Aðalstjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur hefur ráðið Bjarna Guðjónsson sem næsta framkvæmdastjóra félagsins. Íslenski boltinn 11. ágúst 2021 14:46
Afhjúpa hvernig glæpamenn geta keypt ensk knattspyrnulið til að þvætta illa fengið fé Ef marka má rannsókn rannsóknarblaðamanna Al Jazeera geta glæpamenn keypt enskt knattspyrnulið með það að markmiði að þvætta illa fengið fé. Viðskipti erlent 11. ágúst 2021 14:30
Blikar flugu í sérmerktri einkaflugvél til Skotlands Breiðablik mætir skoska liðinu Abredeen annað kvöld í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar. Aberdeen vann fyrri leikinn 3-2 á Íslandi en Blikar sýndu þá að þeir eru ekki slakara liðið. Fótbolti 11. ágúst 2021 14:30
Messi áhrifin öskrandi á samfélagsmiðlum Paris Saint Germain liðsins Fylgjendum á Instagram síðu Paris Saint Germain fjölgaði um 4,5 milljónir á einum sólarhring eftir að Lionel Messi skrifaði undir hjá franska félaginu. Fótbolti 11. ágúst 2021 13:45
Þjálfarar í hefndarhug berjast um bikar í Belfast Ofurbikar Evrópu fer fram í kvöld þar sem Chelsea, sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu, og Villareal, sigurvegarar Evrópudeildarinnar, mætast. Reikna má með hörku lið þó bæði lið mæti löskuð til leiks. Fótbolti 11. ágúst 2021 13:30
Auglýsti tónleika sína eftir magnaða þrennu sem skaut ÍR áfram í bikarnum Reynir Haraldsson var óvænt hetja ÍR er liðið vann magnaðan endurkomu sigur á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Reynir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 3-2 sigri ÍR eftir að lenda 2-0 undir. Íslenski boltinn 11. ágúst 2021 12:00
Mikkelsen ekki lengi að finna sér nýtt lið Framherjinn Thomas Mikkelsen var ekki lengi að finna sér lið í heimalandinu eftir að hafa yfirgefið Breiðablik á dögunum. C-deildarlið Kolding staðfesti komu Mikkelsen nú árla morguns. Fótbolti 11. ágúst 2021 11:30
Hvernig mun Pochettino stilla upp ofurliði PSG? Lionel Messi er orðinn leikmaður París-Saint Germain. Samningurinn er undirritaður og maðurinn sem hefur verið ímynd Barcelona, og ímynd Katalóníu í hartnær tvo áratugi er mættur til Parísar að spila fyrir olíuveldið PSG. Fótbolti 11. ágúst 2021 11:01
Leonardo Bonucci: Samningur Messi hjá PSG hefur engin áhrif á framtíð Ronaldo Leonardo Bonucci, liðsfélagi Cristiano Ronaldo hjá Juventus, hefur sína á skoðun á því hvort samningur Lionel Messi og Paris Saint Germain breyti einhverju varðandi framtíð Cristiano Ronaldo hjá ítalska félaginu. Fótbolti 11. ágúst 2021 10:30
Segir Burnley þurfa á Jóhanni Berg að halda Enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi og stefnir í langt og strembið tímabil hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hjá Burnley. Liðið þarf á því að halda að bestu menn þess séu allir í toppstandi því ef svo er ekki blasið fallir við. Enski boltinn 11. ágúst 2021 10:00
Messi ánægður í París: Markmiðið er að halda áfram að vinna titla Lionel Messi hélt blaðamannafund í París í dag þar sem hann ræddi um komu sína til Frakklands og framhaldið sem leikmaður Paris Saint Germain. Fótbolti 11. ágúst 2021 09:45
Sjáðu Reyni Haralds skora þrennu á fimm mínútum í Mjólkurbikarnum í gær 2. deildarlið ÍR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær eftir 3-2 útisigur á Fjölni í Grafarvogi. Íslenski boltinn 11. ágúst 2021 09:31
Allir vilja treyju númer 30: Rosaleg röð fyrir utan PSG-búðina Það er óhætt að segja að það sé áhugi á vörum með Lionel Messi í verslun franska liðsins Paris Saint Germain. Fótbolti 11. ágúst 2021 08:30
Messi mun spila í treyju númer 30 hjá PSG Lionel Messi gekk í raðir franska stórliðsins París-Saint Germain eins og hefur eflaust ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Messi hefur feril sinn með PSG með sama númer á bakinu og hann hóf ferilinn hjá Barcelona á sínum tíma, 30. Fótbolti 11. ágúst 2021 07:30
Kominn í nýtt félag eftir að hafa sigrast á krabbameini Fílabeinsstrendingurinn Sol Bamba er genginn í raðir Middlesbrough í ensku B-deildinni frá Cardiff. Snemma árs greindist Bamba með Non-Hodkin's eitilfrumukrabbamein, en hefur nú náð fullri heilsu. Enski boltinn 11. ágúst 2021 07:02
Næst markahæsti leikmaður ensku B-deildarinnar tekur við keflinu af Ings Enska knattspyrnufélagið Southampton gekk í dag frá kaupum á sóknarmanninum Adam Armstrong frá Blackburn Rovers. Armstrong skrifaði undir fjögurra ára samning í dag. Enski boltinn 10. ágúst 2021 23:00
Jökull Andrésson stóð vaktina þegar Morecambe sló Blackburn út í enska deildarbikarnum Jökull Andrésson stóð vaktina í marki C-deildarliðsins Morecambe sem heimsótti Championship liðið Blackburn í enska deildarbikarnum í dag. Morecambe snéri taflinu við og er komið áfram eftir 2-1 sigur. Enski boltinn 10. ágúst 2021 22:17
Kórdrengir halda í við toppliðin og toppliðið fór létt með botnliðið Kórdrengir og Framarar taka þrjú stig með sér á koddann úr þeim tveim leikjum sem fram fóru í Lengjudeild karla í kvöld. Kórdrengir unnu sterkan 2-1 sigur þegar Afturelding mætti í heimsókn og Topplið Fram vann öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Víkinga frá Ólafsvík. Íslenski boltinn 10. ágúst 2021 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. Íslenski boltinn 10. ágúst 2021 21:11
Arnar Hallsson: Sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wembley eða eitthvað stærra Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. Fjölnir var með forystu í hálfleik en detta út því leikmenn liðsins slökktu á sér á þessum kafla. Þjáflari ÍR, Arnar Hallson var að vonum í skýjunum með leik liðsins og úrslitin. Íslenski boltinn 10. ágúst 2021 21:04
Tíu leikmenn Malmö hentu Steven Gerrard og lærisveinum hans úr Meistaradeildinni Skoska liðið Rangers, undir stjórn Steven Gerrard, er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap á heimavelli gegn sænska liðinu Malmö FF. Svíarnir unnu fyrri leikinn einnig 2-1 og samanlögð úrslit því 4-2. Fótbolti 10. ágúst 2021 21:01
Messi orðinn leikmaður Paris Saint-Germain Argentíski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi er orðinn leikmaður Paris Saint-Germain í Frakklandi. Messi skrifaði undir tveggja ára samning fyrr í kvöld. Fótbolti 10. ágúst 2021 20:47
Rúnar Már og félagar úr leik í Meistaradeildinni Rúnar Már Sigurjónsson og félagar hans í CFR Cluj frá Rúmeníu eru úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-1 tap á útivelli gegn svissneska liðinu Young Boys. Fyrri leikurinn endaði 1-1 í Rúmeníu og samanlögð úrslit því 4-2, svissneska liðinu í vil. Fótbolti 10. ágúst 2021 20:30
Vestri skoraði fjögur á sjö mínútum og er á leið í átta liða úrslit Það var Lengjudeildarslagur þegar að Vestri tók á móti Þór í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Markalaust var í hálfleik, en heimamenn skoruðu fjögur í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan 4-0 sigur. Íslenski boltinn 10. ágúst 2021 20:02