Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Fleiri lið en Barcelona í vandræðum vegna nýju reglanna

Nýtt tímabil í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst eftir tvo daga með leik Valencia og Getafe á föstudagskvöld. Valencia er ásamt stórliðinu Barcelona á meðal nokkurra liða í deildinni sem ekki geta skráð nýja leikmenn sína til leiks vegna nýrra fjárhagsreglna í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjarni Guðjóns nýr framkvæmdastjóri KR

Bjarni Guðjónsson er kominn aftur í KR þar sem hann hefur verið sem leikmaður, þjálfari og aðstoðarþjálfari á síðustu árum. Aðalstjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur hefur ráðið Bjarna Guðjónsson sem næsta framkvæmdastjóra félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hvernig mun Pochettino stilla upp ofur­liði PSG?

Lionel Messi er orðinn leikmaður París-Saint Germain. Samningurinn er undirritaður og maðurinn sem hefur verið ímynd Barcelona, og ímynd Katalóníu í hartnær tvo áratugi er mættur til Parísar að spila fyrir olíuveldið PSG.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Burnl­ey þurfa á Jóhanni Berg að halda

Enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi og stefnir í langt og strembið tímabil hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hjá Burnley. Liðið þarf á því að halda að bestu menn þess séu allir í toppstandi því ef svo er ekki blasið fallir við.

Enski boltinn
Fréttamynd

Messi mun spila í treyju númer 30 hjá PSG

Lionel Messi gekk í raðir franska stórliðsins París-Saint Germain eins og hefur eflaust ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Messi hefur feril sinn með PSG með sama númer á bakinu og hann hóf ferilinn hjá Barcelona á sínum tíma, 30.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar Hallsson: Sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wembley eða eitthvað stærra

Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. Fjölnir var með forystu í hálfleik en detta út því leikmenn liðsins slökktu á sér á þessum kafla. Þjáflari ÍR, Arnar Hallson var að vonum í skýjunum með leik liðsins og úrslitin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Már og félagar úr leik í Meistaradeildinni

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar hans í CFR Cluj frá Rúmeníu eru úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-1 tap á útivelli gegn svissneska liðinu Young Boys. Fyrri leikurinn endaði 1-1 í Rúmeníu og samanlögð úrslit því 4-2, svissneska liðinu í vil.

Fótbolti