Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Grealish og Messi „peð“ í pólitískri pissukeppni

Nýleg kaup stórliðanna Manchester City og Paris Saint-Germain á Jack Grealish og Lionel Messi hafa vakið mikla athygli. Merkilegt þykir að félögin geti eytt eins miklum peningum og raun ber vitni á meðan önnur félög berjast í bökkum eftir fjárhagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins.

Fótbolti
Fréttamynd

Hafa selt 13 þúsund miða fyrir leikinn við Breiðablik

Skoska liðið Aberdeen býst við fleiri áhorfendum en sést hafa í langan tíma á Pittodrie-vellinum er Breiðablik kemur í heimsókn annað kvöld. Liðin eigast við í síðari leik einvígis síns í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en Aberdeen leiðir einvígið 3-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg og eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins

Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Leikið var á Würth vellinum í Árbænum undir flóðljósunum og skapaðist fínasta stemmning á leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kepa kom inn fyrir vítakeppnina og tryggði Chelsea Ofurbikarinn

Chelsea vann Villarreal 6-5 í vítaspyrnukeppni til að tryggja sér Ofurbikar Evrópu í fótbolta á Windsor Park í Belfast í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerði skiptingu undir lok framlengingar sem hafði mikið að segja um úrslitin.

Fótbolti
Fréttamynd

Amanda og Ingibjörg áfram í bikarnum eftir stórsigur

Vålerenga vann 6-0 sigur á Ull/Kisa í 2. umferð norsku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld og komst þar með áfram í næstu umferð. Hin unga Amanda Jacobsen Andradóttir var í byrjunarliði Vålerenga en Ingibjörg Sigurðardóttir fékk hvíld.

Fótbolti