Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Klósettröðin

Þótt ég sé búsett í Bretlandi og Brexit vofi yfir hef ég ekki gripið til nokkurra varúðarráðstafana. Fari svo að Bretland hverfi samningslaust úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi er spáð bæði matvæla- og lyfjaskorti í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Góðan dag, gamla Ísland

Osló – Margt virðist nú benda til að Trump Bandaríkjaforseti og nokkrir menn aðrir handgengnir honum verði að endingu dæmdir í fangelsi þar sem nokkrir nánir samstarfsmenn forsetans sitja nú þegar fyrir ýmis brot, þ. á m. fv. lögfræðingur forsetans.

Skoðun
Fréttamynd

Einfaldar kenningar

Tíu ár eru síðan kenning blaðamannsins Malcolm Gladwell tröllreið popp-vísindaheiminum og breytti því hvaða augum við lítum velgengni. Í bókinni Outliers: The story of success fjallaði Gladwell um rannsókn sem átti að sýna fram á hina einu réttu leið til að ná árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Tæpitungulaust – og hvergi feilnóta

Washington, D.C. – Hann er flugmælskur eins og nær allir Íslendingar vita og margir aðrir. Hitt vita færri að hann er einnig rithöfundur af guðs náð svo sem marka má af nýrri bók hans, Tæpitungulaust, og kom út á sunnudaginn var.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki svo viss

Kosningar liggja í loftinu í Bretlandi og Boris Johnson, forsætisráðherra, er byrjaður í kosningabaráttu. Hann ferðast um og útdeilir af herkænsku óútfylltum ávísunum í málefni sem rýnihópar ráða að brenni á kjósendum.

Skoðun
Fréttamynd

Efnahagur og heilbrigði

Reykjavík – Hrun Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja í Evrópu 1989-1991 vakti bjartar vonir sem hafa sumar rætzt.

Skoðun
Fréttamynd

Hagfræðingur sem gerði gagn

Ég hitti hann fyrst á fundi í Tennessee 1985. Hann hét Martin Weitzman og var þá rösklega fertugur prófessor í hagfræði í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT) en hann færði sig nokkrum árum síðar yfir í Harvard-háskóla hinum megin við Charles-ána sem rennur í gegnum Boston.

Skoðun
Fréttamynd

Dagur í lífi…

Hvellur Star Wars-hringi­tónn, svartlakkaðar táneglur undan hlýrri sæng, hægur andardráttur, fegurð, enginn tími, kalt gólf, Kirkland-sokkar, sjúskaðar gallabuxur.

Bakþankar
Fréttamynd

Snákagryfjan

Ég vann einu sinni sem leiðsögumaður. Verkefni mín fólust í að leiða stóreygða Bandaríkjamenn með áletraðar derhúfur um götur Reykjavíkur og kynna fyrir þeim það sem Ísland hefur upp á að bjóða.

Bakþankar
Fréttamynd

Föst við sinn keip?

Samtök atvinnulífsins birtu í fyrri viku furðufrétt sem hefst svo: "Meðallaun á Íslandi voru hæst meðal OECD-ríkjanna árið 2018. Meðallaunin voru 66.500 Bandaríkjadollarar en næst komu Lúxemborg með tæplega 65.500 og síðan Sviss með rúmlega 64.000 dollara.

Skoðun
Fréttamynd

Fordómar fordæmdir

Þjóðernisfélagshyggjumenn eru að reyna að ryðja sér til rúms á Íslandi. Þeir hafa opnað vef, mætt á fjölfarna staði og gengið í hús til að breiða út boðskap sinn um andúð gegn útlendingum.

Bakþankar
Fréttamynd

Einsleitir stöndum vér

Eitt það besta við að vinna í Reykjavík er að þar finnst samtíningur af ýmsu sauðahúsi frá öllum fjórðungum. Eitt sinn vann ég með Ódysseifi einum að austan sem sagði mér sögur af sjóara sem sigldi inn fjörðinn löngu eftir að búið var að telja hann af.

Bakþankar
Fréttamynd

Eitur og frekjur

Eru það mannréttindi að þurfa ekki að sitja fastur í umferðarteppu? Samkvæmt nýstárlegri túlkun varaborgarfulltrúa Flokks fólksins á stjórnskipunarlögum er svarið já.

Skoðun
Fréttamynd

Skuggi karla

Ákveðnar vísbendingar eru um að hlandskálin fræga – The Urinal Fountain – sem bylti myndlistinni og kennd hefur verið við hinn fransk-bandaríska Marcel Duchamp, sé alls ekki hans hugmynd.

Skoðun
Fréttamynd

Huggulegt matarboð

Fátt er indælla en að fá góða vini í heimsókn og eiga saman gleðiríkar eða bljúgar stundir.

Skoðun
Fréttamynd

Albanar taka til hendinni

Stokkhólmi – Fimm lönd sem Evrópusambandið kallar umsóknarlönd (e. candidate countries) bíða þess nú að vera tekin inn í sambandið. Þau eru Albanía, Norður-Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Tyrkland.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnuleysi

Stjórnmálaflokkar hafa í gegnum tíðina gert kjósendum auðveldara með að átta sig á hvar á hinum pólitíska ási frambjóðendur og stjórnmálamenn standa.

Skoðun
Fréttamynd

Máttur lyginnar

Ísland dróst óvænt inn í Brexit hringavitleysuna í vikunni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gerir sér nú dælt við Donald Trump í von um fríverslunarsamning við Bandaríkin þegar Bretar segja skilið við Evrópusambandið.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.