

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, vill bæta við öðrum leikmanni við hópinn sinn fyrir komandi tímabil.
Framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar er í mikilli óvissu en hann er ekki í leikmannahópi Swansea í æfingaleik á móti Birmingham í dag.
Liverpool hefur gefist upp á að reyna að fá gíneska miðjumanninn Naby Keïta frá RB Leipzig.
Gary Megson er kominn aftur til enska úrvalsdeildarliðsins West Brom.
Monaco hafnaði þriðja tilboði Arsenal í franska miðjumanninn Thomas Lemar.
Dean Saunders vill að Liverpool steli Gylfa Þór af Everton frá Swansea.
Velskir miðlar telja ólíklegt úr þessu að Gylfi Þór Sigurðsson fari til Everton.
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, er ekki hættur að styrkja liðið sitt fyrir titilvörnina í ensku úrvalsdeildinni og nú vill Ítalinn fá leikmanna að láni frá þýsku meisturunum.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, býst við Sílemanninum Alexis Sanchez á sína fyrstu æfingu á sunnudaginn. Það er hinsvegar óvíst hvort kappinn hafi heilsu til.
Manchester United hefur í langan tíma verið á eftir velska knattspyrnusnillingnum Gareth Bale og nú hefur smá gluggi opnast samkvæmt nýjustu fréttum frá Spáni.
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic líkir sjálfum sér við King Kong í nýjustu færslu sinni á Instagram.
Enska knattspyrnusambandið ætlar að taka mjög hart á því ef leikmenn gera sig seka um að ráðast að dómurum í grasrótarfótboltanum í Englandi.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, talaði vel um franska miðjumanninn Paul Pogba eftir leik Manchester United og Barcelona í nótt og Portúgalinn setti Pogba í flokk með bestu knattspyrnumönnum heims.
Íslenska 21 árs landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í leiknum um 11. sætið á HM 21 árs landsliða í Alsír. Þetta var þriðja tap íslensku strákanna í röð á mótinu.
Hjörvar Hafliðason hitti eina skærustu stjörnu enska boltans á dögunum.
Chelsea og Tottenham voru í titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þar sem Chelsea hafði betur. Chelsea sló Tottenham einnig út úr undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Nú hefur knattspyrnustjóri ensku meistaranna í Chelsea ýjað að metnaðarleysi hjá nágrönnunum sínum í Tottenham.
Barcelona vann 1-0 sigur á Manchester United í Washington í nótt en þetta var síðasti leikur enska liðsins í alþjóðlega æfingamótinu International Champions Cup.
Manchester City er greinilega komið í gírinn fyrir leik sinn á Laugardalsvöllinn í næstu viku en liðsmenn Pep Guardiola fóru illa með Evrópumeistara Real Madrid í æfingaleik í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur hafið aftur æfingar með aðalliði Swansea City en Wales Online segir frá þátttöku íslenska landsliðsmannsins á æfingu velska liðsins í dag.
Sky Sports fullyrðir að hollenski varnarmaðurinn sé á leið til Liverpool, þrátt fyrir allt.
Segir óvíst hvort að Everton ætli að bjóða í Gylfa Þór aftur.
Manchester City hefur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Aðallið Swansea mætir aftur til æfinga í heimabyggð í dag og þar verða mál Gylfa Þórs Sigurðssonar í brennidepli.
Þrjú mörk þýsku meistaranna á fyrstu 30 mínútunum afgreiddu Englandsmeistara Chelsea.
Bauð 40 milljónir punda í íslenska landsliðsmanninn en tilboðinu var hafnað umsvifalaust.
Brasilíumaðurinn Kenedy fór heim frá Kína með skottið á milli lappanna.
Það er sagt að vörnin vinni titla og forráðamenn Manchester City ætla að greinilega að láta reyna á þá kenningu ef marka má hvað félagið er tilbúið að eyða miklum pening í að styrkja sig á þeim enda vallarins.
Meiðsli eru daglegt brauð hjá íþróttaliðum en þegar fótboltaliðin missa leikmenn í meiðsli þá eru þau að eyða stórum fjárhæðum í að borga mönnum laun sem ekkert geta hjálpað liðunum.
Chelsea-maðurinn Pedro Rodríguez endaði á sjúkrahúsi eftir æfingaleik Chelsea og Arsenal um helgina en tímabilið er þó ekki í hættu hjá spænska framherjanum.
Forráðamenn Swansea City voru ekki lengi að hafna tilboði Everton í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson.