Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Skytturnar unnu lífsnauðsynlegan sigur

    Lærisveinar Arsene Wenger komust aftur á sigurbraut í 3-0 sigri Arsenal á heimavelli gegn Bournemouth í enska boltanum í dag en Danny Welbeck og Alexandre Lacazette sáu um markaskorunina í leiknum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kante reyndist hetjan á gamla heimavellinum

    NGolo Kante skoraði annað marka Chelsea og markið sem reyndist vera sigurmarkið í 2-1 sigri ensku meistaranna í Chelsea gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var þriðji sigur Chelsea í röð.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tíu leikmenn Liverpool flengdir á Etihad

    Liverpool fékk stóran skell í 0-5 tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum í dag en eftir rautt spjald á Sadio Mane undir lok fyrri hálfleiksins var greinilegt í hvað stefndi og keyrðu heimamenn yfir þá rauðklæddu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Þungskýjað yfir Emirates

    Það er þungskýjað yfir Emirates vellinum þessa dagana. Arsenal steinlá fyrir Liverpool, 4-0, í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið og situr í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir þrjá leiki. Aðeins West Ham (10) hefur fengið á sig fleiri mörk en Arsenal (8) í fyrstu þremur umferðunum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Heavy metallinn hljómar áfram á Anfield

    Liverpool hefur farið vel af stað á þriðja tímabilinu undir stjórn Jürgens Klopp. Þjóðverjinn er í miklum metum á Anfield og honum er treyst fyrir því að koma Liverpool aftur í hóp þeirra bestu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hætta á verstu byrjun Arsenal í 35 ár

    Ef Arsenal tapar fyrir Bournemouth á Emirates á laugardaginn verður það versta byrjun liðsins í 35 ár. Það verður jafnframt versta byrjun Arsenal síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Scudamore: Flestir stjórar vildu lokun gluggans

    Í dag var tekin ákvörðun um að loka félagsskiptaglugganum í ensku úrvalsdeildinni fyrr á næsta tímabili. Richard Scudamore, forseti ensku úrvalsdeildarinnar, sagði ákvörðunina ekki einróma en engan reiðan með niðurstöðuna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Koeman: Rooney olli mér vonbrigðum

    Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, segir Wayne Rooney hafa valdið honum miklum vonbrigðum með hegðun sinni. Rooney var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis í síðustu viku.

    Enski boltinn