Madrid gerir tilboð í Robben Real Madrid hefur lagt fram tilboð hollenska vængmannin Arjen Robben hjá Chelsea, samkvæmt umboðsmanni leikmannsins. Spænsku meistararnir hafa verið mikið orðaðir við Robben í sumar, og nú hafa þeir boðið 13,5 milljónir punda í leikmanninn. Enski boltinn 16. júlí 2007 11:20
Malouda byrjar vel hjá Chelsea Florent Malouda spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í gær og óhætt er að segja að hann hafi staðið sig með prýði. Í æfingaleik gegn Club America lenti Chelsea undir áður en Malouda skoraði glæsilegt mark á 75 mínútu. Níu mínútum síðar átti Malouda ágæta fyrirgjöf á fyrirliðann John Terry, sem tryggði Chelsea sigur með skallamarki. Enski boltinn 15. júlí 2007 15:35
Peter Crouch kostar 20 milljónir punda Forráðamenn Liverpool hafa gefið það út að liðið muni ekki selja Peter Crouch fyrir minna en 20 milljónir punda. Þetta kemur í kjölfar þess að Aston Villa, Newcastle og Manchester City hafa lýst yfir áhuga sínum á leikmanninum. Enski boltinn 15. júlí 2007 14:36
Newcastle og Chelsea á eftir Cannavaro Ensku Úrvalsdeildarliðin Chelsea og Newcastle eru nú að berjast um þjónustu Fabio Cannavaro hjá Real Madrid, en þessar fréttir koma í kjölfar þess að nýr þjálfari Real, Bernd Schuster, hefur sagt að ekki væri þörf fyrir Cannavaro lengur hjá liðinu. Enski boltinn 15. júlí 2007 14:25
Mancini orðaður við Liverpool Liverpool eru orðaðir við kaup á Alessandro Mancini, leikmann Roma samkvæmt umboðsmanni leikmannsins, Gilmar Veloz. Mancini átti frábært tímabil með Roma á síðasta tímabili. Veloz segir að hann hafi talað við Rafa Benitez, framkvæmdastjóra Liverpool, en tekur það fram að engar samningsviðræður hafi átt sér stað á milli liðanna. Enski boltinn 14. júlí 2007 19:18
Æfingaleikir ensku Úrvalsdeildarliðanna Nokkur Úrvalsdeildarlið eru byrjuð að spila æfingaleiki til að stilla lið sín fyrir komandi átök í deildinni. West Ham, Arsenal, Liverpool, Portsmouth, Manchester City og Bolton sigruðu öll leiki sína í gær. Sven-Göran Erikson stjórnaði City til sigurs gegn Doncaster í fyrsta leik sínum sem framkvæmdastjóri. Enski boltinn 14. júlí 2007 17:29
Mourinho býst ekki við að kaupa fleiri leikmenn José Mourinho segir að kaupin á Florent Malouda séu sennilega síðustu kaup Chelsea í sumar. Mourinho kvartaði sáran yfir að vera með of lítinn hóp á síðasta tímabili þegar mikið var um meiðsli innan liðsins, og því var búist við að hann myndi kaupa marga leikmenn í sumar. Enski boltinn 14. júlí 2007 17:02
City kaupir Svisslending fyrir metupphæð Enska Úrvalsdeildarliðið Manchester City hefur landað hinum efnilega Gelson Fernandes, 20 ára svissneskum miðjumanni. City keypti leikmanninn frá Sion fyrir 3,8 miljónir punda sem er met í svissnesku deildinni. Enski boltinn 14. júlí 2007 14:38
Fer Shevchenko aftur til A.C. Milan? Eigandi Chelsea, Roman Abramovich, ætlar að tala við Andriy Shevchenko áður en ákveðið verður hvort að leikmaðurinn verði seldur aftur til A.C. Milan með miklu tapi. Shevchenko var keyptur til Chelsea frá Milan fyrir síðasta tímabil fyrir 30 milljónri punda. Enski boltinn 14. júlí 2007 14:24
Umboðsmaður: Ljungberg spilar ekki með öðru liði á Englandi Freddie Ljungberg, miðjumaður Arsenal, fer ekki til annars liðs í Úrvalsdeildinni samkvæmt umboðsmanni hans, Claes Elefalk. Allt lítur út fyrir að leikmaðurinn sé á förum frá Arsenal í sumar og hafa lið Manchester City og Sunderland verið orðuð við leikmanninn. Enski boltinn 13. júlí 2007 16:45
Liverpool kaupir Babel Liverpool hefur klófest hollenska landsliðsmanninn Ryan Babel frá Ajax og hefur hann skrifað undir fimm ára samning við félagið. Talið er að Liverpool pungi út 11,5 milljónum punda fyrir leikmanninn. Enski boltinn 13. júlí 2007 14:05
AZ Alkmaar býður Grétari Rafni nýjan samning Hollenska liðið AZ Alkmaar hefur boðið íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni nýjan samning við félagið. Þetta sýnir að félagið ætli sér að halda Grétari í herbúðum liðsins, en enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough hefur verið á eftir honum. Enski boltinn 13. júlí 2007 13:00
Handökuskipun gefin út á hendur Joorabchian í Brasilíu Hugsanlegur flutningur Carlos Tevez til Manchester United gæti verið í hættu eftir að fréttir bárust um að Brasilía hefði gefið út handtökuskipun á hendur Kia Joorabchian. Joorabchian er formaður MSI, félagsins sem á samning Tevez. Enski boltinn 13. júlí 2007 09:29
Boulahrouz lánaður til Sevilla Varnarmaðurinn Khalid Boulahrouz hjá Chelsea hefur verið lánaður til Sevilla á Spáni. Boulahrouz var keyptur til Chelsea fyrir 7 miljónir punda á síðustu leiktíð en féll úr náðinni hjá Jose Mourinho knattspyrnustjóra. Talið er að þessi viðskipti Chelsea og Sevilla gætu orðið til að greiða leið bakvarðarins Daniel Alves til Chelsea frá Sevilla, en félögin eru í viðræðum um hann þessa dagana. Enski boltinn 12. júlí 2007 21:50
Tevez fer í læknisskoðun í Manchester á miðvikudag Sky fréttastofan greinir frá því í kvöld að Carlos Tevez muni fara í læknisskoðun hjá Manchester United strax eftir helgina, eða þegar hann lýkur keppni með argentínska landsliðinu á Copa America. Enski boltinn 12. júlí 2007 19:49
Benayoun semur við Liverpool Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool gekk í dag frá kaupum á ísraelska miðjumanninum Yossi Benayoun frá West Ham fyrir um 5 milljónir punda og hefur hann skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Benayoun er 25 ára gamall og hefur Rafa Benitez stjóri Liverpool verið lengi með augun á honum. Enski boltinn 12. júlí 2007 19:29
Ajax samþykkir tilboð Liverpool í Babel Hollenska félagið Ajax hefur nú loksins komist að samkomulagi við Liverpool um sölu á útherjanum Ryan Babel. Sagt er að kauvirðið sé 17 milljónir evra og að Babel muni skrifa undir fimm ára samning við enska félagið. Enski boltinn 12. júlí 2007 15:45
Fowler í viðræðum við Sydney FC Framherjinn Robbie Fowler er nú kominn til Ástralíu þar sem hann mun funda með forráðamönnum Sydney FC með það fyrir augum að semja við félagið. Fowler er með lausa samninga eftir að hann var látinn fara frá Liverpool í vor og gæti fetað í fótspor Dwight Yorke sem spilaði með ástralska liðinu um nokkurt skeið. Enski boltinn 12. júlí 2007 15:07
Sven-Göran lokkaði mig til City Ítalski framherjinn Rolando Bianchi segir að það hafi verið knattspyrnustjórinn Sven-Göran Eriksson sem náði að lokka sig til Manchester City frá Reggina á Ítalíu. Framherjinn er nú í læknisskoðun á Englandi og skrifar undir samning við félagið strax að henni lokinni. Enski boltinn 12. júlí 2007 14:48
Alves vill ólmur fara til Chelsea Umboðsmaður bakvarðarins Daniel Alves hjá Sevilla hefur farið þess á leit við félagið að það lækki verðmiðann á leikmanninum svo hann geti farið til Chelsea eins og hann óski sér. Alves vill ólmur ganga til liðs við ensku bikarmeistarana en Sevilla er sagt heimta 20 miljónir evra fyrir hann. Enski boltinn 12. júlí 2007 14:43
Sagna semur við Arsenal Arsenal gekk í dag frá kaupum á varnarmanninum Bakari Sagna frá franska félaginu Auxerre fyrir óuppgefna upphæð. Sagna hefur skrifað undir langtíma samning við Arsenal og er sagður geta spilað flestar stöður í vörninni sem og á miðjunni. Hann er 24 ára gamall og hefur unnið sér sæti í franska landsliðinu þó hann hafi enn ekki fengið að spila leik. Enski boltinn 12. júlí 2007 14:39
Hertha samþykkir tilboð Tottenham í Boateng Þýska knattspyrnufélagið Hertha Berlín hefur samþykkt 5 milljón punda kauptilboð Tottenham í miðjumanninn Kevin-Prince Boateng. Boateng þessi hefur verið í herbúðum Hertha síðan hann var sjö ára gamall og er í U-21 árs liði Þjóðverja. Sevilla hefur einnig verið á höttunum eftir Boateng. Enski boltinn 12. júlí 2007 14:33
Owen: Ég er ekki að fara frá Newcastle Framherjinn Michael Owen ítrekar að hann sé ánægður í herbúðum Newcastle og hefur lofað stuðningsmönnum félagsins að hann fari ekki frá því eins og skrifað hefur verið um í bresku blöðunum. Enski boltinn 12. júlí 2007 13:11
Chris Baird til Fulham Norður-Írski landsliðsmaðurinn Chris Baird gekk í dag í raðir Fulham í ensku úrvalsdeildinni frá Southampton. Baird hafði verið á leið til liðs við Sunderland fyrir 3 milljónir punda, en hann kaus heldur að ganga í raðir Fulham þegar félagið hækkaði tilboð sitt á síðustu stundu. Baird mun því spila undir stjórn fyrrum landsliðsþjálfara síns Lawrie Sanchez á næstu leiktíð. Enski boltinn 12. júlí 2007 13:07
Heinze stoltur yfir áhuga Liverpool Vinstri bakvörðurinn Gabriel Heinze hefur viðurkennt að hann sé stoltur yfir því að vera orðaður við Liverpool, en hann er líka spenntur yfir því að landsliðsfélagi hans hjá Argentínu, Carlos Tevez, sé hugsanlega á leið til Manchester United. Heinze skoraði í gær fyrsta mark Argentínu í 3-0 sigri á Mexíkó í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninni. Enski boltinn 12. júlí 2007 09:32
Wilhelmsson á leið í ensku úrvalsdeildina? Sænski útherjinn Christian Wilhelmsson er nú sterklega orðaður við ensku úrvalsdeildina, en forseti Roma hefur tilkynnt að hann verði ekki áfram hjá félaginu. Wilhelmsson er leikmaður Nantes í Frakklandi en var í láni hjá Roma á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig prýðilega. Hann hefur nú verið orðaður við Manchester City á Englandi þar sem landi hans Sven-Göran Eriksson er orðinn knattspyrnustjóri. Enski boltinn 11. júlí 2007 16:27
Ken Bates kaupir Leeds aftur Ken Bates verður áfram við stjórn hjá enska knattspyrnuliðinu Leeds United eftir að hafa unnið kapphlaupið um að kaupa liðið. Liðið féll úr næstefstu deild síðastliðið haust, eftir að hafa farið fram á greiðslustöðvun til að koma í veg fyrir gjaldþrot félagsins. Enski boltinn 11. júlí 2007 14:52
Nugent til Portsmouth Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á enska landsliðsframherjanum David Nugent frá Preston fyrir 6 milljónir punda. Nugent hefur skrifað undir fjögurra ára samning við úrvalsdeildarfélagið og stóðst læknisskoðun í morgun. Hann er 22 ára gamall og vann sér sæti í enska landsliðinu á síðustu leiktíð þrátt fyrir að leika utan úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 11. júlí 2007 13:44
Mourinho: Pressan er öll á United Jose Mourinho vill lítið tjá sig um vasklega framgöngu keppinauta hans í Manchester United á leikmannamarkaðnum í sumar en segir að aukin umsvif félagsins í sumar geri ekkert annað en að auka pressuna á þá rauðu. Enski boltinn 11. júlí 2007 11:55
Sunderland að kaupa Chopra Nýliðar Sunderland í ensku úrvalsdeildinni eru nú að leggja lokahönd á að ganga frá kaupum á framherjanum Michael Chopra frá Cardiff fyrir um 5 milljónir punda. Chopra spilaði um hríð með Newcastle og er 23 ára gamall. Hann skoraði 22 mörk fyrir Cardiff í Championship deildinni á síðustu leiktíð. Enski boltinn 11. júlí 2007 11:52