Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Bolton kaupir Wilhelmsson

    Sænski landsliðsmaðurinn Christian Wilhelmsson hefur gengið til liðs við Bolton frá Nantes fyrir 2,1 milljónir punda. Wilhelmsson, sem hefur spilað 40 leiki fyrir hönd Svía, skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Leikmaðurinn hafði einnig verið orðaður við Manchester City og Tottenham.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    City og Tottenham á eftir Petrov

    Manchester City og Tottenham eru bæði á eftir hinum búlgarska Martin Petrov hjá Atletico Madrid og er leikmaðurinn talinn falur fyrir 6,2 milljónir punda. Petrov, sem hefur ekki náð að aðlagast leik Atletico Madrid, er sagður hafa mikinn áhuga á að ganga til liðs við Tottenham. Madrid hafnaði 7,5 milljóna pundi boði frá Tottenham í Petrov síðasta sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Shepherd hættir sem stjórnarformaður Newcastle

    Freddy Shepherd er hættur sem stjórnarformaður Newcastle og hefur Chris Mort tekið við starfi hans. Þetta gerist í kjölfar þess að nýjir eigendur eru tóku við liðinu fyrr í sumar. Shepherd, sem hafði verið stjórnarformaður liðsins síðan 1997, seldi sinn hlut í félaginu til St. James Holdings Limited.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Liverpool og Portsmouth leika til úrslita í Asíubikarnum

    Ensku Úrvalsdeildarliðin Liverpool og Portsmouth munu leika til úrslita í Asíubikarnum á laugardaginn. Liverpool sigraði lið Suður-Kína í dag 3-1 með mörkum frá John Arne Riise, Xabi Alonso og Daniel Agger og Portsmouth sigraði Fulham í morgun 1-0 með marki frá Benjani. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í lið Portsmouth.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sagan um Carlos Tevez heldur áfram

    FIFA hefur vísað máli Carlos Tevez, leikmanni West Ham aftur til íþróttagerðardóms. West Ham og Manchester United höfðu biðlað til FIFA um að yfirfara samningsmál Tevez vegna hugsanlegra kaupa United á leikmanninum. Flutningur Tevez til United frá West Ham hefur ekki getað gengið í gegn vegna þess að MSI, fyrirtæki Kia Joorabchian umboðsmanns Tevez, segist eiga fjárhagslegan rétt á leikmanninum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    West Ham á eftir Dyer

    Eggert Magnússon og félagar í West Ham eru ekki hættir að hugsa um leikmannakaup þrátt fyrir að hafa fengið til sín fimm leikmenn í sumar. Núna hafa þeir beint athygli sinni að Kieron Dyer hjá Newcastle. Ástæðan fyrir þessum skyndilega áhuga er sú að Julien Faubert sem að West Ham keypti fyrr í sumar verður frá vegna meiðsla næsta hálfa árið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Shinawatra nær fullri stjórn yfir Manchester City

    Fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, er nú búinn að ná fullri stjórn yfir Manchester City eftir að hafa keypt að minnsta kosti 75% hlut í félaginu. Shinawatra hefur byggt upp sinn hlut smám saman og hefur nú náð takmarkinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Scholes gæti misst af byrjun tímabilsins

    Sir Alex Ferguson hefur greint frá því að Paul Scholes gæti misst af byrjun næsta tímabils vegna meiðsla á hné í leik gegn FC Seoul á föstudaginn. Scholes var sendur heim frá Asíu til að fá bót meina sinna og verður hann líklega frá í fjórar vikur vegna aðgerðar sem hann mun gangast undir.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Manchester United sigraði Schenzen stórt

    Manchester United vann stórsigur á Schenzen í þriðja leik sínum á æfingatúr sínum í Asíu. Leikar enduðu 6-0 og skiptust mörkin jafnt á milli leikmanna. Nani skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í leiknum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ljungberg búinn að skrifa undir hjá West Ham

    Sænski miðjumaðurinn Freddie Ljungberg hefur samþykkt að ganga til liðs við West Ham frá Arsenal. Leikmaðurinn, sem skrifaði undir fjögurra ára samning við West Ham, er talinn kosta félagið í kringum 3 milljónir punda. Ljungberg spilaði 325 leiki fyrir Arsenal og skoraði 72 mörk síðan hann kom til liðsins árið 1998 frá Halmstad.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Blackburn lagði FK Vetra

    Benni McCarthy og Matt Derbyshire skoruðu mörk West Ham í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á litháenska liðinu FK Vetra í þriðju umferðinni í Intertoto bikarnum. Leikurinn fór fram í Litháen og síðari viðureigninn fer fram á Ewood Park á laugardaginn kemur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Babel hlustaði ekki á landsliðsþjálfarann

    Ryan Babel hlustaði ekki á aðvaranir landsliðsþjálfarans Marco van Basten þegar hann ákvað að ganga í raðir Liverpool á dögunum, en Van Basten sagði drengjunum í U-21 árs liði Hollendinga að þeim væri hollast að halda sig í röðum liða í heimalandinu ef þær ætluðu að eiga möguleika á að komast í landsliðið fyrir EM 2008.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ljungberg á leið til West Ham?

    Sænskir fjölmiðlar fullyrða í kvöld að enska úrvalsdeildarfélagið West Ham sé nú aðeins hársbreidd frá því að landa sænska miðjumanninum Freddie Ljungberg frá Arsenal. Kaupverðið er sagt 3,5 milljónir punda og Aftonbladet segir að hann muni fá 60,000 pund í vikulaun.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Terry finnur sig ekki með fræga fólkinu

    Ensksi landsliðsfyrirliðinn John Terry hjá Chelsea var ekki sérstaklega hrifinn af Los Angeles þegar hann dvaldi þar í nokkra daga á æfingaferðalagi. Hann segist ekki geta hugsað sér að feta í fótspor David Beckham í stjörnulífinu - né heldur Vinnie Jones ef út í það er farið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Morientes hefur trú á Torres

    Spænski framherjinn Fernando Morientes er viss um að landa sínum og nafna Fernando Torres muni takast að festa sig í sessi með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni þó honum sjálfum hafi ekki tekist það á sínum tíma.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Slúðrið á Englandi í dag

    Bresku helgarblöðin eru full af safaríku slúðri í dag og þar segir meðal annars að West Ham sé að reyna að kaupa Freddie Ljungberg frá Arsenal fyrir 3 milljónir punda. News of the World segir jafnframt að félögin tvö séu í baráttu um miðjumanninn Stephen Appiah hjá Fenerbahce.

    Sport
    Fréttamynd

    Robben er ekki á leið til Real

    Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að fjarvera Arjen Robben í æfingaleiknum við LA Galaxy í nótt stafi af meiðslum leikmannsins og hafi ekki komið til vegna yfirvofandi farar hans til Real Madrid á Spáni eins og sagt var í nokkrum fjölmiðlum í morgun. "Robben flýgur með okkur til Englands - ekki til Madrid," sagði Mourinho.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Barton missir af upphafi leiktíðar með Newcastle

    Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle mun missa af upphafi leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði eftir að hann brákaði bein í fæti sínum í æfingaleik gegn Carlisle í gær. Barton mun fara í aðgerð fljótlega og verður væntanlega frá keppni í að minnsta kosti sex vikur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Berbatov tryggði Tottenham sigur

    Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov skoraði sigurmark Tottenham í dag þegar liðið lagði Kaiser Chiefs frá Suður-Afríku 2-1 í fyrsta leik sínum á æfingaferðalagi þar í landi. Robbie Keane kom Tottenham yfir í leiknum í fyrri hálfleik, en heimamenn jöfnuðu í upphafi þess síðari. Það var svo Berbatov sem skoraði sigurmarkið af stuttu færi eftir góðan undirbúining varamannsins Darren Bent þegar hálftími lifði leiks.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson reiknar með að landa Tevez

    Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United viðurkennir að hann hafi enga varaáætlun ef ekkert verður af fyrirhuguðum kaupum félagsins á framherjanum Carlos Tevez frá West Ham. Málið er í mikilli flækju enn sem komið er, en Ferguson treystir á að það leysist í tæka tíð.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Young keyptur til Middlesbrough

    Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough gekk í gær frá kaupum á enska landsliðsmanninum Luke Young frá Charlton fyrir 2,5 milljónir punda. Young hafði verið orðaður við Man City og Aston Villa, en fær nú tækifæri til að halda áfram að leika í úrvalsdeildinni eftir að lið hans féll úr deildinni í vor. Hann er 28 ára og getur spilað margar stöður á vellinum, en leikur helst í stöðu bakvarðar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ecclestone útilokar ekki að kaupa Arsenal

    Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist ekki útiloka að gera kauptilboð í knattspyrnufélagið Arsenal ef hann sér hag í því. Bandaríski auðkýfingurinn Stan Kroenke hefur þegar verið orðaður við yfirtöku í félaginu, en Ecclestone íhugaði á sínum tíma að gera yfirtökutilboð í Chelsea.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fowler semur við Cardiff

    Framherjinn Robbie Fowler hefur gengið frá tveggja ára samningi við Cardiff. Fowler hafnaði tilboðum frá Sydney FC í Ástralíu og Leicester City og ákvað að ganga í raðir Cardiff þar sem hann þekkir vel til stjórnarformannsins Peter Risdale frá dögum sínum með Leeds. Fowler er 32 ára gamall og var látinn fara frá Liverpool í vor.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hrósar Heiðari í hástert

    Sammy Lee, stjóri Bolton, hefur keypt fimm menn í sumar, Jlloyd Samuel, Gavin McCann, Danny Guthrie, Mikael Alonso og nú síðast Heiðar Helguson. Hann segist ætla að kaupa fleiri leikmenn í sumar en tekur jafnframt fram að hann muni ekki halda framherjanum Nicolas Anelka hjá félaginu, komi stórlið með tilboð í Frakkann.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Áfall fyrir West Ham

    Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham fékk þau slæmu tíðindi í dag að miðjumaðurinn Julien Faubert yrði frá keppni í sex mánuði eftir að hann sleit hásin í æfingaleik með liðinu á dögunum. Faubert var keyptur til félagsins fyrir sex milljónir punda fyrir skömmu og var ætlað stórt hlutverk á miðjunni. Hinn 23 ára gamli leikmaður er farinn til heimalandsins þar sem hann mun gangast undir aðgerð fljótlega.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson: Framtíð Smith og Rossi óráðin

    Sir Alex Ferguson viðurkennir að framtíð framherjanna Alan Smith og Giuseppe Rossi gæti legið frá Old Trafford í sumar ef Manchester United nær að klófesta Carlos Tevez frá West Ham. Báðir hafa verið orðaðir við fjölda liða í sumar, en Ferguson ítrekar að þeir séu báðir samningsbundnir United þangað til annað kemur í ljós.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Slúðrið á Englandi í dag

    Breska blaðið Daily Express heldur því fram að Nicolas Anelka sé fyrsti valkostur Arsene Wenger hjá Arsenal til að fylla skarð Thierry Henry í sókninni. Stjórn Arsenal er ekki sögð hrifin af hugmynd knattspyrnustjórans, enda var brottför framherjans frá Arsenal nokkuð sóðaleg á sínum tíma.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Brynjar skoraði sigurmark Reading

    Brynjar Björn Gunnarsson skoraði sigurmark Reading þegar liðið lagði japanska liðið Shimizu S-Pulse 1-0 í Friðarbikarnum í Suður-Kóreu. Sigurinn dugði enska liðinu þó ekki til að komast í úrslitaleik mótsins, en það hefði tekist ef liðið hefði náð að skora annað mark í leiknum. Ívar Ingimarsson var í liði Reading og fór illa með þrjú dauðafæri.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Breska ríkisstjórnin komin í Tevez-málið

    Breska ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að ganga í lið með enska knattspyrnusambandinu í að herja á FIFA svo hægt sé að leysa mál Carlos Tevez hjá West Ham sem allra fyrst. Ríkisstjórnin er sammála enska knattspyrnusambandinu og vill ekki sjá að leikmenn geti verið í eigu þriðja aðila og vill skjóta lausn í málinu til að forðast svartan blett á knattspyrnuna á Englandi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Van der Sar íhugar að hætta næsta vor

    Hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar hjá Manchester United segir að mögulega verði næsta leiktíð hans síðasta hjá félaginu. Samningur hans rennur út næsta sumar og hann viðurkennir að hann hafi ekki verið sáttur við frammistöðu sína með liðinu í lokaleikjunum á síðustu leiktíð.

    Enski boltinn