Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Sagan heldur áfram með Tevez

    West Ham framhaldssagan heldur áfram í dag. Ráðgjafar Carlosar Tevez og West Ham funda í dag og reyna að komast að utanréttarsamkomulagi. Takist það ekki verður réttað í málinu þann 22. ágúst.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Newcastle og United ná samkomulagi um Alan Smith

    Newcastle hefur náð samkomulagi um kaupverð á framherjanum Alan Smith. Talið er að Newcastle borgi sex milljónir punda fyrir leikmanninn ef að hann skrifar undir samning við félagið. Smith hefur verið orðaður við Middlesbrough, Everton, West Ham og Sunderland en nú er Newcastle líklegast til að hreppa hnossið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Dyer fær grænt ljós til að ræða við West Ham

    Miðjumaðurin Kieron Dyer hefur fengið grænt ljós til að hefja samningsviðræður við West Ham eftir að Newcastle og West Ham komust að samkomulagi um kaupverð á kappanum. Ekki er gefið upp hver upphæðin er en Newcastle hafði áður farið fram á fjórar milljónir punda fyrir leikmanninn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    United býst við að fá Beattie

    Bryan Robson, framkvæmdastjóri Sheffield United, er vongóður um að framherjinn James Beattie samþykki að ganga til liðs við Sheffield frá Everton eftir að samingsviðræður þeirra á milli áttu sér stað. Liðin hafa samþykkt kaupverð á kappanum, en Everton er talið fá um fjórar milljónir punda fyrir framherjann.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gallas vill verða næsti fyrirliði Arsenal

    Franski varnarmaðurinn William Gallas segist vilja verða næsti fyrirliði Arsenal. Arsene Wenger, framkvæmdastjóri klúbbsins, hefur nefnt Gallas sem einn af þeim þremur sem koma til greina til að taka við fyrirliðabandinu frá Thierry Henry sem gekk til liðs við Barcelona fyrr í sumar, en Gilberto Silva og Kolo Toure koma einnig til greina.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    City nær samkomulagi við Juventus um kaupverð á Bojinov

    Manchester City hefur náð samkomulagi við Fiorentina um kaupverð á búlgarska framherjanum Valeri Bojinov. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum borgar City 5,7 milljónir fyrir kappann. Bojinov, sem er aðeins 21 árs gamall, gekk til liðs við Fiorentina frá Lecce árið 2005 fyrir 10 milljónir punda, en þar fékk hann lítið að spila.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Alan Curbishley áhugasamur um Smith

    Alan Curbishley, framkvæmdastjóri West Ham, hefur nú hafið viðræður við framherjann Alan Smith hjá Manchester United, í von um að krækja loksins í leikmanninn en Smith hefur verið lengi undir smásjá West Ham. Alan Smith er þó talinn vilja vera áfram á Old Trafford en hann hann getur nú valið á milli fjögurra liða eða Middlesbrough, Newcastle, Everton og nú West Ham.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tottenham kaupir Boateng frá Hertha Berlin

    Tottenham hefur tryggt sér hinn tvítuga Þjóðverja Kevin-Prince Boateng frá Hertha Berlin. Tottenham hefur verið á eftir leikmanninum í nokkurn tíma en hafa nú haft betur í kapphlaupi við önnur lið. Boateng er af mörgum talinn einn besti ungi miðjumaðurinn í Evrópu. Kaupverðið er talið vera um 5,4 milljónir punda.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Manchester United selur Rossi til Villareal

    Manchester United hefur selt ítalska framherjann Giuseppe Rossi til spænska liðsins Villareal. Mikið hefur verið rætt um framtíð Rossi á Old Trafford í kjölfar þess að hann stóð sig mjög vel hjá Parma á síðasta tímabili þar sem hann var á láni. Rossi á eftir að gangast undir læknisskoðun en talið er að gengið verði frá kaupunum í lok vikunnar. Villareal borgar um 6,7 milljónir punda fyrir leikmanninn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Stuðningsmenn West Ham ánægðir með að Eiður sé orðaður við félagið

    Stuðningsmenn West Ham hafa keppst um að lofa Eið Smára Guðjohnsen á stuðningsmannasíðum sínum á vefnum í dag í kjölfar frétta sem bárust í gær um að landsliðsfyrirliðinn væri opinn fyrir að ganga til liðs við West Ham. Þegar rýnt er í skoðanir þeirra sést að þeir sjá Eið Smára sem heimsklassaleikmann sem væri kjörinn fyrir liðið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Smith í viðræðum við Newcastle

    Framherjinn Alan Smith hjá Manchester City er talinn vera í viðræðum við Newcastle um að leikmaðurinn gangi til liðs við félagið. Smith er sagður hafa hafnað Middlesbrough, en Sunderland, Everton og West Ham eru sögð vera á eftir leikmanninum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Aston Villa fær varnarmann frá Bandaríkjunum

    Aston Villa hefur tryggt sér þjónustu bandaríska varnarmannsins Eric Lichaj. Lichaj er 18 ára gamall og spilaði með háskólanum í North Carolina. Leikmaðurinn heillaði Martin O´Neill, framkvæmdastjóra Aston Villa, upp úr skónum þegar hann lék með U17 og U20 ára liðum Bandaríkjanna, og skrifaði í framhaldi af því undir tveggja ára samning.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bolton kaupir norskan kantmann frá Rosenborg

    Norski kantmaðurinn Daniel Braaten hefur samþykkt að ganga til liðs við Heiðar Helguson og félaga í Bolton. Bolton borgar Rosenborg 425 þúsund pund fyrir þennan 25 ára leikmann. Nokkrir enskir og franskir klúbbar voru á eftir leikmanninum en Bolton sigraði kapphlaupið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ghaly skrifar undir hjá Birmingham

    Egypski miðjumaðurinn Hossam Ghaly hefur skrifað undir þriggja ára samning við Birmingham. Birmingham borgar Tottenham 3 milljónir punda fyrir þennan 25 ára gamla leikmann. Steve Bruce, framkvæmdastjóri Birmingham, hefur nú keypt átta leikmenn til liðsins í sumar, en Birmingham komst upp úr næstefstu deild á Englandi á síðasta tímabili.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Southgate ætlar sér að fá Smith

    Gareth Southgate, framkvæmdastjóri Middlesbrough, ætlar að gera tilraun til að klófesta framherjann Alan Smith þegar hann kemur heim úr æfingaferð Manchester United í Asíu. Sir Alex Ferguson hefur gefið sterklega í skyn að leikmaðurinn muni yfirgefa United í sumar og það gefur Southgate von.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Henry segir Ljungberg hafa rétt á að gera það sem hann vill

    Thierry Henry segir að fyrrverandi félagi sinn hjá Arsenal, Freddie Ljungberg, sé fullorðinn maður og hafi rétt á hafa sínar skoðanir. Ljungberg yfirgaf Arsenal fyrir skömmu til að ganga til liðs við West Ham og segist efast um metnað Arsenal. Ljungberg sagði einnig að brottför Henry til Barcelona hafi opnað augu sín og þá hafi hann ákveðið að yfirgefa klúbbinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Martins: Ég er ekki að fara neitt

    Framherjinn Obafemi Martins segist vera mjög ánægður hjá Newcastle og að hann sé ekki á leiðinni frá félaginu. Arsenal hefur mikinn áhuga á Martins og Arsene Wenger hefur greint frá því að hann hafi mikið álit á leikmanninum, en Martins skoraði 17 mörk á sínu fyrsta tímabili fyrir Newcastle.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Nýju mennirnir klikkuðu hjá Liverpool

    Portsmouth vann Asíubikarinn í dag þegar liðið hafði betur gegn Liverpool eftir vítaspyrnukeppni í úrsitaleiknum. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og þá var farið beint í vítaspyrnukeppni. Fernando Torres og Yossi Benayoun misnotuðu báðir sínar spyrnur. Hermann Hreiðarsson tók víti fyrir Portsmouth og nýtti það. Portsmouth vann 4-2.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Heinze ákveðinn í að komast frá United

    Argentíski landsliðsmaðurinn Gabriel Heinze hefur nú tekið til þeirra ráða að ráða lögfræðifyrirtæki til starfa til að auðvelda honum að komast frá Manchester United til erkifjandanna í Liverpool.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Newcastle sigraði Celtic í vináttuleik

    Newcastle sigraði í kvöld Celtic í vináttuleik, 4-1. Albert Luque skoraði tvö mörk fyrir Newcastle, Obafemi Martins eitt og James Milner eitt. Scott Brown skoraði fyrir Celtic. Varamarkvörður Newcastle, Steve Harper, spilaði síðustu 11 mínúturnar sem framherji vegna þess að Nicky Butt meiddist og Newcastle voru búnir með útileikmenn sína.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson reiðubúinn að bíða í ár eftir Tevez

    Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, segist vera tilbúinn að bíða í allt að ár eftir að fá Argentínumanninn Carlos Tevez frá West Ham. United þarf að klára kaupin á Tevez fyrir 31. ágúst ef þeir ætla að nota hann fyrir áramót, en kaupin stranda á Kia Joorabchian, umboðsmanni Tevez.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Moore með þrennu fyrir Aston Villa

    Aston Villa spilaði sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu í gær gegn Toronto FC. Villa sigraði leikinn 4-2. Luke Moore skoraði þrennu fyrir Villa og John Carew eitt. Martin O´Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa segir að Moore gæti orðið goðsögn hjá félaginu, en hann hann var meiddur stóran hluta síðasta tímabils eftir að hafa byrjað mjög vel.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Verður Gallas næsti fyrirliði Arsenal?

    Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, segir að honum liggi ekkert á að velja nýjan fyrirliða. En talið er að William Gallas sé efstur á lista hjá Wenger þar sem Gallas bar fyrirliðabandið í vináttuleik gegn Salzburg í gær. Eins og margir vita þá bar Thierry Henry fyrirliðabandið fyrir Arsenal en hann er nú fluttur til Spánar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Petrov valdi City frekar en Tottenham

    Búlgarski vængmaðurinn Martin Petrov hefur samþykkt að ganga til liðs við Manchester City frá Atletico Madrid. City borgar 4,7 milljónir punda fyrir leikmanninn. Leikmaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Talið var líklegast að hann væri á leið til Tottenham, en hann segist hafa valið City vegna Sven Göran Eriksson.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Middlesbrough fær Young

    Middlesbrough hefur gengið frá kaupunum á enska landsliðsbakverðinum Luke Young frá Charlton. Middlesbrough borgar 2,5 milljónir punda fyrir kappann. Young stóðst læknisskoðun í gær og verður kynntur formlega hjá félaginu í dag. Charlton keypti Young fyrir sex árum á 3 milljónir punda og lék hann yfir 200 leiki fyrir félagið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    O´Neill ætlar ekki að reyna að fá Wright-Phillips

    Martin O´Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa, segir að hann ætli sér ekki að reyna að fá Shaun Wright-Phillips til liðsins. O´Neill reyndi að klófesta hann í janúar frá Chelsea án árangurs og fjölmiðlar ytra hafa verið duglegir að bendla leikmanninn við Aston Villa í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mido ósáttur með samningstilboð Birmingham

    Félagsskipti Egyptans Mido frá Tottenham til Birmingham gætu verið í hættu vegna óánægju leikmannsins við klásúlur í samningnum sem Birmingham hefur boðið honum. Félögin samþykktu sex milljóna kaupverð á kappanum í síðustu viku.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mourinho: Benítez er undir mikilli pressu

    José Mourinho segir að Rafael Benítez sé undir meiri pressu en áður að stjórna Liverpool til sigurs í ensku Úrvalsdeildinni. Benítez hefur þegar eytt um 40 milljónum punda í Fernando Torres, Ryan Babel og Yossi Benayoun og Mourinho segir að væntingar til sigurs í deildinni verði mjög miklar hjá aðdáendum liðsins.

    Enski boltinn