Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Pavlyuchenko vildi ekki fara til Tottenham

    Móðir framherjans Roman Pavlyuchenko hjá Tottenham segir son sinn ekki hafa haft nokkurn áhuga á að fara til Englands í sumar. Hún segir hann hafa verið ánægðan í Rússlandi þar sem hann lék með Spartak í Moskvu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Alonso: Fremstu sex eiga góða möguleika á sigri

    Fernando Alonso náði besta tíma í æfingu kepppnisliða í dag og ekur í hádeginu á lokaæfingu keppisliða fyrir tímatökuna sem er síðdegis í dag. Hann telur tíma simn slembilukku, en hann gæti blandað sér í toppslaginn. Felipe Massa var með næst besta tíma í gær og Lewis Hamilton var níundi, en þeir berjast um titilinn í lokamóti ársins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ronaldo: Rökrétt að ég fái gullknöttinn

    Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segir að það yrði rökrétt ef hann yrði sæmdur gullknettinum í vetur. Það eru verðlaun franska tímaritsins France Football til handa knattspyrnumanni Evrópu á ári hverju.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gallas tæpur á morgun

    Franski varnarmaðurinn William Gallas verður tæplega með Arsenal á morgun þegar liðið sækir Stoke heim í ensku úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tippleikur á Vísi

    Nú er kominn í gang skemmtilegur getraunaleikur hér á Vísi tengdur enska boltanum. Þar geta lesendur tippað á úrslit í hverri umferð og unnið til verðlauna eins og bíómiða og gjafabréfa frá Iceland Express og Einari Ben.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Málleysi Ramos gerði honum erfitt fyrir

    Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham hefur látið í það skína að léleg enskukunnátta Juande Ramos hafi haft sitt að segja í þeim ólgusjó sem liðið gekk í gegn um í upphafi leiktíðar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Carvalho meiddist aftur

    Portúgalski landsliðsmaðurinn Ricardo Carvalho verður frá keppni næstu þrjár vikurnar eða svo eftir að hafa meiðst á læri í leik Chelsea og Hull í gær.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson fundaði með Tevez

    Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United hefur haldið fund með framherjanum Carlos Tevez til að ítreka að hann sé stór þáttur í framtíðarplönum sínum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Níu leikir í úrvalsdeildinni í kvöld

    Það verður mikið fjör í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem níu leikir eru á dagskrá. Kraftaverkalið Hull tekur á móti Chelsea og erkifjendurnir Arsenal og Tottenham mætast á Emirates.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson: Fletcher vildi fara

    Sir Alex Ferguson segir að sér hafi létt stórum í sumar þegar hann náði að telja skoska miðjumanninn Darren Fletcher af því að fara frá Manchester United.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Burnley vann Reading

    Fjöldi leikja voru í ensku 1. deildinni í kvöld, Coca Cola deildinni. Augu Íslendinga beindust að viðureign Burnley og Reading en hann endaði með 1-0 sigri Burnley.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Redknapp fékk óblíðar móttökur

    Harry Redknapp var gerður að heiðursborgara Hampshire í dag fyrir að stýra Portsmouth til bikarmeistaratitils á síðustu leiktíð. Hann fékk þó óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum félagsins þegar hann tók við viðurkenningunni í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tekst Redknapp hið ómögulega?

    Annað kvöld tekst Harry Redknapp á við verkefni sem fimm forverar hans í stjórastól Tottenham náðu aldrei að leysa - að vinna Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Carrick að braggast

    Michael Carrick gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Manchester United síðan í september þegar liðið mætir fyrrum félögum hans í West Ham annað kvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson: Menn hæðast að Sepp Blatter

    Sepp Blatter, forseti FIFA, á það á hættu að missa trúverðugleika sinn sem valdamesti maður í knattspyrnuheiminum. Þetta segir Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United í viðtali við tímaritið GQ.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Wenger hefur trú á Adams

    Arsene Wenger segist hafa trú á því að Tony Adams eigi eftir að spjara sig sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni. Adams var ráðinn stjóri Portsmouth í dag og tekur við af Harry Redknapp.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Velkominn til helvítis

    Tony Adams, nýráðinn stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, segir að það hefði verið óðs manns æði að hafna tilboði um að taka við liðinu af Harry Redknapp.

    Enski boltinn