Kjósum ríkisstjórn beint Eiríkur Bergmann skrifar 1. nóvember 2010 15:15 Á fyrirhuguðu stjórnlagaþingi þarf að endurskoða frá grunni valdskiptingu íslenska ríkisns. Auk þess að ræða persónukjör, þjóðaratkvæðagreiðslur, kjördæmaskiptinguna og jafnvel lækkun kosningaaldursins í sextán ár tel ég brýnt að skilja á milli löggjafar- og framkvæmdavalds með því að kjósa ríkisstjórnina beinni kosningu, annað hvort í heild sinni eða þá forsætisráðherrann einan sem myndi velja með sér aðra ráðherra - sem var það sem Vilmundur Gylfason og Bandalag jafnaðarmanna lagði til. Í því sambandi eru margar útfærslur mögulegar. En mestu skiptir að styrkja löggjafarhlutverk Alþingis sem smám saman hefur koðnað niður undir oki ríkisstjórnarinnar. Lengst af var Alþingi meginvettvangur íslenskra stjórnmála en löggjafarþingið kom inn í landið langt á undan framkvæmdavaldinu. Á síðari árum hefur valdið hins vegar streymt frá þinginu til ríkisstjórnar sem aðeins hefur óbeint lýðræðislegt umboð, í gegnum þingið - sem þó er undir járnhæl leiðtoga stjórnarflokkanna hverju sinni. Við höfum því færst frá ræði þings yfir í ráðherraræði og raunar alla leið yfir í leiðtogaræði. Samt kýs enginn leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Þessu þarf að breyta og þetta þarf að laga. Með því að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu væri hægt að koma beinu lýðræðislegu taumhaldi á ríkisstjórnina. En til að tryggja áframhaldandi þingræði mætti áfram viðhalda þeirri reglu að þingið geti komið ríkisstjórn frá með því að samþykkja á hana vantraust. Öfugt við hina formlegu tilhögun sem segir að þingið velji og hafi taumhald á framkvæmdavaldinu hefur reyndin orðin þveröfug, nú ráða ráðherrar öllu sem máli skiptir á Alþingi. Lagafrumvörp streyma í stríðum straumum frá ráðuneytum til Alþingis og svokölluð þingmannafrumvarp frá sjaldnast afgreiðslu. Þau eru bara einhverskonar krúsídúlluverkefni á meðan öll alvöru lagasetning er undirbúin og unnin í stjórnarráðinu. Með því að kjósa framkvæmdavaldið sérstaklega frelsum við þingmenn um leið undan þeim þrýstingi að metnaður allra stjórnmálamenn hljóti ávallt að standa til þess að verða ráðherra. Og þeim þrúgandi ónotum að það lýsi einhvers konar metnaðarleysi að vilja aðeins vera Alþingismaður. Þingmennska og ráðherradómur eru eðlisólík störf og því kann það að henta sumum stjórnmálamönnum mun betur að einbeita sér að þingstöfum í stað þess að vera sífellt með augun á ráðherrastólnum. Flestar táknmyndir á þingi endurspegla þá stéttskiptingu sem er á milli ráðherra og óbreyttra þingmanna: Ráðherrar eru hæstvirtir en þingmenn aðeins háttvirtir. Ráðherranum er ekið í glæsibifreið að framhlið þingsins en þingmenn leggja eigin bíl fyrir aftan húsið. Aðeins myndir af ráðherrum prýða veggi Alþingis. Svona mætti áfram telja. Því er ansi brýnt að losa þingið loksins undan oki ráðherranna og koma löggjafarstarfinu aftur í hendur þingmanna - án afskipta ráðherra sem eiga að sjá um framkvæmd þeirra laga sem Alþingi samþykkir en ekki að stýra lagasetningarvinnunni. Þingmennska á að vera dyggðugt starf og hver stjórnmálamaður á að vera fullsæmdur af því að sækjast fremur eftir þingmennsku en ráðherradómi. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á fyrirhuguðu stjórnlagaþingi þarf að endurskoða frá grunni valdskiptingu íslenska ríkisns. Auk þess að ræða persónukjör, þjóðaratkvæðagreiðslur, kjördæmaskiptinguna og jafnvel lækkun kosningaaldursins í sextán ár tel ég brýnt að skilja á milli löggjafar- og framkvæmdavalds með því að kjósa ríkisstjórnina beinni kosningu, annað hvort í heild sinni eða þá forsætisráðherrann einan sem myndi velja með sér aðra ráðherra - sem var það sem Vilmundur Gylfason og Bandalag jafnaðarmanna lagði til. Í því sambandi eru margar útfærslur mögulegar. En mestu skiptir að styrkja löggjafarhlutverk Alþingis sem smám saman hefur koðnað niður undir oki ríkisstjórnarinnar. Lengst af var Alþingi meginvettvangur íslenskra stjórnmála en löggjafarþingið kom inn í landið langt á undan framkvæmdavaldinu. Á síðari árum hefur valdið hins vegar streymt frá þinginu til ríkisstjórnar sem aðeins hefur óbeint lýðræðislegt umboð, í gegnum þingið - sem þó er undir járnhæl leiðtoga stjórnarflokkanna hverju sinni. Við höfum því færst frá ræði þings yfir í ráðherraræði og raunar alla leið yfir í leiðtogaræði. Samt kýs enginn leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Þessu þarf að breyta og þetta þarf að laga. Með því að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu væri hægt að koma beinu lýðræðislegu taumhaldi á ríkisstjórnina. En til að tryggja áframhaldandi þingræði mætti áfram viðhalda þeirri reglu að þingið geti komið ríkisstjórn frá með því að samþykkja á hana vantraust. Öfugt við hina formlegu tilhögun sem segir að þingið velji og hafi taumhald á framkvæmdavaldinu hefur reyndin orðin þveröfug, nú ráða ráðherrar öllu sem máli skiptir á Alþingi. Lagafrumvörp streyma í stríðum straumum frá ráðuneytum til Alþingis og svokölluð þingmannafrumvarp frá sjaldnast afgreiðslu. Þau eru bara einhverskonar krúsídúlluverkefni á meðan öll alvöru lagasetning er undirbúin og unnin í stjórnarráðinu. Með því að kjósa framkvæmdavaldið sérstaklega frelsum við þingmenn um leið undan þeim þrýstingi að metnaður allra stjórnmálamenn hljóti ávallt að standa til þess að verða ráðherra. Og þeim þrúgandi ónotum að það lýsi einhvers konar metnaðarleysi að vilja aðeins vera Alþingismaður. Þingmennska og ráðherradómur eru eðlisólík störf og því kann það að henta sumum stjórnmálamönnum mun betur að einbeita sér að þingstöfum í stað þess að vera sífellt með augun á ráðherrastólnum. Flestar táknmyndir á þingi endurspegla þá stéttskiptingu sem er á milli ráðherra og óbreyttra þingmanna: Ráðherrar eru hæstvirtir en þingmenn aðeins háttvirtir. Ráðherranum er ekið í glæsibifreið að framhlið þingsins en þingmenn leggja eigin bíl fyrir aftan húsið. Aðeins myndir af ráðherrum prýða veggi Alþingis. Svona mætti áfram telja. Því er ansi brýnt að losa þingið loksins undan oki ráðherranna og koma löggjafarstarfinu aftur í hendur þingmanna - án afskipta ráðherra sem eiga að sjá um framkvæmd þeirra laga sem Alþingi samþykkir en ekki að stýra lagasetningarvinnunni. Þingmennska á að vera dyggðugt starf og hver stjórnmálamaður á að vera fullsæmdur af því að sækjast fremur eftir þingmennsku en ráðherradómi. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun