Fleiri fréttir

Verð olíu hríðfellur áfram

Hrun olíumarkaða hélt áfram í dag og hefur olíuverð haldið áfram að hríðfalla. Það hefur sömuleiðis haft áhrif á hlutabréfamarkaði þar sem dagurinn var rauður á verðbréfamörkuðum um mest allan heim.

Erfitt að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað

Yfirvöld ríkja víða um heim leita nú leiða til að endurvekja atvinnulíf þeirra ríkja. Reynslan í Kína og í Evrópu sýnir þó að það verði ekki auðvelt þar sem íbúar fara minna út og eyða mun minna af peningum.

Samþykktu að frysta skuldir fátækustu ríkja heims

Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna samþykktu að frysta afborganir fátækustu ríkja heims af skuldum þeirra út þetta ár vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins. Hundruð fjármálafyrirtækja fóru í kjölfarið að fordæmi ríkjanna.

Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu

Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar.

Sænskur klósettpappírsrisi þakkar hömstrun fyrir methagnað

Hlutabréf í sænska fyrirtækinu Essity, eins stærsta klósettpappírsframleiðanda heims, hækkuðu mjög í sænsku kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið tilkynnti að hagnaður þess á fyrsta ársfjórðungi hefði vaxið um 67 prósent.

Sádar og Rússar deila enn

Ekki er útlit fyrir að deilu Sádi-Arabíu og Rússlands fari að ljúka. Háttsettir embættismenn í Sádi-Arabíu hafa gagnrýnt Rússa harðlega í dag og sakað embættismenn í Rússlandi um ósannindi.

Zoom lofar bót og betrun

Forriturum fjarfundafyrirtækisins Zoom hefur verið gert að einbeita sér alfarið að öryggismálum næstu mánuðina.

Nýr og ódýrari iPhone á leiðinni?

Sögusagnir eru á kreiki um að Apple muni opinbera nýjan síma á næstu dögum og jafnvel í dag. Það er síminn iPhone SE, sem á að vera ódýrari týpa af símum Apple.

Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú

Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg.

Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla

Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar.

Sjá næstu 50 fréttir