Viðskipti erlent

Nýr og ódýrari iPhone á leiðinni?

Samúel Karl Ólason skrifar
Verslunum Apple víða um heim hefur verið lokað og þykir það grafa undan þeim sögusögnum að von sé á nýjum síma og það jafnvel í dag.
Verslunum Apple víða um heim hefur verið lokað og þykir það grafa undan þeim sögusögnum að von sé á nýjum síma og það jafnvel í dag. EPA/LARRY W. SMITH

Sögusagnir eru á kreiki um að Apple muni opinbera nýjan síma á næstu dögum og jafnvel í dag. Það er síminn iPhone SE, sem á að vera ódýrari týpa af símum Apple. Samkvæmt 9to5Mac er síminn framleiddur í þremur litum, hvítum, svörtum og rauðum og í þremur týpum. Ein með 64GB minni, önnur með 128GB og sú þriðja með 256GB.

Umfjöllun 9to5Mac fékk byr undir báða vængi þegar hlíf fyrir símann fannst á síðu Apple.

Þó er vert að taka fram að mörgum þykja þessar vangaveltur órökréttar og þá sérstaklega með tilliti til þess að verslunum Apple hefur verið lokað víða um heim vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Í fyrri fregnum af þessum nýja síma hefur komið fram að hann eigi að byggja á hönnun iPhone 8. Vera með 4,7 tommu skjá og Hometakka. Búnaður símans, örgjörvi og annað mun þó vera nýtt.

Fyrsti SE síminn var opinberaður árið 2016 og var hann þá með 4 tommu skjá og byggði á hönnun 5S.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,73
111
34.688
ICESEA
3,82
20
117.821
VIS
1,27
11
414.690
HAGA
1,02
3
49.494
ARION
1,02
6
73.807

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
-2,79
4
34.587
MAREL
-1,97
33
439.650
BRIM
-1,23
5
41.334
KVIKA
-0,33
4
43.898
EIM
0
1
158
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.