Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 18:55 Útlitið er dökkt fyrir hagkerfi heimsins. Kórónuveirufaraldurinn og aðgerðir til að stemma stigu við honum hefur leitt til lokunar fyrirtækja og þjónustu og eftirspurn hefur hrunið. AGS telur kreppuna sem heimurinn stendur nú frammi fyrir án hliðstæðu á síðari tímum. Vísir/EPA Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. Sjóðurinn spáir 3% samdrætti á heimsvísu á þessu ári og segir heiminn standa frammi fyrir neyðarástandi sem eigi sér ekki hliðstæðu. Hann varar jafnframt við því að dragist faraldurinn á langinn muni það reyna á getu ríkisstjórna og seðlabanka til að hafa hemil á ástandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, segir að landsframleiðsla ríkja heims gæti dregist saman um níu biljónir dollara á næstu tveimur árum. Þrátt fyrir að hagvöxtur gæti náð sér á strik á næsti ári ef faraldurinn rénar á seinni hluta þessa árs verði landsframleiðsla enn minni en áður en faraldurinn brast á. „Mun verri vaxtarsviðsmyndir eru mögulegar og kannski jafnvel líklegar,“ segir Gopinath sem bendir á að þetta sé í fyrsta skipti frá Kreppunni miklu sem búist er við því að jafnt iðn- sem þróunarríki lendi í samdrætti. Þannig er nú spáð 6,5% samdrætti í Bretlandi á þessu ári og bandaríska hagkerfið gæti skroppið saman um 5,9%. Vestanhafs er jafnframt spáð allt að 10,4% atvinnuleysi á árinu. Fleiri þurfa niðurfellingu skulda næstu misserin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti í dag að fella niður afborganir 25 ríkja af skuldum þeirra í sex mánuði, fyrst og fremst fátækra Afríku- og Asíulanda, til að létta þeim lífið á meðan heimsfaraldurinn geisar. Sjóðurinn telur að fjöldi ríkja eigi eftir að þurfa á frekari niðurfellingu skulda á næstu mánuðum og árum. Þrátt fyrir efnahagslega blóðtöku leggur sjóðurinn áherslu á að aðgerðir ríkja heims til þess að hefta útbreiðslu faraldursins eins og félagsforðun og sóttkví séu bráðnauðsynlegar. Samdrátturinn hefði getað orðið enn verri ef ekki hefði verið gripið til slíkra aðgerða. Leggur sjóðurinn til að ríki setji aukið fé í heilbrigðiskerfið og styðji launafólk og fyrirtæki fjárhagslega. Seðlabankar þurfi að halda áfram að örva hagkerfið og stjórnvöld þurfi að gera skýrar áætlanir um hvernig ríkin nái vopnum sínum eftir að faraldurinn er um garð genginn. Þá sé mikilvægt að ríki heims vinni saman að því að þróa og dreifa bóluefni og meðferð gegn sýkingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. Sjóðurinn spáir 3% samdrætti á heimsvísu á þessu ári og segir heiminn standa frammi fyrir neyðarástandi sem eigi sér ekki hliðstæðu. Hann varar jafnframt við því að dragist faraldurinn á langinn muni það reyna á getu ríkisstjórna og seðlabanka til að hafa hemil á ástandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, segir að landsframleiðsla ríkja heims gæti dregist saman um níu biljónir dollara á næstu tveimur árum. Þrátt fyrir að hagvöxtur gæti náð sér á strik á næsti ári ef faraldurinn rénar á seinni hluta þessa árs verði landsframleiðsla enn minni en áður en faraldurinn brast á. „Mun verri vaxtarsviðsmyndir eru mögulegar og kannski jafnvel líklegar,“ segir Gopinath sem bendir á að þetta sé í fyrsta skipti frá Kreppunni miklu sem búist er við því að jafnt iðn- sem þróunarríki lendi í samdrætti. Þannig er nú spáð 6,5% samdrætti í Bretlandi á þessu ári og bandaríska hagkerfið gæti skroppið saman um 5,9%. Vestanhafs er jafnframt spáð allt að 10,4% atvinnuleysi á árinu. Fleiri þurfa niðurfellingu skulda næstu misserin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti í dag að fella niður afborganir 25 ríkja af skuldum þeirra í sex mánuði, fyrst og fremst fátækra Afríku- og Asíulanda, til að létta þeim lífið á meðan heimsfaraldurinn geisar. Sjóðurinn telur að fjöldi ríkja eigi eftir að þurfa á frekari niðurfellingu skulda á næstu mánuðum og árum. Þrátt fyrir efnahagslega blóðtöku leggur sjóðurinn áherslu á að aðgerðir ríkja heims til þess að hefta útbreiðslu faraldursins eins og félagsforðun og sóttkví séu bráðnauðsynlegar. Samdrátturinn hefði getað orðið enn verri ef ekki hefði verið gripið til slíkra aðgerða. Leggur sjóðurinn til að ríki setji aukið fé í heilbrigðiskerfið og styðji launafólk og fyrirtæki fjárhagslega. Seðlabankar þurfi að halda áfram að örva hagkerfið og stjórnvöld þurfi að gera skýrar áætlanir um hvernig ríkin nái vopnum sínum eftir að faraldurinn er um garð genginn. Þá sé mikilvægt að ríki heims vinni saman að því að þróa og dreifa bóluefni og meðferð gegn sýkingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38