Viðskipti erlent

Gefur fjórðung auðæfa sinna til baráttunnar við veiruna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Jack Dorsey, forstjóri Twitter.
Jack Dorsey, forstjóri Twitter. GETTY/COLE BURSTON

Forstjóri og stofnandi Twitter, Jack Dorsey, heitir því að gefa um 28 prósent auðæfa sinna til baráttunnar við kórónuveiruna. Alls sé um að ræða milljarð bandaríkjadala, um 140 milljarða króna, sem Dorsey ætlar sér að taka úr hlut hans í félaginu Square Inc, sem sérhæfir sig í hvers kyns greiðslumiðlun.

Dorsey greinir sjálfur frá þessu framlagi á Twitter-reikningi sínum í kvöld. Þar útskýrir hann að upphæðin verði færð í góðgerðasjóð hans, sem ber heitið Start Small LLC. Eftir að kórónuveiran hefur verið lögð að velli muni sjóðurinn alfarið einblína á baráttuna fyrir borgaralaunum og menntun stúlkna um víða veröld.

Hann segist þar að auki ætla að hafa allt bókhald sjóðsins opið, svo að fólk geti fylgst með starfsemi hans og veitt sjóðnum aðhald. Það þykja tíðindi enda hefur Dorsey þótt fara helst til leynt með allt sitt góðgerðastarf til þessa.

Auðæfi Dorsey eru metin á um 3,3 milljarða dala í nýjustu úttekt Forbes. Dorsey segir að hann hafi ákveðið að verja hlut sínum í greiðslumiðlunarfélaginu frekar en Twitter í verkefnið, einfaldlega vegna þess að hann á stærri hluti í Square Inc. Hann segist jafnframt ætla að hann komi hlut sínum í félaginu í verð smám saman og muni milljarðurinn því mjatla inn á reikninga góðgerðafélagsins.

Sem stendur eru staðfest smittilfelli í heiminum rúmlega 1,4 millónir talsins. Alls hafa um 81 þúsund látið lífið vegna veirunnar og næstum 300 þúsund náð sér. Flest smit hafa greinst í Bandaríkjunum, næstum 400 þúsund.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,82
11
225.684
SYN
3,65
9
11.564
ARION
1,51
50
1.351.374
EIM
1,49
5
611
KVIKA
1,43
3
32.124

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-8,33
78
16.099
SIMINN
-4,19
19
295.432
FESTI
-2,31
9
51.897
EIK
-1,66
5
23.047
SJOVA
-1,45
12
46.997
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.