Viðskipti erlent

Lamborghini innkallar bíla eftir mistök nýs starfsmanns

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lamborghini Aventador SVJ
Lamborghini Aventador SVJ

Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini neyðist til að innkalla 26 nýja Aventador SVJ bíla. Starfsmaður sem hafði nýlega hafið störf hjá framleiðandanum fékk ekki nægilega þjálfun. Hann bar ábyrgð á að setja hurðarlæsingar í bílana. Eftir skamman tíma hættu þær að virka sem skyldi og læstu eigendur þeirra inni í bílunum.

Innra rými Lamborghini Aventador SVJ

Einhver kann að hugsa, það er til verri staður en Lamborghini Aventador til að festast í, en það er sennilega lítil sárabót fyrir viðkomandi starfsmann.

Þetta er fyrsta innköllun Lamborghini vegna SVJ bílanna en Aventador hefur verið innkallaður vegna lausra bolta sem héldu bremsudiskum, vélar þeirra höfðu verið að drepa á sér þegar skipt var niður um gír, framljósin voru ekki samhverf á einhverjum þeirra og eldsneyti lak ofan á púströrið í einhverjum bílum sem kann að valda eldsvoða.

Viðgerðin á hinum frelsissviptandi Aventador SVJ bílum er sem betur fer frekar einföld. Lamborghini hefur verið að setja sig í samband við eigendur bílanna sem þetta varðar. Framleiðandinn hefur neitað að tjá sig um örlög starfsmannsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×