Viðskipti erlent

Segja að hátt í 36 þúsund verði sagt upp síðar í dag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fjölmörg flugfélög um allan heim hafa átt í miklum rekstrarvanda upp á síðkastið vegna hruns í farþegafjölda.
Fjölmörg flugfélög um allan heim hafa átt í miklum rekstrarvanda upp á síðkastið vegna hruns í farþegafjölda. Getty/Bloomberg

Breska ríkisútvarpið BBC hefur heimildir fyrir því að flugfélagið British Airways muni í dag tilkynna að hátt í 36 þúsund starfsmönnum fyrirtæksins verði sagt upp tímabundið.

Flugfélagið hefur kyrrsett meirihluta flugflotans vegna aðgerða sem ríki heims hafa gripið til - til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldurs.

Flugfélagið hefur verið í samningaviðræðum við stéttarfélag starfsmanna í rúma viku en nú hefur náðst samkomulag, þó enn eigi eftir að ganga frá einhverjum smáatriðum.

Hátt í 80% áhafna, flugvirkja og starfsfólks á flugvöllum og skrifstofum fyrirtækisins mun missa vinnuna í dag tímabundið. Uppsögnin er með fyrirheiti um endurráðningu þegar rekstur British Airways nær sér aftur á strik.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×