Sænskur klósettpappírsrisi þakkar hömstrun fyrir methagnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 15:47 Það þurfa flestir á klósettpappír að halda. Vísir/AP Hlutabréf í sænska fyrirtækinu Essity, eins stærsta klósettpappírsframleiðanda heims, hækkuðu mjög í sænsku kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið tilkynnti að hagnaður þess á fyrsta ársfjórðungi hefði vaxið um 67 prósent. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu ýmissa hreinlætisvara, þar á meðal klósettpappírs. Víða um heim gripu óttaslegnir einstaklingar einmitt til þess ráðs að hamstra klósettpappír í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Og nú virðist sem þessi hjarðhegðun hafi skilað sér beint í kassann hjá Essity sem tilkynnti sænsku kauphöllinni það í dag að hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi yrði nálægt 5,3 milljörðum sænskra króna, um 75 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Þar með jókst hagnaðurinn um 67 prósent á milli ársfjórðunga en í tilkynningu Essity er hagnaðurinn helst rakinn til þess að víða um heim hafi klósettpappírinn sem fyrirtækið framleiðir verið hamstraður grimmt. Forsvarsmenn fyrirtækisins gera þó ráð fyrir að hömstrunin geti haft slæm áhrif á sölu fyrirtækisins á klósettpappír í náinni framtíð, þar sem margir sitji nú upp með töluverðar birgðir af klósettpappír. Þá reiknar fyrirtækið með að minni ferðalög og færri heimsóknir á veitingastaði muni skila sér í minnkandi sölu á vörum fyrirtækisins. Svíþjóð Tengdar fréttir Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Landsmenn hamstra sem aldrei fyrr 12. mars 2020 23:15 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréf í sænska fyrirtækinu Essity, eins stærsta klósettpappírsframleiðanda heims, hækkuðu mjög í sænsku kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið tilkynnti að hagnaður þess á fyrsta ársfjórðungi hefði vaxið um 67 prósent. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu ýmissa hreinlætisvara, þar á meðal klósettpappírs. Víða um heim gripu óttaslegnir einstaklingar einmitt til þess ráðs að hamstra klósettpappír í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Og nú virðist sem þessi hjarðhegðun hafi skilað sér beint í kassann hjá Essity sem tilkynnti sænsku kauphöllinni það í dag að hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi yrði nálægt 5,3 milljörðum sænskra króna, um 75 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Þar með jókst hagnaðurinn um 67 prósent á milli ársfjórðunga en í tilkynningu Essity er hagnaðurinn helst rakinn til þess að víða um heim hafi klósettpappírinn sem fyrirtækið framleiðir verið hamstraður grimmt. Forsvarsmenn fyrirtækisins gera þó ráð fyrir að hömstrunin geti haft slæm áhrif á sölu fyrirtækisins á klósettpappír í náinni framtíð, þar sem margir sitji nú upp með töluverðar birgðir af klósettpappír. Þá reiknar fyrirtækið með að minni ferðalög og færri heimsóknir á veitingastaði muni skila sér í minnkandi sölu á vörum fyrirtækisins.
Svíþjóð Tengdar fréttir Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Landsmenn hamstra sem aldrei fyrr 12. mars 2020 23:15 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42