Nú er hægt að elta góða veðrið um landið með kortavef Já.is Já.is 24. apríl 2024 10:49 „Veðrið er óneitanlega umræðuefni sem sameinar þjóðina. Allir geta rætt það óháð aldri,” segir Dagný Laxdal forstöðumaður vefmiðla hjá Sýn um nýja veðurkort Já.is Vilhelm Veðurupplýsingar frá Veðurstofu Íslands eru orðnar aðgengilegar á kortavef Já.is. Þessi nýjung gerir notendum kleift að velja nákvæma staðsetningu á korti og sjá veðurspá næstu daga í rauntíma. Í fyrstu verða veðurupplýsingar í boði á Já.is vefnum, en verður bætt við appið síðar. Íslendingar áhugasamir um veður Fáar þjóðir í heiminum eru jafn áhugasamar um veðrið og Íslendingar enda erum við talsvert háð náttúruöflunum. Mörg skipuleggjum við sumarfríið eingöngu eftir því hvar spáð er að sjáist til sólar og frasinn að „elta góða veðrið" er rótgróinn í málinu. Nýja veðurkortið á Já.is er einfalt í notkun. Valin er staðsetning á kortinu og þá birtist gluggi neðst á skjánum með upplýsingum um veðrið í rauntíma. Þegar smellt er á gluggann opnast spá næstu daga. „Íslendingar eru upp til hópa mikið veðuráhugafólk og við erum ákaflega spennt fyrir að geta nú boðið þeim upp á betri leið til að sjá staðarspá t.d. fyrir sumarbústaðinn. Veðrið er óneitanlega umræðuefni sem sameinar þjóðina. Allir geta rætt það óháð aldri. Þetta er einnig mjög góð viðbót fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur í leit að besta veðrinu," segir Dagný Laxdal forstöðumaður vefmiðla. Vefur í stöðugri þróun Kortavefur Já.is fór í loftið árið 2013 og hefur síðan þá verið þróaður með hjálp notenda og viðskiptavina. Mánaðarlegir notendur kortavefsins eru í kringum 130.000 og inniheldur vefurinn einnig vegvísun fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur ásamt 360°götumyndum. Veður Ferðalög Færð á vegum Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
Þessi nýjung gerir notendum kleift að velja nákvæma staðsetningu á korti og sjá veðurspá næstu daga í rauntíma. Í fyrstu verða veðurupplýsingar í boði á Já.is vefnum, en verður bætt við appið síðar. Íslendingar áhugasamir um veður Fáar þjóðir í heiminum eru jafn áhugasamar um veðrið og Íslendingar enda erum við talsvert háð náttúruöflunum. Mörg skipuleggjum við sumarfríið eingöngu eftir því hvar spáð er að sjáist til sólar og frasinn að „elta góða veðrið" er rótgróinn í málinu. Nýja veðurkortið á Já.is er einfalt í notkun. Valin er staðsetning á kortinu og þá birtist gluggi neðst á skjánum með upplýsingum um veðrið í rauntíma. Þegar smellt er á gluggann opnast spá næstu daga. „Íslendingar eru upp til hópa mikið veðuráhugafólk og við erum ákaflega spennt fyrir að geta nú boðið þeim upp á betri leið til að sjá staðarspá t.d. fyrir sumarbústaðinn. Veðrið er óneitanlega umræðuefni sem sameinar þjóðina. Allir geta rætt það óháð aldri. Þetta er einnig mjög góð viðbót fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur í leit að besta veðrinu," segir Dagný Laxdal forstöðumaður vefmiðla. Vefur í stöðugri þróun Kortavefur Já.is fór í loftið árið 2013 og hefur síðan þá verið þróaður með hjálp notenda og viðskiptavina. Mánaðarlegir notendur kortavefsins eru í kringum 130.000 og inniheldur vefurinn einnig vegvísun fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur ásamt 360°götumyndum.
Veður Ferðalög Færð á vegum Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira