Fleiri fréttir

Tæp­lega 98 þúsund bækur seldust

97.827 bækur seldust á Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda á Laugardalsvelli í ár sem jafngildir því að um 26 prósent allra íbúa landsins hafi náð sér í bók eða ríflega fjórðungur landsmanna.

„Árangur okkar þarf ekki að vera á kostnað Icelandair“

„Ég lít á þetta eins og verslun. Ég er ekki að fara að bjóða upp á gosdrykkjamerki sem enginn vill kaupa. Ég er ekki af hrifinn af hugmyndinni að þú „þurfir að gefa þessu eitt til tvö ár,“ eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er eins og að hafa tilfinningu fyrir einhverju. Annaðhvort bregst markaðurinn við eða ekki,“ segir Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play.

Vörður tapaði 737 milljónum króna

Tryggingafélagið Vörður tapaði 737 milljónum króna árið 2022. Neikvæð afkoma skýrist samkvæmt fyrirtækinu einkum af óhagstæðum aðstæðum á verðbréfamarkaði. Forstjóri Varðar segir rekstrarniðurstöðuna vera vonbrigði.

Val­gerður og Jóhannes til Terra

Valgerður Sigrúnar Vigfúsardóttir og Jóhannes Karl Kárason hafa tekið við stjórnunarstöðum hjá Terra umhverfisþjónustu.

Tveir af hverjum fimm frá Bret­landi og Banda­ríkjunum

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 137 þúsund í nýliðnum febrúar samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða álíka margar brottfarir og í febrúar árið 2020 og um 86 prósent af því sem þær voru í febrúar 2018 eða þegar mest var.

Naustið selt

Húsið sem áður hýsti veitingastaðinn Naustið við Vesturgötu í Reykjavík hefur verið selt. Seljandinn segist hafa þurft að bíða í nokkur ár eftir rétta kaupandanum. 

Bein út­sending: Iðn­þing 2023

Stóru vaxtartækifærin á Íslandi verða til umræðu á Iðnþingi 2023 sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 14 og 16 í dag.

Heildin hafi það býsna gott

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði.

Elísabet til Haga

Elísabet Austmann hefur verið ráðin forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála hjá Högum hf. Til viðbótar við störf tengdum nýsköpunar- og markaðsmálum mun Elísabet einnig bera ábyrgð á vörumerkja- og sam­skipta­mál­um Haga á breiðum grunni.

Grettir frá Aton.JL til Spor

Grettir Gautason hefur verið ráðinn til samskipta- og ráðgjafastofunnar Spor þar sem hann mun veita viðskiptavinum stofunnar ráðgjöf í almannatengslum og samskiptum ásamt því að hafa umsjón með greiningar- og skýrsluvinnu fyrirtækisins.

Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter.

Athugasemd gerð við tíst Haraldar

Athugasemd hefur verið bætt við tíst Haraldar Þorleifssonar þar sem hann svarar Elon Musk, eiganda Twitter. Þar segir að Musk hafi, eftir að hafa tístað um vangetu Haraldar til að vinna og fötlun, talað við Harald og beðist afsökunar.

Ekki skrýtið að fólk sé hrætt við skatt­fram­talið

Lögmaður með sérþekkingu á sviði skattalöggjafar segir það ekki vera skrýtið að fólk sé hrætt við skattframtalið. Lagaumhverfið á sviðinu vefjist jafnvel fyrir færustu lögmönnum. Hún segir mikilvægt að fólk fari vel yfir framtalið og fer yfir það helsta sem þarf að hafa í huga þegar það er gert.

Val­geir nýr fram­kvæmda­stjóri happ­drættis DAS

Valgeir Elíasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri happdrættis DAS. Hann mun starfa við hlið fráfarandi forstjóra, Sigurðar Ágústs Sigurðssonar, fram í maí næst komandi. Sigurður hefur verið forstjóri happdrættisins í 33 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs.

Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar

Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 

Valli flatbaka segir skilið við Flatbökuna

Valgeir Gunnlaugsson hefur verið þekktur sem Valli flatbaka síðan hann stofnaði pizzustaðinn Íslensku flatbökuna. Nú verður þó breyting þar á þar sem Valgeir hefur selt reksturinn.

RB sendi gögn um við­skipta­vini indó á vit­lausan banka

Mistök urðu í gagnaafhendingu Reiknistofu bankanna (RB) sem varð til þess að gögn um fjárhagsfærslur viðskiptavina indó voru send inn í lokað tölvukerfi Kviku banka. Kvika hvorki skoðaði né rýndi í gögnin heldur var þeim tafarlaus eytt. 

Haraldur svarar á­sökunum Musk fullum hálsi

Ekki sér fyrir endann á ritdeilum milli Elon Musk, eiganda Twitter, og Haralds Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrverandi starfsmanns Twitter sem hófust í nótt. Haraldur hefur útskýrt vöðvarýrnun sem hann glímir við fyrir Musk og spyr hvort hann ætli ekki örugglega að gera upp skuld sína gagnvart Haraldi.

Hótel, bað­lón og heilsu­lind við Langa­sand á Akra­nesi

Viljayfirlýsing um uppbyggingu við Langasand á Akranesi var undirrituð í dag. Byggt verður hótel, baðlón og heilsulind á svæðinu en einnig er áformuð uppbygging á svæði ÍA þar sem verða nýir knattspyrnuvellir fyrir félagið og stórbætt aðstaða fyrir iðkendur og íbúa. 

Vöruviðskiptin óhagstæð um 25,9 milljarða

Fluttar voru út vörur fyrir 73,8 milljarða króna í febrúar 2023 og inn fyrir 99,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Vöruviðskiptin í febrúar voru því óhagstæð um 25,9 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 15,1 milljarð króna í febrúar 2022 á gengi hvors árs fyrir sig.

Play mun fljúga til Glasgow

Flugfélagið Play hyggst hefja áætlunarflug til Glasgow í Skotlandi og verður fyrsta flugið föstudaginn 26. maí næstkomandi.

Annar met­sölu­mánuður Play í röð

Flugfélagið Play flutti 63.949 farþega í febrúar á þessu ári. Um er að ræða annan metsölumánuðinn í röð og segir í tilkynningu frá Play að þetta sé til marks um aukna eftirspurn og styrk sölu og leiðakerfis. 

Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum.

Veit ekki enn hvort honum hafi verið sagt upp

Haraldur Ingi Þorleifsson segist ekki enn vita hvort honum hafi verið sagt upp hjá samfélagsmiðlinum Twitter. Hann segir Elon Musk, forstjóra og eigenda fyrirtækisins, ekki hafa svarað sér síðan lokað var á aðgang hans að kerfum fyrirtækisins.

Reykja­nes geti orðið kyndil­beri í grænni upp­­byggingu

Reykjanesklasinn gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík og er ætlunin að breyta húsnæðinu í svokallaðan grænan iðngarð. Reykjanesið geti orðið kyndilberi í grænni uppbyggingu enda mikil tækifæri á svæðinu.

Tvær konur taka við stjórnunarstöðum hjá Advania

Júlía Pálmadóttir Sighvats og Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir hafa tekið við stjórnunarstöðum hjá Advania. Júlía er nýráðin til fyrirtækisins sem forstöðumaður hjá viðskiptalausnum. Guðrún Þórey er orðin deildarstjóri eftir sex ára starf sem forritari hjá viðskiptalausnum Advania.

Einar ráðinn fram­kvæmda­stjóri Sólar

Ræstingafyrirtækið Sólar ehf. hefur ráðið Einar Hannesson sem nýjan framkvæmdastjóra. Hann tók við starfinu 1. mars síðastliðinn af Þórsteini Ágústssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri hjá félaginu frá árinu 2007.

Norskt fé­lag kaupir Þyrlu­þjónustuna

Norska félagið Helitrans AS hefur keypt allt hlutafé í Þyrluþjónustunni ehf. sem á Helo og Reykjavík Helicopters. Seljandi er Narro ehf. og er kaupverðið trúnaðarmál.

Leiga og verðbólga lækkaði hagnað Nova

Heildartekjur fjarskiptafélagsins Nova jukust um 4,6% á árinu 2022 og fóru úr 12.083 í 12.641 milljónir króna milli ára. Þar af var 10% vöxtur í þjónustutekjum sem námu 9.110 milljónum króna á síðasta ári. Vöxturinn er sagður einkum tilkominn vegna fjölgunar viðskiptavina á árinu.

Draumagiggið fyrir að­fanga­keðju­nördið

„Þetta tækifæri bauðst. Þetta samtal byrjaði fyrir einhverjum mánuðum síðan og var í raun algert draumagigg að hoppa inn í. Ég er aðfangakeðju- og innkaupanörd út í eitt og það er mjög spennandi að komast inn í stærsta smásölufyrirtæki landsins. Það kitlaði hrikalega.“

Sjá næstu 50 fréttir