Viðskipti innlent

Grettir frá Aton.JL til Spor

Atli Ísleifsson skrifar
Grettir Gautason.
Grettir Gautason. Spor

Grettir Gautason hefur verið ráðinn til samskipta- og ráðgjafastofunnar Spor þar sem hann mun veita viðskiptavinum stofunnar ráðgjöf í almannatengslum og samskiptum ásamt því að hafa umsjón með greiningar- og skýrsluvinnu fyrirtækisins.

Í tilkynningu kemur fram að Grettir hafi áður starfað sem samskiptaráðgjafi hjá Aton.JL og sem almannatengill hjá Hér og Nú. 

„Hann hefur einnig starfað sem staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia og sem verkefnastjóri hjá Kjarnanum. Grettir lauk BA gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands auk þess sem hann lærði almannatengsl og samskipti á mastersstigi í Universidade Fernando Pessoa í Portúgal.“

Um Spor segir að sé stefnumiðað samskiptafyrirtæki sem vinni með fyrirtækjum og stofnunum að skipulögðum samskiptum og almannatengslum. „Meðal verkefna Spor má nefna stefnumiðaðar samskiptastefnur, krísustjórnun, stjórnendaráðgjöf, greiningar, fjölmiðlasamskipti auk annarrar ráðgjafar á sviði samskipta og miðlunar.“

Grétar Theodórsson er framkvæmdastjóri Spor.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×