Viðskipti innlent

Play mun fljúga til Glasgow

Atli Ísleifsson skrifar
Glasgow í Skotlandi.
Glasgow í Skotlandi. Getty

Flugfélagið Play hyggst hefja áætlunarflug til Glasgow í Skotlandi og verður fyrsta flugið föstudaginn 26. maí næstkomandi.

Í tilkynningu frá félaginu segir að miðasala sé þegar hafin og að félagið muni fljúga til skosku borgarinnar fjórum sinnum í viku - á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Þá segir að Glasgow muni tengjast að fullu við Norður-Ameríku leiðakerfi Play.

„Flugtíminn á milli Glasgow og Íslands er einstaklega hentugur fyrir Íslendinga, en það tekur aðeins tvo klukkutíma og 25 mínútur að komast þangað með áætlunarflugi Play.

Glasgow hefur í fjölda ára notið mikilla vinsælda meðal Íslendinga og er borgin í miklu uppáhaldi þess sem kann að meta góða veitingastaði og versla á góðum kjörum. Með tilkomu Playtil Glasgow verður hægt að fá flug á betri kjörum til þessarar töfrandi borgar,“ segir í tilkynningunni. 


Tengdar fréttir

Annar met­sölu­mánuður Play í röð

Flugfélagið Play flutti 63.949 farþega í febrúar á þessu ári. Um er að ræða annan metsölumánuðinn í röð og segir í tilkynningu frá Play að þetta sé til marks um aukna eftirspurn og styrk sölu og leiðakerfis. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×