Viðskipti innlent

Vil­hjálmur Theo­dór nýr for­stöðu­maður sölu hjá Voda­fone

Atli Ísleifsson skrifar
Vil­hjálmur Theo­dór Jónsson.
Vil­hjálmur Theo­dór Jónsson. Vodafone

Vilhjálmur Theodór Jónsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður sölu hjá Vodafone.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að um sé að ræða forstöðumannastöðu innan fyrirtækisins þar sem lykiláhersla sé að leiða söluleiðir á fjarskiptum og sjónvarpsáskriftum til einstaklinga og smærri fyrirtækja.

„Vilhjálmur Theodór hefur starfað lengi í fjarskiptum og verið deildarstjóri hjá Vodafone við sölu og þjónustu til fyrirtækja á fjarskiptalausnum. Nú tekur hann við sviði þar sem sala til einstaklinga og smærri fyrirtækja verður lykiláherslan ásamt hámarks nýtingu á tækni í söluferlum. 

Vilhjálmur Theodór er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. 

Vísir er í eigu Sýnar





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×