Viðskipti innlent

Tvær konur taka við stjórnunarstöðum hjá Advania

Máni Snær Þorláksson skrifar
Júlía Pálmadóttir Sighvats og Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir.
Júlía Pálmadóttir Sighvats og Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir. Advania

Júlía Pálmadóttir Sighvats og Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir hafa tekið við stjórnunarstöðum hjá Advania. Júlía er nýráðin til fyrirtækisins sem forstöðumaður hjá viðskiptalausnum. Guðrún Þórey er orðin deildarstjóri eftir sex ára starf sem forritari hjá viðskiptalausnum Advania.

Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu mun Júlía koma til með að leiða þjónustu, ráðgjöf og innleiðingar lykilviðskiptavina í fjárhagskerfunum Dynamics 365 Finance og Business Central.

Júlía er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá háskólanum í Skövde, meistaragráðu í verkefnastjórnun og diplómu í jákvæðri sálfræði frá Háskóla Íslands. Auk þess hefur hún lokið PMD-námi frá Háskólanum í Reykjavík og miniMBA náminu „leiðtoginn og stafræn umbreyting“ hjá Akademias. Júlía lauk grunnnámi í markþjálfun hjá Profectus og lýkur námi í exective coaching hjá Opna háskólanum í maí.

Guðrún Þórey er nýr deildarstjóri Business Central Saas og Snjallra. Hennar starf mun felast í því að leiða þjónustu og innleiðingar á skýjalausnum hjá viðskiptavinum fyrirtækisins.

Guðrún Þórey hefur unnið sem forritari í viðskiptakerfum Advania undanfarin sex ár og þar á undan hjá LS Retail. Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af Business Central og hefur tekið þátt í skýjavæðingu fjölmargra viðskiptavina. Guðrún Þórey hefur einnig reynslu af kennslu úr Ölduselsskóla en hún er með BS-gráðu í tölvunarfræði og B.Ed í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×