Viðskipti innlent

Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk

Máni Snær Þorláksson skrifar
Haraldur Þorleifsson segir að lífið sé of stutt fyrir neikvæðni.
Haraldur Þorleifsson segir að lífið sé of stutt fyrir neikvæðni. Vísir/Vilhelm

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter.

„Ég er að tilkynna eitt á morgun,“ segir Haraldur í færslu sem hann birti á Twitter í nótt. „Þetta hefur ekkert að gera með nokkuð sem hefur gerst á síðustu dögum,“ segir hann svo og er þá að vísa til ritdeilunnar við Musk.

Ritdeilan hófst í kjölfar þess sem Musk svaraði spurningum Haraldar á Twitter um hvort hann væri ennþá starfsmaður Twitter. Rúmri viku fyrr hafði vinnutölvu Haraldar verið læst en hann vantaði staðfestingu á því hvort honum hefði verið sagt upp eða ekki. 

Deilunni lauk svo með því að Musk bað Harald afsökunar og sagði að hann væri að íhuga að hefja aftur störf hjá Twitter. 

„Þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera vinna að í langan tíma og ég er stoltur af þessu en líka feiminn með þetta.“

Ætlar ekki að láta lífið snúast um ritdeiluna

Haraldur tjáir sig þá um ritdeiluna við Musk. Hann segist ekki vilja að lífið sitt snúist bara um hana þar sem hún sé ekki svo áhugaverð.

„Það að vera aðalpersóna á Twitter er áhugavert en það þýðir líka að ég er núna með fullt af nýjum fylgjendum sem þekkja mig bara út frá þessu. En þetta er ekki það sem ég vill að lífið mitt snúist um og þetta er í alvörunni ekki það áhugavert.“

Hann varar fylgjendur sína við að hann ætli ekki bara að tala alltaf um ritdeiluna. „Það er svo mikið af öðrum skemmtilegum hlutum og lífið er of stutt til að eyða því í neikvæðni.“


Tengdar fréttir

Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar

Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×