Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. Þar er lagt til að Einar Örn Ólafsson, Skúli Skúlason, Guðný Hansdóttir og María Rúnarsdóttir sitji áfram í stjórn. Þá er lagt til að Sigurður Kári Kristjánsson verði áfram varamaður í stjórn.
Einar Örn er núverandi formaður stjórnar Play og Skúli varaformaður stjórnar.
Valentín Lago er með þriggja áratuga reynslu í fluggeiranum, bæði sem stjórnarmaður og sem framkvæmdastjóri. Hann var stofnandi og framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Iberia Express og hjá Vueling, auk þess að gegna stöðu forstjóra Air Europa.
Síðustu ár hefur hann rekið sitt eigið ráðgjafafyrirtæki, en hann er menntaður flugvélaverkfræðingur og með doktorsgráðu í hagfræði.