Viðskipti innlent

Valentín Lago kemur nýr inn í stjórn Play í stað Auðar Bjarkar

Atli Ísleifsson skrifar
Aðalfundur Play fer fram 7. mars næstkomandi.
Aðalfundur Play fer fram 7. mars næstkomandi. Vísir/Vilhelm

Spánverjinn Valentín Lago kemur nýr inn í stjórn flugfélagsins Play samkvæmt tillögu sem lögð verður til samþykktar á aðalfundi félagsins sem fram fer 7. mars. Lago kæmi inn í stjórnina í stað Auðar Bjarkar Guðmundsdóttur.

Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. Þar er lagt til að Einar Örn Ólafsson, Skúli Skúlason, Guðný Hansdóttir og María Rúnarsdóttir sitji áfram í stjórn. Þá er lagt til að Sigurður Kári Kristjánsson verði áfram varamaður í stjórn.

Einar Örn er núverandi formaður stjórnar Play og Skúli varaformaður stjórnar.

Valentín Lago er með þriggja áratuga reynslu í fluggeiranum, bæði sem stjórnarmaður og sem framkvæmdastjóri. Hann var stofnandi og framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Iberia Express og hjá Vueling, auk þess að gegna stöðu forstjóra Air Europa.

Síðustu ár hefur hann rekið sitt eigið ráðgjafafyrirtæki, en hann er menntaður flugvélaverkfræðingur og með doktorsgráðu í hagfræði.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×