Fleiri fréttir

Fyrrverandi starfsmenn Bensinlaus.is saka stjórnendur um svik

Fyrrverandi starfsmenn bílasölunnar Bensinlaus.is saka æðstu stjórnendur fyrirtæksins um að selja bifreiðar sem þeir vita að eru ekki til og ellilífeyrisþegi sem greiddi nær 8 milljónir fyrir nýjan Ford Mustang fyrir þremur mánuðum, hefur hvorki fengið bíl né svör.

Segir tenginguna marka þáttaskil í rekstri Play

Fyrsta ferð Play vestur um haf var flogin frá Keflavíkurflugvelli í dag. Að sögn forstjóra félagsins markar tenging á milli Bandaríkja og Evrópu í gegnum Ísland þáttaskil í rekstrinum.

Réðu flóttamann frá Úkraínu til starfa

Roman Drahulov hefur verið ráðinn til starfa hjá hafnarþjónustu Faxaflóahafna en hann flúði nýverið frá heimalandi sínu Úkraínu vegna stríðsástandsins í landinu. Roman er á 23. aldursári og um leið yngsti núverandi starfskraftur hafnarþjónustunnar. Hann er jafnframt fyrsti erlendi starfsmaðurinn sem ráðinn er til Faxaflóahafna.

Nova undir­býr skráningu á markað

Nova hefur ákveðið að hefja undirbúning á skráningu hlutabréfa félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Stefnt að skráningu á fyrri helmingi þessa árs.

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 869,9 stig í mars og hækkar um 3,1 prósent milli mánaða. Þetta er mesta hækkunin á einum mánuði frá því í mars 2021, þegar vísitalan hækkaði um 3,3 prósent milli mánaða.

EasyJet hefur beint flug frá Keflavík til Mílanó

Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur hafið sölu á flugferðum frá Keflavík til Mílanó á Ítalíu. Fyrsta flugið verður 28. maí og stefnir EasyJet á að fljúga allt að þrjú flug í viku þegar mest lætur.

Einum erfiðasta vetri Lands­virkjunar loks lokið

Landsvirkjun hefur afnumið allar skerðingar til raforkukaupenda en vatnsstaðan í miðlunarlónum fyrirtækisins fer hratt batnandi. Í ljósi þess hefur Landsvirkjun nú tilkynnt fiskimjölsverksmiðjum og fiskþurrkunum að skerðingar á afhendingu til þeirra séu afturkallaðar.

Advania kaupir Azzure IT

Advania hefur fest kaup á breska fyrirtækinu Azzure IT sem sérhæfir sig í viðskiptakerfum Microsoft í skýinu. Með kaupunum bætast sextíu nýir sérfræðingar á því sviði í hóp Advania-samstæðunnar.

Ragnar frá Póstinum til Tix

Ragnar Skúlason hefur verið ráðinn til að leiða hugbúnaðarþróun hjá Tix Ticketing. Hann kemur frá Póstinum þar sem hann var teym­is­stjóri hug­búnaðarþró­un­ar í upp­lýs­inga­tækni­deild. Ragnar er með tuttugu ára reynslu og þekkingu af hugbúnaðargerð.

Leitar eftir aðilum til að reisa, fjármagna og reka Ölfusárbrú

Vegagerðin hefur hafið útboðsferli nýrrar Ölfusárbrúar í einkaframkvæmd með auglýsingu eftir upplýsingum um áhugasama bjóðendur. Leitað er eftir aðilum sem hafa áhuga á að semja við Vegagerðina, í kjölfar útboðs, um hönnun, framkvæmd, fjármögnun, rekstur og viðhald mannvirkjanna til allt að þrjátíu ára.

Bestu íslensku auglýsingar síðasta árs verðlaunaðar

Icelandverse auglýsingin sem náði athygli Mark Zuckerberg, Atlantsolíu söngurinn sem erfitt er að fá ekki á heilann og jólaauglýsingin frá Icelandair um flugmanninn sem mokaði flugvélina út í New York eru meðal þeirra auglýsinga sem voru valdar þær bestu í sínum flokki.

Hús­næðis­verð haldi á­fram að hækka

Gert er ráð fyrir því að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka samkvæmt nýútkominni fjárhagsáætlun fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Frá upphafi árs 2020 hefur íbúðaverð á landsvísu hækkað um 29%.

34 minnkað við sig og 60 birtast ekki á hlut­haf­alista

Alls hafa 34 fjárfestar sem keyptu í nýlegu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka minnkað eignarhlut sinn að hluta og selt á hærra verði, samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins sem byggja á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka og lista yfir þá sem fengu hlut í útboðinu.

Siggi Gunnars nýr tónlistarstjóri Rásar 2

Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars, hefur verið ráðinn tónlistarstjóri Rásar 2. Siggi starfaði áður sem dagskrár- og tónlistarstjóri útvarpsstöðvarinnar K100.

Arion ræður nýjan reglu­vörð og nýja for­stöðu­menn

Arion banki hefur ráðið Andrés Fjeldsted í starf regluvarðar, Elísabetu Árnadóttur í starf forstöðumanns lítilla og meðalstórra fyrirtækja á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði og Hreiðar Má Hermannsson í starf forstoðumanns fyrirtækjaráðgjafar bankans.

Lilja nýr stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri

Lilja Gísladóttir hefur verið ráðin stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri frá og með 1. maí. Lilja hefur starfað hjá Póstinum frá árinu 2002, fyrst sem þjónustufulltrúi og síðar sem þjónustustjóri.

Sól­veig ráðin fram­kvæmdar­stjóri Saga Natura

Sólveig Stefánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Saga Natura og tekur hún við starfinu af Lilju Kjalarsdóttur sem tekur við nýrri stöðu hjá lyfjafyrirtækinu Alvotech.

Skógarböðin opna ekki fyrr en allt er klárt

Það styttist í að Skógarböðin við Akureyri verði tekin í gagnið eftir miklar framkvæmdir í vetur. Búið er að prufukeyra böðin sem verða þó ekki opnuð fyrr en allt er klárt. Eigendurnir vilja ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á opnun.

Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög

ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT.

Fimmti fjöl­mennasti mars­mánuðurinn

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 101 þúsund í nýliðnum marsmánuði. Í sögulegu samhengi þá er um að ræða fimmta fjölmennasta marsmánuðinn frá því mælingar hófust.

Kröfur upp á milljarð í þrota­bú Capi­tal Hotels

Alls námu lýstar kröfur í þrotabú CapitalHotels ehf. rétt tæplega milljarði króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu en búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þann 8. júlí árið 2020.

Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk

Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 

Stöðva fram­leiðslu á Ísey skyri í Rúss­landi

Ísey útflutningur ehf. hefur rift leyfissamningi sínum við rússneska félagið IcePro um framleiðslu og dreifingu á skyri undir merkjum ISEY-skyr fyrir Rússlandsmarkað. Á sama tíma hefur Kaupfélag Skagfirðinga dregið sig úr eignarhaldi á félaginu IcePro.

Sex­falt fleiri gisti­nætur á hótelum

Ætla má að gistinætur á hótelum hafi verið um 307.000 talsins í marsmánuði og þar af hafi gistinætur Íslendinga verið um 73.000. Þetta má lesa úr nýjum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands en til samanburðar voru gistinætur á hótelum um 49.700 í mars 2021.

Opna Bæjarins beztu við Hlemm og hressa upp á út­lit 10-11

Bæjarins bestu pylsur hafa opnað stað inni í verslun 10-11 sem stendur á Laugavegi við Hlemm. Opnun staðarins í versluninni, auk nýs staðar Sbarro á sama stað, kemur á sama tíma og Orkan, sem rekur verslanir 10-11, hefur gert breytingar á útliti verslananna.

Bene­dikt ráðinn teymis­stjóri hjá Póstinum

Benedikt Þorgilsson hefur verið ráðinn sem teymisstjóri hugbúnaðarþróunar í upplýsingatæknideild hjá Póstinum, og hefur þegar hafið störf. Hann mun hafa yfirumsjón með hugbúnaðarteymi Póstsins og leiða verkefni sem tengjast ytri kerfum.

Sjá næstu 50 fréttir