Viðskipti innlent

Lilja nýr stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lilja Gísladóttir hefur verið ráðin sem stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri.
Lilja Gísladóttir hefur verið ráðin sem stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri. Aðsend

Lilja Gísladóttir hefur verið ráðin stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri frá og með 1. maí. Lilja hefur starfað hjá Póstinum frá árinu 2002, fyrst sem þjónustufulltrúi og síðar sem þjónustustjóri.

Lilja mun í nýju starfi leiða alla starfsemi pósthúsa og póstvinnslu á Eyjafjarðarsvæðinu. Haft er eftir Lilju í tilkynningu að í nýju starfi felist einstakt tækifæri og sú þekking og reynsla sem hún hafi muni koma sér vel í nýju hlutverki.

„Undanfarin ár hafa verið ár breytinga, m.a. í takt við óskir okkar viðskiptavina um stafrænar og hraðar lausnir. Ég hlakka til að taka þátt í spennandi verkefnum með nýju teymi og nýjum áskorunum,“ segir Lilja.

Rætt var við Lilju í Atvinnulífinu á Vísi síðastliðinn febrúar. Viðtalið við hana má lesa hér að neðan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×