Viðskipti innlent

Siggi Gunnars nýr tónlistarstjóri Rásar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Siggi Gunnars er nýr tónlistarstjóri Rásar 2.
Siggi Gunnars er nýr tónlistarstjóri Rásar 2. RÚV

Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars, hefur verið ráðinn tónlistarstjóri Rásar 2. Siggi starfaði áður sem dagskrár- og tónlistarstjóri útvarpsstöðvarinnar K100.

Starfið var auglýst í byrjun mars og gengið frá ráðningu í gær að því er fram kemur í tilkynningu frá RÚV. Þar segir að Siggi hafi uppfyllt allar hæfniskröfur og hafi hann menntun á sviði fjölmiðlafræði og útvarps ásamt því að búa yfir reynslu af dagskrárgerð og tónlistarstjórn. Siggi hefur störf á RÚV um mánaðamótin. 

Siggi er menntaður fjölmiðlafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og með meistaragráðu í faginu með áherslu á útvarp frá háskólanum í Sunderland á Englandi. 

Siggi hefur frá árinu 2017 unnið hjá Árvakri, útgefanda mbl.is, Morgunblaðsins og K100, og hefur hann auk þess að sinna útvarpinu skrifað tónlistar- og afþreyingartengdar fréttir og stýrt vinsælum bingóþáttum á mbl.is. 

Siggi stjórnar eigin útvarpsþætti á K100 á milli klukkan 14 og 16 og er svo annar þáttastjórnenda Síðdegisþáttarins sem tekur svo við klukkan 16. Óvíst er hvað verði um hann er Friðrik Ómar er nýtekinn við þáttastjórnun með Sigga af Loga Bergmann Eiðssyni fjölmiðlamanni, sem fór í leyfi frá störfum í janúar. 


Tengdar fréttir

Friðrik Ómar tekinn við af Loga

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er tekinn við af Loga Bergmanni Eiðssyni, fjölmiðlamanni, í Síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni K100. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×