Viðskipti innlent

Segir tenginguna marka þáttaskil í rekstri Play

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Fyrsta flug Play vestur um haf var til Washington.
Fyrsta flug Play vestur um haf var til Washington.

Fyrsta ferð Play vestur um haf var flogin frá Keflavíkurflugvelli í dag. Að sögn forstjóra félagsins markar tenging á milli Bandaríkja og Evrópu í gegnum Ísland þáttaskil í rekstrinum.

Fyrsta flugið var til Washington en félagið mun fljúga þangað daglega auk þess að hefja bráðum ferðir til Boston og New York.

Flugstjóri dagsins, sem kom að stofnun félagsins, segir spennandi tíma fram undan þrátt fyrir augljósar áskoranir í flugheiminum.

„Með svona sterku félagi og þekktum leiðum sem við vitum að virka, þá er ég mjög bjartsýnn með þessum frábæra hóp sem er á bak við félagið,“ segir Arnar Már Magnússon, flugstjóri.

Aðspurður um hvort það séu einhverjar áskoranir sem hann óttast segir Arnar vissulega krefjandi tíma fram undan eftir Covid-faraldurinn. Það sé þó ekkert sem að hópurinn ráði ekki við.

Birgir Jónsson, forstjóri Play, segist mjög bjartsýnn á framhaldið.

„Við sjáum alveg gríðarlega góða bókunarstöðu og ég held að við séum að fara í gríðarlega gott ferðamannaár á Íslandi sem að ég held að skipti mestu máli fyrir þjóðarbúið,“ segir Birgir.

„En við vitum alveg hvað við erum að gera og ætlum að gera hlutina á þann hátt að allt gangi upp,“ segir hann enn fremur.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.