Fleiri fréttir

Spá því að stýrivextir tvöfaldist fyrir árslok 2022

Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans haldist óbreyttir eftir næstu vaxtaákvörðun bankans í næstu viku. Því er þó spáð að stýrivextirnir verði komnir í 2,0 prósent fyrir árslok 2022.

Klámhögg fyrir OnlyFans-stjörnur

Vefþjónustan OnlyFans segist vera að banna klám á miðlum sínum, en kynferðislegt myndefni hefur verið helsti punktur forritsins frá upphafi. Talsmenn fyrirtækisins segja að nekt verði áfram leyfð, en að samhengi hennar verði að vera í takt við viðmið síðunnar.

Selja Höfrung III og kaupa Iivid á tæpa 1,2 milljarða

Brim hefur selt Höfrung III AK 250 til Rússlands og verður skipið afhent nýjum eigendum í september næstkomandi. Félagið hefur jafnframt keypt 1.969 brúttótonna skip frá Arctic Prime Fisheries ApS á tæpa 1,2 milljarða króna.

Tekjur Íslendinga: Vigdís sú eina á topp tíu með körlunum

Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ber höfuð og herðar yfir aðra embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja hvað varðar tekjur. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar Verslunar var Óskar Sesar með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er eina konan á topp tíu listanum.

„Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn“

Jón Mýrdal, eigandi Húrra og Skuggabaldurs í miðbæ Reykjavíkur, segir að sér finnist sú framtíðarsýn sem sett er fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19 vera hræðileg. Hann bendir á að á skemmtistöðum sé farið eftir ströngum kröfum um sóttvarnir, annað en til dæmis í partýum í heimahúsum.

Fjögur ráðin til KPMG sem ráð­gjafar

Anna-Bryndís Zingsheim Rúnudóttir, Björg Ýr Jóhannsdóttir, Helena Júlía Kristinsdóttir og Ingvar Ágúst Ingvarsson hafa verið ráðin sem ráðgjafar á ráðgjafasviði KPMG.

Tekjur Ís­lendinga: Tekjur for­stjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur.

Hættir sem for­stjóri Olís

Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Íslands ehf. (Olís), hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu og hafa hann og stjórn gengið frá samkomulagi þar að lútandi.

Rektor HR tekur við starfi for­stjóra Awa­reGO

Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor Háskólans í Reykjavík, mun taka við starfi forstjóra netöryggisfyrirtækisins AwareGO um mánaðarmótin. Hann tekur við starfinu af Ragnari Sigurðssyni, einum stofnanda fyrirtækisins.

Fimm milljarða hagnaður á hálfu ári

Tryggingafélagið Sjóvá hagnaðist um 5,2 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. þar af um 3,1 milljarð á öðrum ársfjórðungi. Forstjóri félagsins segir fjárhagslegan styrk félagsins hafa aukist umtalsvert.

Frá Rauða krossinum til Við­skipta­ráðs

Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðskiptaráði Íslands þar sem hann mun annast samskipta- og miðlunarmál ráðsins.

Hlölli og fjölskylda opna Litlu kaffistofuna

Hlöðver Sigurðsson, stofnandi Hlöllabáta, hefur tekið við rekstri Litlu kaffistofunnar, ásamt fjölskyldu sinni. En Litla kaffistofan mun brátt opna dyr sínar á ný eftir að hafa verið lokað fyrr í sumar.

Velta er­lendra korta hátt í tvö­faldaðist milli mánaða

Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi nam 23,7 milljörðum króna í júlí. Það er 14 milljarða hækkun frá sama mánuði í fyrra eða sem nemur 144 prósent aukningu. Jókst erlend velta um 11 milljarða á milli júní og júlí 2021 eða um 87 prósent.

Brauð & Co opnar bílalúgu á Laugavegi

Brauð & Co hyggst opna nýja verslun í húsnæði Skeljungs við Laugaveg 180 í haust. Þar verður meðal annars boðið upp á afgreiðslu á brauði í gegnum bílalúgu, sem telst nýjung á Íslandi.

Um þriðjungur íbúða selst á yfirverði

Um þriðjungur allra íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst á yfirverði og verð á sérbýlum hefur hækkað gríðarlega. Þá hefur framboð á húsnæði í borginni dregist saman um sextíu prósent á einu ári.

Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu

Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu.

Signý Sif tekur við af Sigfúsi hjá Eyri Invest

Signý Sif Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármögnunar hjá Eyri Invest hf. Sigfús Oddsson, sem sinnt hefur starfinu frá 2011 hefur ákveðið að láta af störfum.

Nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar

Erla Björg Gunnarsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hún tekur við starfinu af Þóri Guðmundssyni. Kolbeinn Tumi Daðason, sem hefur verið fréttastjóri Vísis síðustu sjö ár, verður fréttastjóri allra miðla fréttastofunnar.

Ernst & Young velur Guðmund Fertram einn af frumkvöðlum ársins

Ernst & Young í Bandaríkjunum hefur útnefnt Guðmund Fertram Sigurjónsson, forstjóra Kerecis, sem einn af ellefu frumkvöðlum ársins 2021 í Mið-Atlantshafsflokknum. Verðlaunin eru á meðal þeirra stærstu sem í boði eru fyrir frumkvöðlastörf.

Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí

Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst.

Ívar fram­kvæmda­stjóri fjár­mála hjá Icelandair

Ívar S. Kristinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group. Hann hafði áður gegnt stöðunni tímabundið frá því í maí og hefur Ívar sömuleiðis gegn ýmsum stjórnendastöðum hjá félaginu á undanförnum árum.

Sjá næstu 50 fréttir