Um þriðjungur íbúða selst á yfirverði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 19:40 Loftmyndir frá Reykjavík Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Um þriðjungur allra íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst á yfirverði og verð á sérbýlum hefur hækkað gríðarlega. Þá hefur framboð á húsnæði í borginni dregist saman um sextíu prósent á einu ári. Þetta kemur fram í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í dag. Þar segir að meðalsölutími fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið um 37 dagar í júní, á meðan meðalsölutími á sama tíma í fyrra var 51 dagur. Sömu sögu er að segja af landsbyggðinni en þar er fara íbúðir á um það bil sextíu á tveimur dögum, borið saman við 89 daga í fyrra. Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá HMS, segir að birtist sé um nær hverja íbúð og að fjölmörg dæmi séu um að fólk yfirbjóði um margar milljónir. „Hlutfall þeirra sem yfirbjóða er að aukast og hefur verið að aukast. Það er um 33 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seljast á yfirverði,” segir Ólafur. „Eignir seljast mjög hratt, meðalsölutími heldur áfram að styttast, framboð auglýstra eigna lækkar mjög hratt en það hefur verið sextíu prósent samdráttur á einu ári.” Fjöldi útgefinna kaupsamninga á mánuði hefur verið í methæðum, en er nú að síga niður fyrir metfjöldann árið 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru kaupsamningar fyrstu sex mánuði ársins 7432 talsins á meðan þeir voru 4915 á sama tíma í fyrra. Árið 2007 voru kaupsamningar 6.622 talsins. „En ef við tökum fyrstu sex mánuði ársins þá er samt sem áður fimmtíu prósenta aukning í fjölda kaupsamninga miðað við árið 2020,” segir Ólafur. Þá hefur verið sérstakur áhugi á sérbýlum, en Ólafur segir sögulega lága vexti hafa gert fólki kleift að kaupa dýrari eignir. „Verð á sérbýli hefur verið að hækka alveg gríðarlega og er komið langt umfram hækkun á verði fjölbýlishúsa. Við erum að tala um 25 prósent hækkun í júní til júní, á móti 16 prósent hækkun á fjölbýli,” segir hann, Þá er fólk farið að leita út fyrir borgarmörkin í meiri mæli. „Fólk hefur verið að sækjast í nágrenni höfuðborgarsvæðisins því sérbýli hafa verið að hækka svo rosalega í verði.” Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í dag. Þar segir að meðalsölutími fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið um 37 dagar í júní, á meðan meðalsölutími á sama tíma í fyrra var 51 dagur. Sömu sögu er að segja af landsbyggðinni en þar er fara íbúðir á um það bil sextíu á tveimur dögum, borið saman við 89 daga í fyrra. Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá HMS, segir að birtist sé um nær hverja íbúð og að fjölmörg dæmi séu um að fólk yfirbjóði um margar milljónir. „Hlutfall þeirra sem yfirbjóða er að aukast og hefur verið að aukast. Það er um 33 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seljast á yfirverði,” segir Ólafur. „Eignir seljast mjög hratt, meðalsölutími heldur áfram að styttast, framboð auglýstra eigna lækkar mjög hratt en það hefur verið sextíu prósent samdráttur á einu ári.” Fjöldi útgefinna kaupsamninga á mánuði hefur verið í methæðum, en er nú að síga niður fyrir metfjöldann árið 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru kaupsamningar fyrstu sex mánuði ársins 7432 talsins á meðan þeir voru 4915 á sama tíma í fyrra. Árið 2007 voru kaupsamningar 6.622 talsins. „En ef við tökum fyrstu sex mánuði ársins þá er samt sem áður fimmtíu prósenta aukning í fjölda kaupsamninga miðað við árið 2020,” segir Ólafur. Þá hefur verið sérstakur áhugi á sérbýlum, en Ólafur segir sögulega lága vexti hafa gert fólki kleift að kaupa dýrari eignir. „Verð á sérbýli hefur verið að hækka alveg gríðarlega og er komið langt umfram hækkun á verði fjölbýlishúsa. Við erum að tala um 25 prósent hækkun í júní til júní, á móti 16 prósent hækkun á fjölbýli,” segir hann, Þá er fólk farið að leita út fyrir borgarmörkin í meiri mæli. „Fólk hefur verið að sækjast í nágrenni höfuðborgarsvæðisins því sérbýli hafa verið að hækka svo rosalega í verði.”
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira