Viðskipti innlent

Selja Höfrung III og kaupa Iivid á tæpa 1,2 milljarða

Atli Ísleifsson skrifar
Höfrungur III AK 250 hefur verið seldur til Andeg Fishing Collective í Murmansk í Rússlandi.
Höfrungur III AK 250 hefur verið seldur til Andeg Fishing Collective í Murmansk í Rússlandi. BRIM

Brim hefur selt Höfrung III AK 250 til Rússlands og verður skipið afhent nýjum eigendum í september næstkomandi. Félagið hefur jafnframt keypt 1.969 brúttótonna skip frá Arctic Prime Fisheries ApS á tæpa 1,2 milljarða króna.

Í tilkynningu frá Brim segir að kaupandi Höfrungs III sé Andeg Fishing Collective í Murmansk og sé söluverðið fimm milljónir Bandaríkjadala, um 641 milljón króna. 

Höfrungur var smíðaður í Noregi árið 1988 og er 56 metra langur og 1.521 brúttótonn. 

Ennfremur segir að félagið hafi svo keypt skipið Iivid af Arctic Prime Fisheries ApS fyrir 58 milljónir danskra króna, um 1.169 milljónir króna. 

„Iivid var smíðaður í Noregi árið 1999 og er 67 metra langur og 1.969 brúttótonn. Áætlað er að Iivid muni koma í flota félagsins í lok ágústmánaðar og mun fá nafnið Svanur RE 45. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim hf. er einnig í stjórn Arctic Prime Fisheries ApS,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×