Viðskipti innlent

Björn Bjarki tekur við af Gísla Páli hjá SFV

Atli Ísleifsson skrifar
Björn Bjarki Þorsteinsson hefur gegnt varaformennsku í SFV síðustu ár.
Björn Bjarki Þorsteinsson hefur gegnt varaformennsku í SFV síðustu ár. SFV

Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi, hefur tekið við formennsku hjá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Björn Bjarki tekur við stöðunni af Gísla Páli Pálssyni, forstjóra Grundarheimilanna, sem hefur ákveðið að segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir samtökin.

Frá þessu segir í tilkynningu, en Björn Bjarki hefur gegnt varaformennsku í samtökunum. María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, tekur við sem varaformaður stjórnar SFV.

Í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu eru hátt í fimmtíu stofnanir, félagasamtök, sjálfseignarstofnanir og einkaaðilar sem starfa á heilbrigðissviði samkvæmt þjónustusamningi eða öðrum greiðslum frá stjórnvöldum, að því er segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×