Play stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2021 10:59 Vísir/Sigurjón Flugfélagið Play flutti 9.899 farþega í júlí og var sætanýting 41,7 prósent. Nýtingin er sögð vera í takt við væntingar stjórnenda þennan fyrsta mánuð félagsins í fullum rekstri. Eftirspurn eftir flugsætum til og frá sumarleyfisstöðum Play var vel umfram væntingar. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins er sögð hafa haft neikvæð áhrif á eftirspurn meðal Íslendinga en ekki erlendra farþega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallar og fjölmiðla en þar segir að Play hafi verið stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli í júlí með 96,2 prósent flugferða á réttum tíma. Minna um afbókanir hjá erlendum ferðamönnum Ný bylgja faraldursins skall á hér á landi um miðjan júlímánuð og nýttu íslenskir viðskiptavinir þá Covid-19 skilmála í auknum mæli til að breyta ferðadagsetningu sinni. Að sögn Play hafði þetta neikvæð áhrif á sætanýtingu í mánuðinum. Þó sé ekki um að ræða tekjutap heldur tilfærslu á tekjum og sætanýtingu. Mun minna var um breytingar eða afbókanir meðal erlendra ferðamanna á leið til Íslands. Meirihluti þeirra farþega sem kaupa miða með Play eru erlendir ferðamenn eða farþegar sem hefja ferð sína utan Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu. „Nú þegar merkir PLAY aukin ferðavilja og bókanir frá innlendum viðskiptavinum og stjórnendur félagsins eru bjartsýnir á komandi mánuði.“ Vel í stakk búin til að takast á við áhrif faraldursins Flugfélagið fékk þrjár Airbus 321 neo farþegaþotur í sumar og eru þær allar komnar í notkun. „Flugvélarnar koma inn í framleiðslu félagsins í takt við eftirspurn á markaði og eftir því sem flugáætlun félagsins þéttist. Hér nýtur félagið sveigjanlegra leigukjara sem gefur því kost á að stýra framboði sínu og um leið kostnaði félagsins með hagkvæmum hætti. Félagið er þannig vel í stakk búið til að takast á við þau áhrif sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur í för með sér á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningu. „Markmið okkar er að byggja Play upp í öruggum og yfirveguðum skrefum og er góður árangur þessa fyrsta mánaðar í fullum rekstri traust og gott skref í þá átt. Við erum stolt af árangri okkar við erfiðar aðstæður og ég vil þakka starfsfólki okkar fyrir elju og dugnað og farþegum okkar fyrir að ferðast með Play,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play. Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Sjá meira
Eftirspurn eftir flugsætum til og frá sumarleyfisstöðum Play var vel umfram væntingar. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins er sögð hafa haft neikvæð áhrif á eftirspurn meðal Íslendinga en ekki erlendra farþega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallar og fjölmiðla en þar segir að Play hafi verið stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli í júlí með 96,2 prósent flugferða á réttum tíma. Minna um afbókanir hjá erlendum ferðamönnum Ný bylgja faraldursins skall á hér á landi um miðjan júlímánuð og nýttu íslenskir viðskiptavinir þá Covid-19 skilmála í auknum mæli til að breyta ferðadagsetningu sinni. Að sögn Play hafði þetta neikvæð áhrif á sætanýtingu í mánuðinum. Þó sé ekki um að ræða tekjutap heldur tilfærslu á tekjum og sætanýtingu. Mun minna var um breytingar eða afbókanir meðal erlendra ferðamanna á leið til Íslands. Meirihluti þeirra farþega sem kaupa miða með Play eru erlendir ferðamenn eða farþegar sem hefja ferð sína utan Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu. „Nú þegar merkir PLAY aukin ferðavilja og bókanir frá innlendum viðskiptavinum og stjórnendur félagsins eru bjartsýnir á komandi mánuði.“ Vel í stakk búin til að takast á við áhrif faraldursins Flugfélagið fékk þrjár Airbus 321 neo farþegaþotur í sumar og eru þær allar komnar í notkun. „Flugvélarnar koma inn í framleiðslu félagsins í takt við eftirspurn á markaði og eftir því sem flugáætlun félagsins þéttist. Hér nýtur félagið sveigjanlegra leigukjara sem gefur því kost á að stýra framboði sínu og um leið kostnaði félagsins með hagkvæmum hætti. Félagið er þannig vel í stakk búið til að takast á við þau áhrif sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur í för með sér á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningu. „Markmið okkar er að byggja Play upp í öruggum og yfirveguðum skrefum og er góður árangur þessa fyrsta mánaðar í fullum rekstri traust og gott skref í þá átt. Við erum stolt af árangri okkar við erfiðar aðstæður og ég vil þakka starfsfólki okkar fyrir elju og dugnað og farþegum okkar fyrir að ferðast með Play,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play.
Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Sjá meira