Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2021 13:46 Alls hafði 5.361 atvinnuleitandi verið án atvinnu í meira en 12 mánuði í lok júlí. Vísir/Vilhelm Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eða 6.562 karlar og 5.975 konur. Fækkaði atvinnulausum körlum um 966 frá júnílokum og atvinnulausum konum um 813. Af þeim 1.779 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í júlí fóru um 700 á ráðningarstyrk. Atvinnuleysi var 9,1 prósent í maí, 10,4 prósent í apríl, 11,0 prósent í mars og 11,4 prósent í febrúar 2021. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í júlí eða 10,9 prósent en var 13,7 prósent í júní. Næst mest var atvinnuleysið 6,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 7,9 prósent. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi minnki áfram í ágúst, meðal annars vegna sérstakra atvinnuátaka stjórnvalda og aukinna umsvifa og verði á bilinu 5,3 prósent til 5,7 prósent. Vinnumálastofnun Mikil fjölgun í fjölda langtímaatvinnulausra milli ára Alls hafði 5.361 atvinnuleitandi verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok júlí og fækkaði um 457 frá júní. Þeir voru 2.854 í júlílok 2020. Gera má ráð fyrir því að fjöldi þeirra sem hafa verið án atvinnu í yfir 12 mánuði muni fara minnkandi næstu mánuði. Alls voru 4.932 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok júlí og fækkaði um 772 frá júní. Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í júlí 2021 frá mánuðinum á undan, mest í ferðatengdri starfsemi á borð við ferðaþjónustu, gistiþjónustu og farþegaflutningum, eða á bilinu 22 prósent til 25 prósent. Einnig fækkaði atvinnulausum talsvert í menningartengdri starfsemi eða um 14 prósent milli mánaða. Í öðrum atvinnugreinum var fækkun atvinnulausra á bilinu 6 til 15 prósent. Í verslun og byggingariðnaði fækkaði atvinnulausum frá júní um tæp 10 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í júlí Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í júlí þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum. 4. ágúst 2021 17:47 Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar. 24. júní 2021 12:01 Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Fækkaði atvinnulausum körlum um 966 frá júnílokum og atvinnulausum konum um 813. Af þeim 1.779 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í júlí fóru um 700 á ráðningarstyrk. Atvinnuleysi var 9,1 prósent í maí, 10,4 prósent í apríl, 11,0 prósent í mars og 11,4 prósent í febrúar 2021. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í júlí eða 10,9 prósent en var 13,7 prósent í júní. Næst mest var atvinnuleysið 6,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 7,9 prósent. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi minnki áfram í ágúst, meðal annars vegna sérstakra atvinnuátaka stjórnvalda og aukinna umsvifa og verði á bilinu 5,3 prósent til 5,7 prósent. Vinnumálastofnun Mikil fjölgun í fjölda langtímaatvinnulausra milli ára Alls hafði 5.361 atvinnuleitandi verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok júlí og fækkaði um 457 frá júní. Þeir voru 2.854 í júlílok 2020. Gera má ráð fyrir því að fjöldi þeirra sem hafa verið án atvinnu í yfir 12 mánuði muni fara minnkandi næstu mánuði. Alls voru 4.932 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok júlí og fækkaði um 772 frá júní. Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í júlí 2021 frá mánuðinum á undan, mest í ferðatengdri starfsemi á borð við ferðaþjónustu, gistiþjónustu og farþegaflutningum, eða á bilinu 22 prósent til 25 prósent. Einnig fækkaði atvinnulausum talsvert í menningartengdri starfsemi eða um 14 prósent milli mánaða. Í öðrum atvinnugreinum var fækkun atvinnulausra á bilinu 6 til 15 prósent. Í verslun og byggingariðnaði fækkaði atvinnulausum frá júní um tæp 10 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í júlí Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í júlí þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum. 4. ágúst 2021 17:47 Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar. 24. júní 2021 12:01 Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Tilkynnt um eina hópuppsögn í júlí Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í júlí þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum. 4. ágúst 2021 17:47
Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar. 24. júní 2021 12:01