Fleiri fréttir

Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp

Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum.

Bréf í Solid Clouds halda áfram að lækka

Gengi hlutabréfa í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds lækkaði um 14,9 prósent í dag. Frá skráningu félagsins á markað á mánudaginn hafa bréf í því lækkað um 36 prósent.

Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair

Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust.

Hluthöfum fækkar um fjögur þúsund

Hluthöfum í Íslandsbanka hefur fækkað um fjögur þúsund frá því bankinn var skráður á hlutabréfamarkað í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í Markaði Fréttablaðsins í dag en fækkunin nemur liðlega sautján prósentum.

„Algjör sprenging“ í einkafluginu

Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi.

Verktakar börðust hart um að fá að breikka Lögbergsbrekku

Vegagerðinni bárust fjögur tilboð í tvöföldun Suðurlandsvegar á 3,3 kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur en tilboð voru opnuð í dag. Þrjú þeirra reyndust undir 937 milljóna króna kostnaðaráætlun. Það lægsta kom frá Jarðvali sf. í Kópavogi, upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði.

Nýr Land­spítali 16,3 milljörðum dýrari

Ráðgert er að kostnaður við nýbyggingar Landspítalans á Hringbraut muni nema 79,1 milljarði króna þegar allt er talið. Það er 16,3 milljörðum meira en kostnaðarmat gerði ráð fyrir árið 2017, ef miðað er við verðlag síðasta desembermánaðar.

Hvetur fólk til að fórna ­bílnum sínum í þágu ferða­þjónustunnar

Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð.

Skúli hefði viljað sjá lægra verð hjá Play

Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, segist hafa viljað sjá flugfélagið Play bjóða upp á lægri fargjöld með það fyrir augum að standast aukna samkeppni úr öllum áttum. Skúli reiknar með því að framboðið í flugi til og frá Íslandi nái nýjum hæðum sumarið 2022.

Vonar að stjórnvöld endurtaki ekki leikinn

Styrkir sem stjórnvöld veittu háskólum til að bjóða upp á sumarnámskeið á síðasta ári fólu ekki í sér ólögmæta ríkisaðstoð að sögn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Félag atvinnurekenda (FA) er ósammála niðurstöðunni og segir hana vera vonbrigði.

Frá Arion banka til Spari­sjóðs Suður-Þing­eyinga

Eyjólfur Vilberg Gunnarsson hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Eyjólfur er með viðskiptafræðimenntun frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Einnig er Eyjólfur að taka löggildingu fasteigna- og skipasala, með skipstjórnarréttindi, vélavarðaréttindi og knattspyrnuþjálfararéttindi.

Verð á hluta­bréfum Play rauk upp í morgun

Hluta­bréfa­verð flug­fé­lagsins Play hefur hækkað mikið í fyrstu við­skiptum eftir að fé­lagið var skráð í Kaup­höllina í morgun. Þegar best lét í morgun höfðu bréfin hækkað um 41 prósent í verði, miðað við út­boðs­gengið 18, sem var gengi al­mennra fjár­festa.

Aldrei hafa jafn margar í­búðir selst yfir á­settu verði frá 2013

Enn er mikil eftirspurn á fasteignamarkaði. Sölutími íbúða heldur áfram að styttast, fasteignaverð hefur hækkað um allt land, auglýstar eignir hafa ekki verið færri í fjögur ár og hefur leiguverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað í fyrsta skipti í níu mánuði.

Telja sig hlunnfarna um milljónir í laun frá Pizzunni

Hópur starfsmanna pítsukeðjunnar Pizzunnar telur sig hlunnfarinn um laun frá fyrirtækinu. Stéttarfélag starfsmannanna er með á milli sex og sjö milljóna króna í innheimtu frá fyrirtækinu vegna vangreiddra launa, einkum þar sem yfirvinnutímar hafa ekki verið greiddir sem slíkir.

Þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli

Forráðamenn flugfélagins Play og Kauphallar Íslands fögnuðu því í tólf þúsund feta hæð yfir hálendi Íslands í dag að fyrirtækið er að fara á hlutabréfamarkað. Hin hefðbundna bjölluhringing var tekin upp til að sýna á föstudag þegar markaðsviðskipti hefjast með bréf félagsins.

Fjórir verktakar sóttu um að brúa Hornafjörð með einkafjármögnun

Fjórir aðilar skiluðu inn umsókn til Vegagerðarinnar um þátttöku í innkaupaferli vegna nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót en frestur rann út í gær. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda.

Gjaldþrot Skelfiskmarkaðarins nam 295 milljónum

Skiptum er lokið í þrotabúi veitingastaðarins Skelfiskmarkaðarins sem rekinn var við Klapparstíg. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 295 milljónum og fengust tæplega fjórar milljónir greiddar. 

Hagar úthluta kauprétti að einu prósenti hlutafjár í félaginu

Í tilkynningu frá Högum hf. í dag kemur fram að á fundi stjórnar félagsins þann 25. júní hafi verið ákveðið að veita tilteknum lykilstarfsmönnum félagsins kauprétti að allt að 11.806.246 hlutum í félaginu, eða sem samsvarar einu prósenti af hlutafé Haga hf.

Fjöldi far­þega þre­faldaðist milli mánaða

Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga.

Ekki keypt jafn mikinn gjaldeyri í rúm fjögur ár

Íslenska krónan styrktist á móti evru í júní, en veiktist á móti Bandaríkjadal. Af átján viðskiptadögum í júní greip Seðlabanki Íslands inní á markaðinn sex daga, öll skiptin á kauphliðinni. Seðlabankinn keypti evrur fyrir 18,2 milljarða króna sem eru mestu kaup í einum mánuði síðan í febrúar 2017.

830 milljóna króna gjaldþrot bílaleigu

Skiptum á þrotabúi bílaleigunnar GK-ACR ehf. er lokið en lýstum kröfum í þrotabúið námu 827 milljónum króna. Bílaleigan, sem áður hét Auto Car Rental, var úrskurðuð gjaldþrota í febrúar 2019.

Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025

Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn.

Hafa samið um kaup Marels á Völku

Marel hefur skrifað undir samning um kaup á Völku ehf., íslensku hátæknifyrirtæki sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað.

Húrraveldið stækkar: Opna gluggalausan næturklúbb sem á að breyta leiknum

„Það sem við erum að reyna að búa til er tímalaust rými. Þú ert í gluggalausum kjallara, það er bara óendanleiki, þú veist ekkert hvað klukkan er, það eru bara ljós og speglar og reykur og stemning. Þú bara gleymir þér og veist ekkert hvað er í gangi, enda skiptir það engu máli.“

Stjórnendur Arion banka telji eigin bréf vanmetin

Arion banki hefur fengið heimild frá Fjármálaeftirlitinu til kaupa á eigin bréfum fyrir um 8 milljarða króna. Lektor í fjármálum segir þetta til marks um að þrátt fyrir miklar hækkanir á virði bréfa í bankanum, telji stjórnendur bréfin enn vanmetin.

Fyrsta Chi­cago-vélin lenti á Kefla­víkur­flug­velli

Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta sinn beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Chicago. Þetta er í fyrsta sinn sem United býður upp á beint flug milli Íslands og Chicago en bandarískt flugfélag hefur ekki áður boðið upp á beint flug á þessari leið.

Sjá næstu 50 fréttir