Hagar úthluta kauprétti að einu prósenti hlutafjár í félaginu Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2021 23:10 Framkvæmdarstjórnarmenn Haga eiga nú veinan kauprétt að hlutum félagsins. Í tilkynningu frá Högum hf. í dag kemur fram að á fundi stjórnar félagsins þann 25. júní hafi verið ákveðið að veita tilteknum lykilstarfsmönnum félagsins kauprétti að allt að 11.806.246 hlutum í félaginu, eða sem samsvarar einu prósenti af hlutafé Haga hf. Rúmlega helmingur kaupréttarins eða að 6.800.398 hlutum var veittur framkvæmdarstjórn félagsins. Hverjum framkvæmdarstjórnarmanni var því veittur kaupréttur að 850.000 hlutum. Í tilkynningunni segir að með kaupréttarkerfinu sé sett upp langtíma hvatakerfi Haga hf. sem er ætlað að tvinna saman hagsmuni lykilstarfsmanna Haga hf. og hluthafa félagsins, með kerfi sem leiðréttir fyrir ávöxtunarkröfu og úthlutun af eignum félagsins og gerir þannig kaupréttarhafa og hluthafa jafnsetta. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttarkerfi sem samþykkt var á aðalfundi Haga hf. þann 3. júní 2021. Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir: Nýtingarverð kaupréttanna er 60,4 krónur fyrir hvern hlut, það er dagslokagengi hluta í Högum hf. eins og það er skráð á Nasdaq Iceland í íslenskum krónum degi fyrir úthlutun á aðalfundi þann 3. júní 2021. Nýtingarverð skal leiðrétt til lækkunar fyrir framtíðar arðgreiðslum og leiðrétt til hækkunar með 3 prósent árlegum vöxtum ofan á áhættulausa vexti frá úthlutunardegi og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil. Ávinnsludagur er þremur árum frá úthlutun. Nýtingartímabil hefst þegar í stað eftir lágmarks ávinnslutíma en þá er unnt að nýta þriðjung af kaupréttum, ári eftir það er unnt að nýta annan þriðjung af kaupréttum og ári eftir það restina af kaupréttum. Forstjóra og öðrum meðlimum framkvæmdastjórnar ber að halda eftir hlutum sem nema fjárhæð hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, að frádregnum sköttum, þar til eftirfarandi fjárhæðarviðmiðum er náð, mælt í virði hlutafjáreignar í félaginu sem margfeldi af grunnárslaunum: forstjóri tólfföld mánaðarlaun; aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar sexföld mánaðarlaun. Almennt séð falla kaupréttir niður fyrir ávinnslutíma ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið. Komi til þess að breyting verður á yfirráðum í félaginu ávinnast allir útistandandi kaupréttir þegar í stað. Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið Heildarkostnaður félagsins, samkvæmt reiknilíkani Black & Scholes, vegna þeirra kaupréttarsamninga sem gerðir eru, er áætlaður um 95 milljónir króna á næstu sex árum. Kauphöllin Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Rúmlega helmingur kaupréttarins eða að 6.800.398 hlutum var veittur framkvæmdarstjórn félagsins. Hverjum framkvæmdarstjórnarmanni var því veittur kaupréttur að 850.000 hlutum. Í tilkynningunni segir að með kaupréttarkerfinu sé sett upp langtíma hvatakerfi Haga hf. sem er ætlað að tvinna saman hagsmuni lykilstarfsmanna Haga hf. og hluthafa félagsins, með kerfi sem leiðréttir fyrir ávöxtunarkröfu og úthlutun af eignum félagsins og gerir þannig kaupréttarhafa og hluthafa jafnsetta. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttarkerfi sem samþykkt var á aðalfundi Haga hf. þann 3. júní 2021. Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir: Nýtingarverð kaupréttanna er 60,4 krónur fyrir hvern hlut, það er dagslokagengi hluta í Högum hf. eins og það er skráð á Nasdaq Iceland í íslenskum krónum degi fyrir úthlutun á aðalfundi þann 3. júní 2021. Nýtingarverð skal leiðrétt til lækkunar fyrir framtíðar arðgreiðslum og leiðrétt til hækkunar með 3 prósent árlegum vöxtum ofan á áhættulausa vexti frá úthlutunardegi og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil. Ávinnsludagur er þremur árum frá úthlutun. Nýtingartímabil hefst þegar í stað eftir lágmarks ávinnslutíma en þá er unnt að nýta þriðjung af kaupréttum, ári eftir það er unnt að nýta annan þriðjung af kaupréttum og ári eftir það restina af kaupréttum. Forstjóra og öðrum meðlimum framkvæmdastjórnar ber að halda eftir hlutum sem nema fjárhæð hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, að frádregnum sköttum, þar til eftirfarandi fjárhæðarviðmiðum er náð, mælt í virði hlutafjáreignar í félaginu sem margfeldi af grunnárslaunum: forstjóri tólfföld mánaðarlaun; aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar sexföld mánaðarlaun. Almennt séð falla kaupréttir niður fyrir ávinnslutíma ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið. Komi til þess að breyting verður á yfirráðum í félaginu ávinnast allir útistandandi kaupréttir þegar í stað. Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið Heildarkostnaður félagsins, samkvæmt reiknilíkani Black & Scholes, vegna þeirra kaupréttarsamninga sem gerðir eru, er áætlaður um 95 milljónir króna á næstu sex árum.
Kauphöllin Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira