Viðskipti innlent

Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair

Kristján Már Unnarsson og skrifa
ES-19, rafmagnsflugvélin sem sænska fyrirtækið Heart Aerospace segir að verði komin í farþegaflug árið 2026.
ES-19, rafmagnsflugvélin sem sænska fyrirtækið Heart Aerospace segir að verði komin í farþegaflug árið 2026. Heart Aerospace

Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust.

Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugvélina sem þykir líklegust til að leiða byltinguna í rafmagnsflugi, ES-19. Sænska fyrirtækið Heart Aerospace stefnir núna að því að hún verði farin að fljúga með farþega eftir fimm ár, um mitt ár 2026.

Icelandair notar Dash 8-flugvélar á innanlandsleiðum.Vísir

Heart Aerospace er einmitt annað þeirra fyrirtækja sem Icelandair hefur núna tengt sig við með viljayfirlýsingu. Miðað við nítján farþegasæti og fjögurhundruð kílómetra flugdrægi gæti sænska rafmagnsvélin verið eins og sniðin fyrir íslenska innanlandsflugið.

Hin viljayfirlýsing Icelandair er við bandaríska félagið Universal Hydrogen. Það hefur hannað orkuskiptabúnað sem gæti breytt Dash-8 vélum Icelandair í vetnisknúnar vélar.

Universal Hydrogen vinnur að því að breyta bensínknúnum Dash 8-flugvélum, eins og Icelandair rekur, í rafknúnar vetnisflugvélar.Universal Hydrogen

Icelandair segir í yfirlýsingu að bæði Heart Aerospace og Universal Hydrogen hafi kynnt spennandi lausnir sem henti vel fyrir innanlandsflug og hægt væri að taka í notkun innan fárra ára. Stuttar flugleiðir og greiður aðgangur að endurnýjanlegri raforku setji Ísland í lykilstöðu hvað varðar orkuskipti í innanlandsflugi. Segist Icelandair telja sig vera í góðri stöðu til að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80%

Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára.

Kynna rafknúnar vetnisvélar sem leið til orkuskipta í flugi

Dash 8-flugvélum, eins og þeim sem notaðar eru hérlendis í innanlandsfluginu, verður hægt að fljúga á mengunarlausu vetni eftir fjögur ár í stað flugvélabensíns, nái áform bandarísks fyrirtækis fram að ganga. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem milliorkugjafa fyrir rafknúnar flugvélar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×