Aldrei hafa jafn margar íbúðir selst yfir ásettu verði frá 2013 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 09:16 Eftirspurn á fasteignamarkaði heldur áfram að aukast. Vísir/Vilhelm Enn er mikil eftirspurn á fasteignamarkaði. Sölutími íbúða heldur áfram að styttast, fasteignaverð hefur hækkað um allt land, auglýstar eignir hafa ekki verið færri í fjögur ár og hefur leiguverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað í fyrsta skipti í níu mánuði. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hækkanir á fasteignaverði eru áfram meiri en sem nemur aukningu kaupmáttar undangengna mánuði og hefur svokölluð vísitala paraðra viðskipta hækkað um 18,3 prósent fyrir sérbýli og 17,1 prósent fyrir fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu undanfarna tólf mánuði. Á landsbyggðinni hækkaði sérbýli um 14,5 prósent og fjölbýli um 4,6 prósent. Þá hefur sölutími fasteigna styst um land allt og hefur sölutími á höfuðborgarsvæðinu undanfarna þrjá mánuði að jafnaði verið 38 dagar. Á landbyggðinni hefur sá tími verið talsvert lengri, eða 78 dagar. Fleiri taka óverðtryggð húsnæðislán 32 prósent íbúða á landinu öllu seldist yfir ásettu kaupverði í maí og er það methlutfall frá upphafi mælinga í janúar 2013. Hlutfallið var hæst fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu, eða um 42, prósent á meðan 37,2 prósent fjölbýla seldust yfir ásettu verði. Á landsbyggðinni seldust 8 prósent fjölbýla og 17 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur jafnframt hækkað í fyrsta sinn í níu mánuði en leiguverð á svæðinu lækkaði tímabundið vegna heimsfaraldursins. Leiguverð hækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði en í nágrenni Reykjavíkur hefur leiguverð staðið í stað undanfarna 12 mánuði en það hækkaði um 6,5 prósent á landsbyggðinni. Þá hefur hlutdeild óverðtryggða lána af heildaríbúðarlánum haldið áfram að hækka en hún jókst úr 46 prósentum í apríl upp í 54,1 prósent í maí. Þá er enn mikið um endurfjármögnun verðtryggða lána með óverðtryggðum. „Stýrivaxtalækkanir Seðlabankans hafa sett mark sitt á vaxtastig fastra og breytilegra vaxta á óverðtryggðum íbúðarlánum. Hrein ný útlán bankanna hafa aukist hratt en undangengna 12 mánuði lánuðu þeir 393 milljarða króna til húsnæðiskaupa,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28 Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. 25. júní 2021 16:56 Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. 16. júní 2021 08:29 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hækkanir á fasteignaverði eru áfram meiri en sem nemur aukningu kaupmáttar undangengna mánuði og hefur svokölluð vísitala paraðra viðskipta hækkað um 18,3 prósent fyrir sérbýli og 17,1 prósent fyrir fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu undanfarna tólf mánuði. Á landsbyggðinni hækkaði sérbýli um 14,5 prósent og fjölbýli um 4,6 prósent. Þá hefur sölutími fasteigna styst um land allt og hefur sölutími á höfuðborgarsvæðinu undanfarna þrjá mánuði að jafnaði verið 38 dagar. Á landbyggðinni hefur sá tími verið talsvert lengri, eða 78 dagar. Fleiri taka óverðtryggð húsnæðislán 32 prósent íbúða á landinu öllu seldist yfir ásettu kaupverði í maí og er það methlutfall frá upphafi mælinga í janúar 2013. Hlutfallið var hæst fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu, eða um 42, prósent á meðan 37,2 prósent fjölbýla seldust yfir ásettu verði. Á landsbyggðinni seldust 8 prósent fjölbýla og 17 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur jafnframt hækkað í fyrsta sinn í níu mánuði en leiguverð á svæðinu lækkaði tímabundið vegna heimsfaraldursins. Leiguverð hækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði en í nágrenni Reykjavíkur hefur leiguverð staðið í stað undanfarna 12 mánuði en það hækkaði um 6,5 prósent á landsbyggðinni. Þá hefur hlutdeild óverðtryggða lána af heildaríbúðarlánum haldið áfram að hækka en hún jókst úr 46 prósentum í apríl upp í 54,1 prósent í maí. Þá er enn mikið um endurfjármögnun verðtryggða lána með óverðtryggðum. „Stýrivaxtalækkanir Seðlabankans hafa sett mark sitt á vaxtastig fastra og breytilegra vaxta á óverðtryggðum íbúðarlánum. Hrein ný útlán bankanna hafa aukist hratt en undangengna 12 mánuði lánuðu þeir 393 milljarða króna til húsnæðiskaupa,“ segir í tilkynningunni.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28 Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. 25. júní 2021 16:56 Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. 16. júní 2021 08:29 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28
Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. 25. júní 2021 16:56
Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. 16. júní 2021 08:29