Viðskipti innlent

Óvænt lausn fannst við veggjakroti á Melabúðinni

Snorri Másson skrifar
Fix reyndist besta hreinsiefnið.
Fix reyndist besta hreinsiefnið. Facebook/Melabúðin

Starfsmönnum Melabúðarinnar var ekki skemmt þegar þeir mættu til vinnu í morgun og við blasti útkrotuð framhlið verslunarinnar. 

Stokkið var af stað og keypt hreinsiefni, málning og penslar til að breiða yfir skemmdarverkin en þegar upp var staðið þurfti ekki að leita svo langt yfir skammt.

Starfsmennirnir komust nefnilega að raun um að áhrifaríkasta hreinsiefnið hafi fengist í versluninni sjálfri, ef marka má Facebook-færslu verslunarinnar.

Melabúðin/Facebook

„Hlaupið var til og keypt hreinsiefni, málning og penslar til að þrífa og mála yfir en þegar upp var staðið fékkst besta efnið hjá okkur sjálfum hér í Melabúðinni og heitir það Fix, svona ef fleiri þurfa að þrífa álíka hjá sér. Þú þarft ekki að leita víðar er slagorðið okkar hér í Melabúðinni sem við gleymdum sjálf,“ segir í færslunni.

Örlaganornirnar hafa annars greinilega ekki sagt sitt síðasta um ólánsama framhlið Melabúðarinnar en í þeim efnum er þess skemmst að minnast þegar vörubíll keyrði vegginn niður árið 2013.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×