Viðskipti innlent

830 milljóna króna gjaldþrot bílaleigu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá skrifstofu Auto Car Rental í Reykjanesbæ.
Frá skrifstofu Auto Car Rental í Reykjanesbæ. Auto Car Rental

Skiptum á þrotabúi bílaleigunnar GK-ACR ehf. er lokið en lýstum kröfum í þrotabúið námu 827 milljónum króna. Bílaleigan, sem áður hét Auto Car Rental, var úrskurðuð gjaldþrota í febrúar 2019.

Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að skiptum á búinu hafi verið lokið þann 28. júní síðastliðinn.

Sigurður Snædal Júlíusson skiptastjóri segir að 2,5 milljónir króna hafi fengist greiddar upp í lýstar kröfur. Hann segir að um forgangskröfur lífeyrissjóðs hafi verið að ræða. Fjölmargir aðrir kröfuhafar voru í þrotabúið og var Arion banki þeirra stærstur.

Viðskiptablaðið segir frá því að GK-ACR hafi síðast verið með jákvætt eigið fé árið 2013. Félagið var að fullu í eigu eignarhaldsfélagsins Grákletts sem er að fullu í eigu Vignis Óskarssonar.

Hann hefur verið stórtækur í bíleigubransanum á Íslandi. Í lok árs 2019 átti hann 100% eignarhlut í Orange Car Rental og 20% hlut í bílaleigunni Geysi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×