Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júlí 2021 19:00 Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Nasdaq Iceland. Vísir/Vilhelm Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. Sem dæmi má nefna hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands sem hafa hækkað um tæp 190 prósent og í Kviku banka um rúm 134 prósent. Þannig hafa þeir, sem keyptu til dæmis fyrir eina milljón í Eimskip, hagnast um allt að 1,89 milljónir króna. „Það hefur verið talsverð fjölgun félaga á markaði, svona miðað við það sem við höfum séð undanfarin ár. Núna á rúmum mánuði eða tveimur eru fjögur ný félög komin inn; Síldarvinnslan, Íslandsbanki, Play og Solid Clouds. Þessi tvö síðastnefndu eru á First North vaxtamarkaði, markaði fyrir vaxtafyrirtæki. Og samhliða þessu hefur þátttaka einstaklinga fjölgað mikið þannig að það eru miklar sviptingar í gangi má segja,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Hann segir enga eina skýringu á þessari auknu þátttöku á hlutabréfamarkaði, en að stór þáttur séu lækkandi vextir, og aukið sparifé fólks. „Síðan var útboð hjá Icelandair Group í fyrra sem heppnaðist mjög vel og það má svona segja að það hafi rutt brautina fyrir önnur fyrirtæki,” segir hann, en bréf í Icelandair Group hafa hríðlækkað að undanförnu og er félagið nú það eina á markaði sem sýnir neikvæða ávöxtun. Fjölgun hluthafa sé ánægjuefni. „Hlutabréfamarkaðurinn gengur dálítið út á þetta. Hann gengur út á gagnsæi og skýrari leikreglur þannig að stór hópur, breiður hópur fjárfesta, geti komið saman á jafnræðisgrunni og átt þar viðskipti. Þeim mun fleiri þátttakendur þeim mun betri og skilvirkari verður markaðurinn. Og sömuleiðis er þetta gott fyrir atvinnulífið, efnahagslífið og þjóðfélagi. Að fleiri séu þátttakendur og fleiri njóti þess þegar vel gengur, þannig að það er svona grunnurinn að eðlilegra hagkerfi myndi ég segja,” segir Baldur. Þó sé mikilvægt að hafa í huga að um áhættufjárfestingar sé að ræða. „Hugsa sig tvisvar um og jafnvel þrisvar. Þetta er vissulega áhættufjárfesting og fólk þarf í raun og veru með svona fjárfestingu að hafa í huga að þetta getur tapast að miklu leyti og jafnvel öllu. Og það eru einhverjar aðferðir til þess að draga úr áhættunni, losar þig aldrei alveg við hana, t.d dreifa áhættu, fjárfesta í mörgum fyrirtækjum eða jafnvel í gegnum sjóð sem gerir þetta fyrir þig,” segir Baldur. Kauphöllin Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Sem dæmi má nefna hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands sem hafa hækkað um tæp 190 prósent og í Kviku banka um rúm 134 prósent. Þannig hafa þeir, sem keyptu til dæmis fyrir eina milljón í Eimskip, hagnast um allt að 1,89 milljónir króna. „Það hefur verið talsverð fjölgun félaga á markaði, svona miðað við það sem við höfum séð undanfarin ár. Núna á rúmum mánuði eða tveimur eru fjögur ný félög komin inn; Síldarvinnslan, Íslandsbanki, Play og Solid Clouds. Þessi tvö síðastnefndu eru á First North vaxtamarkaði, markaði fyrir vaxtafyrirtæki. Og samhliða þessu hefur þátttaka einstaklinga fjölgað mikið þannig að það eru miklar sviptingar í gangi má segja,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Hann segir enga eina skýringu á þessari auknu þátttöku á hlutabréfamarkaði, en að stór þáttur séu lækkandi vextir, og aukið sparifé fólks. „Síðan var útboð hjá Icelandair Group í fyrra sem heppnaðist mjög vel og það má svona segja að það hafi rutt brautina fyrir önnur fyrirtæki,” segir hann, en bréf í Icelandair Group hafa hríðlækkað að undanförnu og er félagið nú það eina á markaði sem sýnir neikvæða ávöxtun. Fjölgun hluthafa sé ánægjuefni. „Hlutabréfamarkaðurinn gengur dálítið út á þetta. Hann gengur út á gagnsæi og skýrari leikreglur þannig að stór hópur, breiður hópur fjárfesta, geti komið saman á jafnræðisgrunni og átt þar viðskipti. Þeim mun fleiri þátttakendur þeim mun betri og skilvirkari verður markaðurinn. Og sömuleiðis er þetta gott fyrir atvinnulífið, efnahagslífið og þjóðfélagi. Að fleiri séu þátttakendur og fleiri njóti þess þegar vel gengur, þannig að það er svona grunnurinn að eðlilegra hagkerfi myndi ég segja,” segir Baldur. Þó sé mikilvægt að hafa í huga að um áhættufjárfestingar sé að ræða. „Hugsa sig tvisvar um og jafnvel þrisvar. Þetta er vissulega áhættufjárfesting og fólk þarf í raun og veru með svona fjárfestingu að hafa í huga að þetta getur tapast að miklu leyti og jafnvel öllu. Og það eru einhverjar aðferðir til þess að draga úr áhættunni, losar þig aldrei alveg við hana, t.d dreifa áhættu, fjárfesta í mörgum fyrirtækjum eða jafnvel í gegnum sjóð sem gerir þetta fyrir þig,” segir Baldur.
Kauphöllin Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira