Fleiri fréttir

Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Verne Global

Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs raforkusamnings. Um er að ræða grænan raforkusamning sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Nóg hafi verið að þiggja afmælisboð Björgólfs til að komast á svartan lista

Halldór Kristmannsson segir að Róbert Wessman hafi beitt undirmenn sína þrýstingi árum saman til að koma höggi á hóp athafnamanna í íslensku viðskiptalífi. Halldór telur upp fjölda fólks sem hann segir Róbert hafa horn í síðu. Meðal annars Björgólfsfeðga, Birgi Bieltvedt og Heiðar Guðjónsson. Þá hafi Róbert haft frumkvæði að málsókn á hendur Björgólfi yngri í nafni hluthafa bankans.

Hinn eini sanni b5 opnar í nýju hús­næði

Skemmti­staðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árs­hlé á starf­semi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Banka­stræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfis­götu og Smiðju­stígs, þar sem Hverfis­barinn var áður til húsa.

Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka

Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins.

Seldu fyrir 2,9 milljarða í Origo

Hvalur hf. og tengt félög seldu í morgun allan hlut sinn í upplýsingatæknifyrirtækinu Origo fyrir tæplega 2,9 milljarða króna. Félögin seldu um sextíu milljónir hluta sem jafngildir 13,8 prósenta hlut í Origo. Hvalur átti 11,57 prósent í Origo.

Arftaki Camillu fær loksins nafn

Langþráður draumur aðstandenda Bíó Paradísar um að eignast nýja poppvél rættist á dögunum. En til að nefna gripinn var brugðið til þess ráðs að leita til almennings eftir nafni. Vinningstillagan var hið hljómfagra nafn Maísól Camilludóttir.

Bætist í hóp eig­enda EY

Gunnar S. Magnússon hefur bæst í hóp eigenda EY, en hann leiðir sjálfbærniteymi EY sem stofnað var á árinu hjá félaginu.

900 milljóna gjaldþrot umdeildrar bílaleigu

Skiptum er lokið í þrotabúi Grunda ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota í júní í fyrra. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu 898 milljónum króna.

Opna 800 fer­metra raf­í­þrótta­höll við Hall­veigar­stíg

Reynsluboltar úr atvinnulífinu hafa sameinað krafta sína í opnun nýs rafíþróttastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Boðið verður upp á aðstöðu til æfinga, keppni og skemmtun í rafíþróttum, ásamt bar þar sem hægt verður að fylgjast með stærstu rafíþróttamótum heims.

Aðeins tvö útibú Arion banka eftir á höfuðborgarsvæðinu

Aðeins tvö útibú Arion banka eru eftir á höfuðborgarsvæðinu en útibú bankans í Kringlunni lokaði á dögunum. Ekki er langt um liðið frá því að útibú Arion banka að Borgartúni 18 lokaði en þar er starfsendurhæfingarsjóður VIRK nú til húsa.

Skúli í Subway fær 145 milljónir frá Icelandair

Félagið Suðurhús ehf. lagði nýverið Icelandair Group í héraðsdómi þegar flugfélagið og dótturfélag þess voru dæmd til þess að greiða félaginu 145 milljónir króna í vangoldna leigu á hótelhúsnæði í miðbænum.

Hlutafjárútboð Solid Clouds hafið

Klukkan tíu hófst hlutafjárútboð í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds hf. Útboðið hefst örfáum dögum eftir að tilkynnt var um næsta tölvuleik úr smiðju fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Fólk þurfi ekki að vera feimið við að vilja skoða skriðuna

Ferðaþjónustan á Austurlandi er smám saman að taka við sér og er ljóst að mikil veðurblíða á landshlutanum skemmi ekki fyrir atvinnugreininni. Hálfgerð hitabylgja liggur nú yfir Austurlandinu og má búast við að hitinn verði í kringum tuttugu stig út vikuna.

Ísorka minnti kæru­nefnd á sektar­heimildir vegna hleðslu­stöðva

Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina.

Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu

Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs.

Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play

Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu.

Ráðinn til Fossa markaða

Hreggviður Ingason hefur verið ráðinn til starfa sem forstöðumaður safnastýringar hjá eignastýringu Fossa markaða.

Áætla virði Alvotech 300 milljarða króna

Fjórðungur eigenda breytanlegra skuldabréfa lyfjafyrirtækisins Alvotech hafa nýtt sér rétt sinn til að breyta skuldabréfum upp á 13 milljarða króna í hlutafé. Gengi viðskiptana áætlar virði fyrirtækisins 300 milljarða króna.

Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum

Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum.

Gray Line áætlar endurreisn

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi.

Atvinnuleysi komið niður í 5,8 prósent

Atvinnuleysi á Íslandi dróst saman um 2,8% á milli apríl og maí. Það stendur í 5,8% samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Á meðal ungs fólks, 16-24 ára, dróst atvinnuleysisstigið saman um 13,7% á milli mánaða.

Sjá næstu 50 fréttir