Díll aldarinnar fyrir þá sem keyptu Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2021 16:25 Björn Leví segir að umfram fé Íslandsbanka, sem er þá meira en það umframfé banka sem Seðlabanki gerir kröfu um verði banki fyrir áhlaupi, hafi verið 20 milljarðar. Sem fylgdi að hluta til með í kaupunum gefins. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Björn Leví var gestur í útvarpþættinum Harmageddon í morgun og var þar salan á Íslandsbanka til umfjöllunar. Þingmaðurinn sagði að um væri að ræða díl aldarinnar, en þá fyrir þá sem keyptu á því verði sem var í boði. „En ekki fyrir þann sem seldi, sem er ríkið, sameign okkar allra. Bara á þessum tölum skeikar, bara á þessum tölum, rúmum tíu milljörðum sem við verðum sameiginlega af og fer þá til þeirra sem keyptu. Mjög góð ákvörðun hjá þeim, ég kvarta ekkert undan því en ég kvarta undan ákvörðun fjármálaráðherra að selja á þessu verði.“ Eigið fé Íslandsbanka tuttugu milljarðar umfram kröfu Seðlabankans Ljóst er að margir furða sig á því hvernig að þessari sölu var staðið og hvernig hún fór. Vísir greindi frá útreikningum Gunnars Smára Egilssonar Sósíalistaflokki en hann telur um grímulausa tilfærslu á sameiginlegum eigum til þeirra ríku. Björn Leví sagði að þetta hafi verið vitað, margbúið hafi verið að vara við þessu, strax í upphafi árs hafi þessu verið spáð og meiru. „Bankinn er með eigið fé, sem hann hefur til hliðar umfram skuldir og eignir, sem hann hefur uppá að hlaupa ef hann verður fyrir áhlaupi. Þetta er skylda sem Seðlabankinn setur á bankana í kjölfar hruns. Varúðarráðstöfun. Íslandsbanki er með enn meira eiginfé en Seðlabankinn gerir kröfu um. Tæplega tuttugu milljörðum umfram kröfu Seðlabankans.“ Björn Leví rakti að þetta hafi komið mjög vel í umsögnum bankasýslunnar. „Ef verðið yrði í kringum áttatíu prósent af eigin fé, 0,8 stuðull, kæmi til greina að greiða út arðinn af þessu umfram eiginfé. Þetta er frír peningur sem er þarna aukalega. Eigendur geta gengið beint í þetta án þess að ganga á kröfur Seðlabankans.“ Milljarðar bókstaflega gefnir kaupendum Björn Leví segir að þessu megi líkja við það að húseign sé til sölu á 50 milljónir og það fylgi með í kaupunum, án þess að það hafi neitt með verðið að gera en allir viti, að í bílskúrnum sé öruggisskápur sem þú færð lykil að þegar þú kaupir íbúðina þar sem eru 10 milljónir sem þú getur bara stungið í vasann. „Það var seldur einn þriðji af bankanum. Sá hluti af eiginfé sem var úthlutað til nýrra eigenda. Eftir því sem ég best veit var þessi aukaarðgreiðsla ekki greidd út fyrir kaupin sem jafnast á við að þarna hafi verið að úthluta fjórum eða fimm milljörðum til þeirra sem voru að kaupa. Svo er verðmunurinn á verði hlutabréfa sem hækkaði eftir opnum.“ Spurður um það hvort ekki væri gild röksemd sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sett fram að vert hafi verið að hleypa bankanum af krafti inn á markað segir Björn Leví það ekki svo vera. „Nei, hann á að gæta að sameign okkar allra og þegar eftirspurnin er svona gríðarlega mikil ætti það að vera skilaboð um að eitthvað hafi ekki verið alveg rétt stillt í þeirri ráðgjöf sem fjármálaráðuneytið fékk. Og sú ráðgjöf var keypt á 1,4 milljarða króna.“ Björn Leví segir að fjármálaráðherra hafi á öllum stigum máls hafa getað stigið á bremsuna, þar til búið var að borga. Þau voru skilaboðin sem við fengum um hvernig umboðsferlið virkaði. Bremsumöguleikar nánast hvenær sem er en Bjarni fylgdi hinni rándýru ráðgjöf. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harmageddon Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56 Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. 22. júní 2021 09:50 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Sjá meira
Björn Leví var gestur í útvarpþættinum Harmageddon í morgun og var þar salan á Íslandsbanka til umfjöllunar. Þingmaðurinn sagði að um væri að ræða díl aldarinnar, en þá fyrir þá sem keyptu á því verði sem var í boði. „En ekki fyrir þann sem seldi, sem er ríkið, sameign okkar allra. Bara á þessum tölum skeikar, bara á þessum tölum, rúmum tíu milljörðum sem við verðum sameiginlega af og fer þá til þeirra sem keyptu. Mjög góð ákvörðun hjá þeim, ég kvarta ekkert undan því en ég kvarta undan ákvörðun fjármálaráðherra að selja á þessu verði.“ Eigið fé Íslandsbanka tuttugu milljarðar umfram kröfu Seðlabankans Ljóst er að margir furða sig á því hvernig að þessari sölu var staðið og hvernig hún fór. Vísir greindi frá útreikningum Gunnars Smára Egilssonar Sósíalistaflokki en hann telur um grímulausa tilfærslu á sameiginlegum eigum til þeirra ríku. Björn Leví sagði að þetta hafi verið vitað, margbúið hafi verið að vara við þessu, strax í upphafi árs hafi þessu verið spáð og meiru. „Bankinn er með eigið fé, sem hann hefur til hliðar umfram skuldir og eignir, sem hann hefur uppá að hlaupa ef hann verður fyrir áhlaupi. Þetta er skylda sem Seðlabankinn setur á bankana í kjölfar hruns. Varúðarráðstöfun. Íslandsbanki er með enn meira eiginfé en Seðlabankinn gerir kröfu um. Tæplega tuttugu milljörðum umfram kröfu Seðlabankans.“ Björn Leví rakti að þetta hafi komið mjög vel í umsögnum bankasýslunnar. „Ef verðið yrði í kringum áttatíu prósent af eigin fé, 0,8 stuðull, kæmi til greina að greiða út arðinn af þessu umfram eiginfé. Þetta er frír peningur sem er þarna aukalega. Eigendur geta gengið beint í þetta án þess að ganga á kröfur Seðlabankans.“ Milljarðar bókstaflega gefnir kaupendum Björn Leví segir að þessu megi líkja við það að húseign sé til sölu á 50 milljónir og það fylgi með í kaupunum, án þess að það hafi neitt með verðið að gera en allir viti, að í bílskúrnum sé öruggisskápur sem þú færð lykil að þegar þú kaupir íbúðina þar sem eru 10 milljónir sem þú getur bara stungið í vasann. „Það var seldur einn þriðji af bankanum. Sá hluti af eiginfé sem var úthlutað til nýrra eigenda. Eftir því sem ég best veit var þessi aukaarðgreiðsla ekki greidd út fyrir kaupin sem jafnast á við að þarna hafi verið að úthluta fjórum eða fimm milljörðum til þeirra sem voru að kaupa. Svo er verðmunurinn á verði hlutabréfa sem hækkaði eftir opnum.“ Spurður um það hvort ekki væri gild röksemd sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sett fram að vert hafi verið að hleypa bankanum af krafti inn á markað segir Björn Leví það ekki svo vera. „Nei, hann á að gæta að sameign okkar allra og þegar eftirspurnin er svona gríðarlega mikil ætti það að vera skilaboð um að eitthvað hafi ekki verið alveg rétt stillt í þeirri ráðgjöf sem fjármálaráðuneytið fékk. Og sú ráðgjöf var keypt á 1,4 milljarða króna.“ Björn Leví segir að fjármálaráðherra hafi á öllum stigum máls hafa getað stigið á bremsuna, þar til búið var að borga. Þau voru skilaboðin sem við fengum um hvernig umboðsferlið virkaði. Bremsumöguleikar nánast hvenær sem er en Bjarni fylgdi hinni rándýru ráðgjöf.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harmageddon Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56 Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. 22. júní 2021 09:50 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Sjá meira
Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56
Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. 22. júní 2021 09:50
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent